Ef þetta er satt, þá eru Steingrímur og Jóhanna búin að vera

Íslensk stjórnvöld verða að gera nákvæma grein fyrir þessu. Þeir sem bera ábyrgð á að hafna þessari tillögu verða líka að teljast ábyrgir fyrir að finna aðra jafn góða eða betri lausn. Ef ekki hafa þeir gerst sekir um glæpsamlega vanrækslu.

Það hvarflar að manni sú hugsun að Steingrímur og félagar hafi ekki viljað taka þessu kostaboði vegna þess að það hefði í eitt skipti fyrir öll sannað af hve mikilli fljótfærni og fáviski hann hefur farið fram í þessu máli. Fljótfærni sem hefði getað, og getur greinilega ennþá kostað þjóðina mörg hundruð milljarða. Ef upp kemst að þetta lið tók ekki þessu tilboði vegna þess að það hefði misst við það andlitið, þá á að stinga þeim í steininn og henda lyklinum.

Hvað sem öðru líður, þá verður að rannsaka þetta mál og allur sannleikurinn verður að koma fram. 


mbl.is Vildu losa ríkið undan Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband