Engan launamismun

Á einu spjaldinu þarna stendur "engan launamismun"? Ég ræ klukkan 4 að morgni, er að allan daginn og veiði 100 fiska. Einhver annar stendur á bryggjunni í klukkutíma og veiðir tvo. Á ég þá að gefa honum 49 fiska svo að það verði enginn launamismunur? Ég held ekki.

Ég var árum saman í fullri vinnu við að læra og fékk ekki krónu í laun. Ég þurfti að borga fyrir að fá að vera í þessari vinnu.  Var ég þá að væla um einhvern launamismun gagnvart þeim sem fengu greitt fyrir vinnuna sína? Mér datt það satt að segja aldrei í hug.


mbl.is Nokkur þúsund manns á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Með þessari skilgreiningu ert þú algjörlega að misskilja hugtakið launajafnrétti.

Að sjálfsögðu átt þú að fá jafn mikið fyrir tvo af þínum fiskum og sá sem stóð á bryggjunni og veiddi tvo.

Þú hefur hinsvegar væntanlega róið út á haf til að fiska meira og þéna meira, heldur en ef þú stæðir á bryggjunni?

Varðandi námsvinnuna þína þá áttirðu að sjálfsögðu að fá laun fyrir hana. Vonandi muntu taka þátt í baráttunni fyrir því með okkur.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.11.2014 kl. 19:35

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk fyrir innlitið, Guðmundur. Vinnuveitandi minn lítur svo á að þekking sú sem ég aflaði meðan ég var í námi sé verðmæt. Þess vegna greiðir hann mér laun eftir því. Ég þarf ekki að berjast fyrir neinu. Ef einhver fær greitt meira eða minna er venjulega góð og gild ástæða fyrir því og engin ástæða til að berjast um á hæl og hnakka til að breyta því.

Varðandi laun er tvennt sem mér finnst þess virði að berjast fyrir.

1. Að allir sem vanna fulla vinnu fái mannsæmandi laun fyrir hana.

2. Að líða ekki ofurlaun sem eru úr öllum takti við það sem er að gerast í samfélaginu.

Að væla yfir því að sá sem skilar meiri verðmætum skuli fá hærri laun en sá sem skilar minnu er ekkert annað en öfund og ekki góðu fólki sæmandi.

Hörður Þórðarson, 4.11.2014 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband