Til hamingju

Ég vil óska þessu ágæta fólki hamingju með bónusinn. Ég hef hins vegar áhyggjur af því að lítið verði eftir af þessu þegar tillit hefur verið tekið til skatta, útsvars og skerðingum á bótum. Að lokum fara 25.5% af því sem eftir er í vaskinn.

Nota þarf sparnaðarhnífinn í ríksirekstrinum af miklu meiri hörku en hingað til hefur verið gert. Mér finst mikilvægara að greiða fólki sem skapar verðmæti fyrir land og þjóð sómasamleg laun en að halda úti sextíuogþremur þingmönnum, að halda stjórnlagaþing, að halda úti dýrri utanríkisþjónustu og að reka stofnanir sem framleiða ekkert annað en froðu.


mbl.is 260 þúsund kr. jólabónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fúll útí Steingrím

Ég set hér og hlusta á alveg yndislegar etuder eftir Chopin og sötra te. Ég hef það fínnt en ég verð að viðurkenna að ég er fúll útí Steingrím þessa stundina. Ég trúði því virkilega að hann væri að gera góða hluti þegar hann barðist um á hæl og hnakka til að koma þjóðinni undir sinn ICESAVE samning. Ég taldi að Steingrímur þekkti málið í þaula og að hann segði satt þegar hann sagði að þetta væri besti samningur sem hægt væri að fá. Annað hefur komið í ljós.

Ástæðan fyrir þessum mistökum er sennilega sú að Steingrímur hafði ekki þá þekkingu og reynslu sem á þurfti að halda og honum láðist að leita ráða hjá aðilum sem þessa þekkingu hafa. Ég trúi því ekki að Steingrímur hafi vísvitandi gert þetta til að steypa þjóðinni inn í eitthvað kommahelvíti fátæktarinnar. Ég tel að þetta hafi verið vanræksla.

Ég verð að viðurkenna að ég hef löngum haft lítið álit á Ólafi Ragnarí Grímssyni. Hann var klappstýra útrásarinnar og hann neitaði að samþykkja fjölmiðlalögin. Að hann skyldi neita að samþykkja ICESAVE var hins vegar gott hjá honum og ég get ekki annað en sagt; takk fyrir það Herra Ólafur og hneygt mig.

Ég fæ ekki betur séð en að mistök og eða vanræksla Steingríms í þessu máli séu af þeirri stærðargráðu að hann hafi glatað þeirri tiltrú sem maður í hanns stöðu þarf á að halda. Af þessum sökum fyndist mér rétt að hann segi af sér og snúi snéri sér að öðrum störfum.


mbl.is Kostnaður 50 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauð hönd

Vinstri menn halda áfram að drepa atvinnuvegi landsins með sköttum og skerðingum. Vaskurinn en nú þegar kominn fram úr öllu velsæmi og mér líst ekkert á að fara að leggja á nýjar álögur. Það gæti á endanum skilað minna en ekki meiru í þjóðarbúið, þegar búið er að gera ráð fyrir kostnaði við þessa álagningu og minnkun á veltu sem hún mun óhjákvæmilega valda. Steingrími er líkast til alveg sama, þetta gæti aukið "jöfnuð". Allir skulu á jafn ömurlegt plan og helst vera háðir ölmusu frá stjórnvöldum.
mbl.is Ferðalangar skattlagðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband