Eiga að fá að ráða eigin líkama

Mér finnst að konur og karlar eigi að fá ráða eigin líkama og gera það sem þau vilja, svo fremi að það skaði ekki aðra.

Auðvitað á ég við að þeir sem neyða aðra til að selja líkama sinn og hagnast á því eru hinir verstu glæpamenn og ætti að refsa harðlega. Að sama skapi ætti að refsa þeim sem koma í veg fyrir að þeir sem vilja taka greiðslu fyrir eða greiða fyrir kynlíf fái að ráða eigin líkama. Það er skömm af því að mannréttindi skuli vera svo skammt á veg komin að fólk ráði ekki eigin líkama.

Hvað skyldu margir eða margar hafa verið dæmdar fyrir að bjóða einstaklingi af gangstæðu kyni út að borða, borgað allan reikninginn fyrir mat og drykk og síðan haft einnar nætur gaman? Ég fæ ekki betur séð en að slíkt athæfi sé ólöglegt, refsivert og að einstaklingar sem stundi slíkt eigi að vera dæmdir og lendi á sakaskrá, enda hafi þeir sannanlega greitt fyrir kynlíf.


mbl.is Umfangsmikil vændissala á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á nú fyrst að fara að rannsaka þetta?

Ég fagna þessum yfirlýsingum Sigmundar.

"Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, seg­ist vilja að all­ar upp­lýs­ing­ar í tengsl­um við Pana­maskjöl­in verði gerð op­in­ber svo hægt sé að kom­ast að raun um hverj­ir hafi staðið skil á skött­um til sam­fé­lags­ins og hverj­ir hafi eitt­hvað að fela."

Hann verður þá væntanlega fyrstur til, og birtir "svo­kallaðar CFC skýrsl­ur við skattafram­töl sín og eig­in­konu sinn­ar, sem sýna fram á hvort gefn­ar hafi verið upp­lýs­ing­ar um eign í fé­lag­inu Wintris til skatta­yf­ir­valda."

Er það ekki svolítið skítlegt eðli, að þræta fyrst fyrir að hafa verið með hendina í kökuboxinu en þegar hann sjálfur er gripinn glóðvolgur, þá fyrst á að fara að rannsaka alla hina sem hafa stundað það sama?

 


mbl.is Vill láta birta öll Panamaskjölin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að því að fara út í geiminn?

Ég verð að viðurkenna að ég skil ekkert í þessari umræðu. Er einhver ástæða til að skammast sín fyrir það að langa til að fara út í geiminn? Ríkt fólk notar peninga til að kaupa einkaþotur, hús á lúxus ströndum, glæsibíla og svo framvegis. Ef það vill nota peningana til að fara út í "outer space, so what"? Ætti hún frekar að eyða peningunum í skatta, til að styðja fátæklinga á fróni eða hvað?


mbl.is Sigmundur: Anna vildi ekki út í geim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Sjálfstæðisflokkurinn? Hvað heldur þessi plástur lengi?

Er sjálfstæðisflokkurinn alveg búinn að vera? Af hverju lætur hann þetta ganga yfir sig? Getur verið að almenningur sætti sig við að Sigmundur segi af sér í orði en ekki á borði og haldi áfram að vera forsætisráðerra með Sigurð sem málpípu? Ég trúi því ekki.

Ég get ekki betur séð en að það séu tveir raunhæfir kostir í þessari stöðu.

1. Að stjórnin fari strax frá og að efnt verði til kosninga.

2. Að Bjarni taki við forsætisráðherrastóli og að stjórnin vinni áfram.

Þetta hálfkák er engum til sóma.

Það sem Sigmundur ætti að vera að gera, í stað þess að vera með þetta sprikl er einfaldlega að birta gögn sem sanna að hann hefur talið réttilega fram til skatts og greitt rétta skatta. Hann hefur jú sjálfur sagt að hann hafi greitt skatta lögum samkvæmt. Ef það er satt, þá hefur hann enga ástæðu til að segja af sér.

Að lokum, Bjarni: "Grow a pair" eða snúði þér að einhverju öðru starfi sem hæfir þér betur.


mbl.is Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband