Tekur hún sig kannski pínulítið of alvarlega?

Ég held að Brynja ætti bara að slappa af og chilla pínulítið.

Að vera að ráðast að keppendum á Ólympíuleikum er lítilmannlegt, sérstaklega þeim sem eru jafn lélegir og Raygun. Raygun keppti og gerði sitt besta. Ef það er ekki nógu gott fyrir Brynju finnst mér að hún geti látið vera að tjá sig um það.

Breik stendur fyrir sínu og stafar engin ógn af Raygun. Nonense á borð við eftirfarandi ætti engin heilvita manneskja að láta út úr sér:

"Þessi ástr­alska kona kem­ur þarna inn og virðist vera að gera grín að menn­ing­unni. Hún er með doktors­gráðu í menn­ing­ar­fræðum og skrifaði loka­rit­gerðina um breik og hef­ur haldið við ein­hverj­um aka­demísk­um greina­birt­ing­um um hip hop-menn­ing­una og breik sem er mjög vafa­samt. Þarna er hún að stíga inn í aka­demískt um­hverfi þar sem þessi menn­ing á nátt­úru­lega ekk­ert heim­ili og hef­ur ekki ræt­ur þar,“ seg­ir Brynja í sam­tali við mbl.is.

Hún bæt­ir við að breik, sem upp­haf­lega kem­ur frá Banda­ríkj­un­um, eigi í raun ræt­ur sína að rekja til sam­fé­laga fólks sem er komið af þræl­um og verður til vegna áfram­hald­andi tak­mark­ana á tæki­fær­um þeirra og lífs­gild­um

„Þetta er menn­ing sem sprett­ur upp úr kúg­un fólks því að hvíti ný­lendu­herr­ann kom inn og stal bæði landi og fólki til að byggja upp sitt land,“ seg­ir Brynja og ít­rek­ar að þess vegna þurfi að vanda sig sér­stak­lega þegar kem­ur að því að ganga inn í menn­ing­una, til dæm­is í gegn­um breik.'

 


mbl.is Ástralski breikdansarinn skaðar menninguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Good luck with that...

Fólk ætti að skoða endann þegar lagt er upp á braut á við þá að fara að taka lyf af þessu tagi. Ég mæli með því að fólk borði hollan mat hóflega frekar en að styðjast við lyf.

Ég efast ekki um að það er hægt að græða mikið á því at selja Ozampic. Þeir sem taka þetta verða að vita hvað þeir eru að gera og hvar þetta gæti endað.

https://www.youtube.com/watch?v=wqqcfJ1NQ0c

https://www.youtube.com/watch?v=I9UVBEZN69k

https://www.youtube.com/watch?v=cq-nhEmcHoA

https://www.youtube.com/watch?v=raKfaFKH3SY&t=570s

 


mbl.is Neysla Ozempic gæti breytt allri neysluhegðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yndislegt að ferðast

Gaman að lesa þetta. Það er synd hvað verðlagið er hátt á Íslandi. Það er ódýrara að ferðast, og lifa í vellystingum praktuglega, en að þurfa að kaupa mat og drykk á Fróni. Njótið vel.


mbl.is Dagurinn á Taílandi kostaði íslenska fjölskyldu 8.280 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðlagið er klikkað

Verðlagið á Íslandi er einfaldlega allt of hátt. Krónan er of hátt skráð. Ísland munu dragast aftur úr í samkeppni um ferðamann þangað til þetta lagast, hvernig sem það gerist. Vonandi þarf ekki endurtekningu á hruninu til.


mbl.is Ísland að dragast aftur úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur þurfa að vera upplýstar.

Það er að ýmsu að huga, til dæmis:

 

https://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/menopause/in-depth/hormone-therapy/art-20046372

 

"The bottom line: Hormone therapy isn't all good or all bad

To determine if hormone therapy is a good treatment option for you, talk to your doctor about your individual symptoms and health risks. Be sure to keep the conversation going throughout your menopausal years.

As researchers learn more about hormone therapy and other menopausal treatments, recommendations may change. If you continue to have bothersome menopausal symptoms, review treatment options with your doctor on a regular basis."


mbl.is Breytingarnar voru ótrúlegar!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

San Francisco veitir góða þjónustu

Þetta er allt saman mjög sorglegt og erfitt að sjá hvar þetta endar. Skattgreiðendur flýja Kaliforníu í stríðum straumum og fyrirtæki loka starfsemi sinni vegna þess að það er ekki hagkvæmt eða öruggt að stunda viðskipti þar sem fíklar fara um með ránum og ofbeldi. Hver á að borga fyrir þessa "góðu þjónustu" sem fíklar fá þegar allir sem borga skatta eru farnir?

 

https://www.youtube.com/watch?v=ILAYlTLdGvA


mbl.is „Mamma seldi upp á mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er alltaf hægt að finna eitthvað til að væla um

Konur eru á engan hátt "lægra settar" í nútíma vestrænu þjóðfélagi. Ég hvet alla til að taka ábyrgð á eigin gjörðum og forðast hræsni á borð við það að fljúga hingað og þangað og væla svo um umhverfiseyðingu, sem auðvitað "á ræt­ur sínar að rekja í okk­ar kerf­is­bundna og inn­gróna feðraveldi".

https://www.landlaeknir.is/tolfraedi-og-rannsoknir/tolfraedi/danarorsakir/sjalfsvig/

B2

https://www.wamalawellness.com/blogforblackgirlsinlasvegas/2020/8/25/victim-mentality

 

 

 

 

B1


mbl.is Óþolandi að konur séu ennþá lægra settar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki kominn tími til að hætta þessu?

Nú hefur verið sannreynt að omicron afbrigðið er vægari og meira smitandi en fyrri afbrigði og er lítil ógn. Skiptir einhverju máli hvort fólk sé smitað af þessu eða ekki? Það munu allir fá þetta fyrr eða síðar og sem betur fer virðist þetta marka endalok faraldsins. 

Maðurinn er skeppna sem fylgir fjöldanum og gerir hluti af gömlum vana. Stundum gleymir fólk að hugsa um hvað það er raunverulega að gera og hver tilgangurinn er. Var verið að eltast við fólk sem var með flensu og heimta að það fari í einangrun ef það greinist með hana? Nei, því kostnaður og tap af þessháttar aðgerðum er meiri en að leifa fólki einfaldlega að halda áfram að lifa venjulega.

Ættir þú, kæri lesandi að fara í Covid próf? Til hvers? Svo að þú verðir lokaður inni? Hefur það einhvern tilgang, kemur það í veg fyrir að annað fólk verði smitað? Nei, það smitast fyrr eða síðar hvort sem er.

Það er kominn tími til að hætta þessu.


mbl.is 836 smit innanlands – enn eitt metið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju!

Mig langar bara til að óska VÍ innilega til hamingju með þetta. Þetta virðist vera skynsamleg og gangleg ráðstöfun sem mun væntanlega auka öryggi landsmanna. Bravó.


mbl.is Áreiðanleg ofurtölva væntanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má ekki fara að hætta þessu?

Er þetta nokkuð til að gera veður út af ennþá? Ef fólk sem er smitað af þessu er nógu hresst til að vilja fara út að skemmta sér, er það ekki bara allt í lagi, sérstaklega þegar búið er að bólusetja fólk? Vonandi er óbólusettum ekki hleypt inn. 

Mér hefði þótt fréttin ógnvænlegri ef hún hefði verið um 30 óbólusetta sem vitandi vits fóru á skemmtistað. 

Þessi veira er útum allt og verður það um nokkuð skeið. Ef þú ferð í fjölmenni eru líkur á að einhver þar sé smitaður. 

Á Íslandi eru skráð yfir 10000 smitaðir og 30 dauðsföll eða 0.3%. Smitaðir hafa sennilega verið miklu fleirri, en látum það vera. Þar að auki voru nánast öll þessara dauðsfalla áður en farið var að bólusetja. Dauðsföll af slæmri flensu eru 0.1 til 0.2%. 

https://www.cdc.gov/flu/about/burden/index.html

Er ekki kominn tími til að láta skynsemina ráða og hætta þessari hysteríu? Næst verður farið að loka alla inni sem eru með kvef.


mbl.is 30 ætluðu vitandi vits smitaðir á skemmtistað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband