Ekki GPS

Í fyrsta lagi, þá eru þeir sem nota vegina þegar skattlagðir í bak og fyrir. Ég trúi ekki öðru en að skattar og gjöld sem fylgja því að kaupa og nota bifreið dugi mjög ríflega fyrir öllum vegaframkvæmdum á Íslandi.

Í öðru lagi, þá er það brot á friðhelgi einkalífs að gera yfirvöldum kleift að fylgast með því hvert fólk ekur. Það kemur Jóhönnu bara ekkert við hvert Pétur og Páll fara í sunnudagsbíltúrinn. Ef meiri peninga vantar til að byggja vegi má auðveldlega spara þá í stjórnkerfinu sem hefur vaxið eins og krabbamein, og hæfir frekar 3.000.000 manna þjóð en 300.000.


mbl.is Tal um skuggagjöld óraunhæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.12.2010 kl. 00:33

2 identicon

Í fyrsta lagi er verið að seta tolla á allar leiðir út úr Reykjavík sama hvort maður sé að fara á Esjuna eða til Egilsstaða, í öðrulagi verða hliðin rafeindastýrð og þarf hver bíll að vera með örflögu til að teljast í gegn. Sem þíðir það að sá sem stýrir því veit hvenær þú ferð út í búð, hvenær þú ert að gjöra eitthvað persónulegt eða bara veit alltaf hvar þú ert, hvenær sem er. Það er semsagt verið að merkja okkur og og svo blikka kerfið þegar þú skreppur úr bænum. Í raun og veru er verið að breyta höfuðborgarsvæðinu í eitt risastórt fangelsi og þú þarft að borga ef þú villt komast út. Svo er annar vikill á þessu en hvað heldur þú að glæpagengi í innbrotum verði fljótt komin með skanna líka til að nema örflöguna í bílnum þínum til að sjá hvenær óhætt er að brjótast inn til þín eða þá einhver spillt deild innan ríkisins sem endilega vill líka komast inn til þín. Ef persónuvernd leifir þetta er verið að þurrka smá saman út öll okkar réttindi til að lifa frjálsu lífi og kreista okkur í meiri mínus með endalausri skattlagningu. sjá frétt í linki með

http://www.ruv.is/frett/kilometrinn-a-7-kronur

Helgi Sæmundsson (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 00:37

3 Smámynd: Hvumpinn

Þetta þarf að stöðva í fæðingu og það með látum ef til þarf.  Senda Steingrím J. aðra leiðina norður í vesældina og þar getur hann borgað veggjöld á nýja veginum yfir Tjörnes.  Svo er sjálfsagt að innheimta veggjöld í Héðinsfjarðargöng.  Þurfa líklega að vera nærri 100.000 pr. bíl svo eitthvað hafist uppí ruglið.

Hvumpinn, 13.12.2010 kl. 00:48

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Hvumpinn, mér sýnist þú gleyma allmörgum göngum víða um land? Hvernig væri að nefna Bolungavíkurgöng, Fáskrúðsfjarðargöng, Almannaskarðgöng svo að ég nefni bara þau nýjustu ?! Svo mætti taka eldri göng og brýr, nema hvað ?

Með kveðju frá Fjallabyggð, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 15.12.2010 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband