19.7.2020 | 08:18
Til hamingju
Mig langar til að óska þessum aðilum til hamingju með árangurinn. Með góðum vilja eru allar götur færar.
![]() |
Samningar í höfn hjá flugfreyjum og Icelandair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2020 | 20:11
Skil þetta ekki ennþá
Fyrirtæki býður eins vel og það telur sig geta en tilboðinu er hafnað. Ég sé ekki slysið. Kannski er slysið það að COVID og vandræðin með Boeing Max hafi rýrt hag félagsins svo mikið að það geti ekki boðið betur en raun ber vitni. Þetta eru atriði sem enginn á Íslandi gat haft áhrif á. Það er ekki slys að stafsfólk gat ekki sætt sig við þau kjör sem í boði voru og virtist ekki vilja vinna með fyrirtækinu til að komast í gengum þennan erfiða tíma.
Starfsfólkið hefur talað og mér finnst það lítillækkandi í garð þess að kalla afleiðingar þeirra gerðar slys. Væntanlega vissi þetta fólk full vel hvað það var að gera.
Ég má til með að mæla með að sá sem þetta skrifar kynni sér mannkynsöguna: "Við iðnbyltinguna fór mannskepnunni nefnilega fyrst að hnigna í formi minni samkennda og skeytingaleysis í garð annarra. Er það virkilega?
Bara eitt lítið dæmi: "Destruction during the 13th century Mongol conquests has been widely noted in both scholarly literature and popular memory. The Mongol army conquered hundreds of cities and villages and also killed millions of men, women and children. It has been estimated that approximately 5% of the world's population was killed either during or immediately after the Turco-Mongol invasions.[citation needed] If the calculations are accurate, the events would be the deadliest acts of mass killings in human history."
![]() |
Búið að henda okkur í ruslið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2020 | 05:40
Skil þetta ekki
Getur einhver hjálpað mér að skilja þetta? Aðili A vill ekki semja við aðila B. Er þá eitthvað skrýtið við það að aðili B leiti annað? Er það einhver lágkúra að fólk og fyrirtæki hafi rétt á að semja? Mér fyndist það frekar lágkúra ef aðili A aða B væri neyddur til að fallast á við kröfur hins aðilans.
Flug er alþjóðlegt og vinnumarkaður þeirra sem koma að flugi er stór og fjölbreyttur. Flugfreyjur þurfa ekki að vinna hjá Icelandair ef þær vilja það ekki og það er ekki hægt að gagnrýna þær fyrir að leita annað um störf. Ekki frekar en hægt er að gagnrýna Icelandair fyrir að vilja leita eftir starfsfólki sem hefur vilja til að vinna hjá þeim.
Heimurinn hefur nýlega breyst mikið og ég fæ ekki betur séð en að stór, alþjóðlegur, vinnumarkaður gefi fólki möguleika til að velja hvar það vill vinna og hvaða kjör það vill sætta sig við.
Mér er spurn hvers vegna Helga Vala Helgadóttir kallar það ekki lágkúru hjá flugfreyjum að neita að semja? Ég sé ekki hvers vegna það er lágkúra hjá Icelandair að gefast upp en ekki lágkúra hjá flugfreyjum. Það hefðu mátt færa rök að því að þetta væri illa gert hjá Icelandair ef flugfreyjur hefðu ekkert val en þær hafa það svo sannarlega og geta farið að semja við önnur flugfélög. Engin lágkúra þar á ferð. Ég óska þeim alls hins besta.
![]() |
Alger lágkúra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)