Verða þeir hengdir?

Ég velti því fyrir mér hvaða örlög bíða þeirra sem bera ábyrgð á þessu blóðbaði, auk hungurs, skorti á lyfjum, mat og öðrum nauðsynjum í þessu langþjáða landi. Verða þeir hengdir eins og Saddam karlinn, eða bíða þeirra enn verri örlög? Þeir hafa jú kallað miklu meiri hörmungar yfir Íraka en Saddam gerði nokkurn tíma.

Ekki taka það sem svo að ég sé að bera í bætifláka fyrir Saddam, hann framdi jú vafalaust ýmsa glæpi.  Ekki má samt gleyma að sem sýndi þó viðleitni í þá átt að bæta jafnrétti kynja, menntun, heilsugæslu og annað sem snýr að kjörum hinns almenna borgara.

Saddam bar ábýrgð á mörgu illu og hann fékk sína refsingu. Ég spyr bara hvaða refsing bíður þeirra sem lugu, brutu alþjóðalög og kostuðu hundruð þúsunda lífið? Fá þeir kannski bara skó í hausinn?


mbl.is Mannfall minnkar í Bagdad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru þeir sem ábyrgðina bera?

Til þess að annað eins endurtaki sig ekki í framtíðinni verður að vera ljóst nákvæmlega hvað hér fór úrskeiðis. Ég held að það séu tvær grundvallarspurningar sem þarf að svara.

1. Hvaða lög, eða ólög, um fjármál gerðu það löglegt fyrir Landsbankann að taka þvílíka áhættu?  Hverjir bera ábyrgð á þeim lögum?

2. Hverjir voru það hjá Landsbankanum sem tóku ábyrgð á því að lána þessa peninga, hvers vegna og hvaða afleiðingum þurfa þeir að sæta? Þeir voru jú "ábyrgir", eða hvað?

Ég sé ekkert athugavert við að stofnanir í einkaeigu stundi fjárglæfrastarfsemi á eigin ábyrgð. Hins vegar þurfa að vera til reglur sem koma í veg fyrir að tap af slíku geti nokkurn tíma lent á herðum almennings.

Meðan ríkið ábyrgist innistæður í bönkum verða strangar reglur að gilda um fjármál þeirra til að koma í veg fyrir tap af þessum toga.

Þetta er búið og gert og peningunum hefur verið tapað. Það verður ekki aftur tekið. Það verður hins vegar að koma í veg fyrir að þessi geðveiki endurtaki sig. Íslensk stjórnvöld ættu kannski að leita sér ráðgjafar um það.


mbl.is Leita ráðgjafar vegna Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

940hPa sumarlægð í suðurhöfum

Eitt af því hvað sem kom mér mest á óvart þegar ég flutti hingað til suðurs er það hversu vont veðrið getur orðið á miðju sumri. Ég læt fylgja kort með dæmi um þetta sem sýnir lægð sem búist er við að dýpkti niður í 940hPa núna fljótlega. Lægð þessi er við 60 gráður suður. Ég veit ekki dæmi um svo djúpar lægðir á norðurhveli í lok júní, en lok desember hérna suður frá er tilsvarandi árstími.

Þetta getur gerst hérna vegna þess að suðurskautslandið er áfram tiltölulega kalt að sumarlagi. Sumar á suðurskautslandinu er miklu kaldara en sumar á norðurslóðum norðurhvelsins. Þess vegna eru áfram sterkar andstöður milli hlýs lofts í norðri og kalda loftsins í suðri, jafnvel á miðju sumri. Háloftavindar eru sterkir allt árið andstætt því sem gerist á norðurhvelinu þegar þeir veikjast mjög að sumarlagi.

Lægðin á myndinni hefur haft aðgang að heitu lofti í norðri, nánast úr hitabeltinu og mjög köldu loft úr suðri. Hérna suður frá snýst vindurinn réttsælis kringum lægðirnar og þessu sterki sunnanstraumur vestan meginn við hana er kominn af íshellu suðurskautslandsins. Gera má ráð fyrir að minnsta kosti 50 hnúta vindi á stóru svæð vestan við þessa lægð.

Svona geta þær verið, sumarlægðirnar í suðurhöfum...

940hPa lægð


Kortaumræða á veðurstofu Nýja Sjálands

Hérna er eitthvað sem áhuga- og atvinnumenn í veðurfræði gætu haft gaman að af kíkja á. Þarna er hægt að sjá myndband sem sýnir meðal annars svolítið af kortaumræðu sem fer fram á veðurstofu Nýja Sjálands á morgnana. Þarna er staðan rædd og sú þróun sem búst er við að eigi sér stað í dag og á morgun. Sérfræðingar á sínum sviðum leggja fram spárnar og útskýra þær. Allir eru síðan hvattir til að koma með athugasemdir og tillögur. Þegar allir hafa sagt sitt hefur veðurspáin "forecast policy" veðurstofunner verið ákveðin.

Svipuð umræða fer einnig fram á kvöldin.

http://www.metservice.co.nz/default/index.php?alias=employment


Gleðileg jól

Ég óska öllum vinum og vandamönnum á Íslandi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Ég óska einnig starfsmönnum Veðurstofu Íslands gleðilegra jóla.

Það er jóladagsmorgun hérna suður frá og við erum í róleheitum að jafna okkur eftir aðfangadagskvöldið, borða nammi og leika með all dótið.

Veðrið er þokkalegt, skýjað og 13 stiga hiti en það er útlit fyrir að hitinn komist í 18 stig sem er sæmilegt.

Ég fer í vinnuna seinna í dag og greini stöðuna í hitabeltinu, aðallega lægðir og lægðardrög og hvort einhverjar horfur eru að úr þessu verði fellibyljir. Síðan sný ég mér að veðrinu hér og bý til meðan annars veðurdreifingarkort sem sýna hvernig þetta á allt að verða á morgun....

Bestu kveðjur...


Kenningar Svensmark jarðsettar.

Kærar þakkir til Jóns Egils. Einn einn naglinn í kistuna fyrir gervivísindi Svensmark nokkurs...
mbl.is Engin tengsl sögð vera á milli geimgeisla og loftlagsbreytinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjáið þið ekki veisluna?

Ég rakst á þessa ágætu frétt ásamt Íslandskorti sem mér finnst að sýni stöðuna nokkuð vel:

http://www.theatlantic.com/doc/200812/map-iceland

Ég hef engu sérstöku við þetta að bæta, en eitt veldur mér heilabrotum. Hvað er því til fyrirstöðu að fólk kaupi evrur fyrir íslenskar krónur á seðlabankagenginu og noti evrurnar síðan til að kaupa krónur erlendis á því gengi sem viðgengst þar? Með því að gera þetta nokkrum sinnum gætu menn komið sér upp digrum sjóðum... Er þetta kannski ólöglegt?


Látið bílaframleiðendurna góssa.

Ég held að það sé kominn tími til að láta þessa steingerfðu bílaframleiðendur hverfa vega allrar veraldar. Peningunum sem á að verja til að bjarga þeim væri betur varið til annars og gæti skapað fleiri störf og arðvænlegri en þau sem tapast þegar bílaframleiðendurnir leggja upp laupana. Nú er tími til að hreinsa loftið, sópa burt gamla draslinu og hleypa nýju fersku lofti inn.

Það er nóg komið af bruðli, spillingu og ofurlaunum. Ef forstjórar þessara fyrirtækja kvarta, þá á að láta þá fá skóflu og segja þeim að nú geti þeir mokað skurð fyrir ríkið og fái 5 $ á tímann fyrir. Það er búið að borga þessum köllum allt of mikið mikið í bónusa og einkaþotuferðalög meðan þeir hafa stýrt þessum fyrirtækum til glötunar. Nú er mál að slíku linni, annars blasir algert hrun við.

 


mbl.is Bandarísk hlutabréf hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna ekki íslensk yfirvöld?

Þetta er áhugaverð frétt. Kannski geta íslensk "yfirvöld" útskýrt hvers vegna þau reyndu ekki að stöðva Icesave?
mbl.is Vildu stöðva Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband