Ef þetta er satt, þá eru Steingrímur og Jóhanna búin að vera

Íslensk stjórnvöld verða að gera nákvæma grein fyrir þessu. Þeir sem bera ábyrgð á að hafna þessari tillögu verða líka að teljast ábyrgir fyrir að finna aðra jafn góða eða betri lausn. Ef ekki hafa þeir gerst sekir um glæpsamlega vanrækslu.

Það hvarflar að manni sú hugsun að Steingrímur og félagar hafi ekki viljað taka þessu kostaboði vegna þess að það hefði í eitt skipti fyrir öll sannað af hve mikilli fljótfærni og fáviski hann hefur farið fram í þessu máli. Fljótfærni sem hefði getað, og getur greinilega ennþá kostað þjóðina mörg hundruð milljarða. Ef upp kemst að þetta lið tók ekki þessu tilboði vegna þess að það hefði misst við það andlitið, þá á að stinga þeim í steininn og henda lyklinum.

Hvað sem öðru líður, þá verður að rannsaka þetta mál og allur sannleikurinn verður að koma fram. 


mbl.is Vildu losa ríkið undan Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Þessi frétt er agjört bull en heykvíslahjörðin notar hana að sjálfsögðu til þess að ráðast á þá sem eru að reyna að leysa þetta vandamál sem sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig.   Afhverju ætti Deutch Bank að fara að nánast gefa peninga ?  Ekkert um kjör lánsins, óskiljanlegt hversvegna kröfuhafar ættu að henda góðu fé á eftir slæmu,,, það býr eitthvað mikið undir, Deutche bank er ekki rauði krossinn þó náhirðin virðist allt í einu halda það.

Óskar, 16.12.2010 kl. 09:37

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég verð að viðurkenna að fréttin er fjarstæðukennd. Vonandi kemur sannleikurinn í ljós.

Takk fyrir innlitið.

Hörður Þórðarson, 16.12.2010 kl. 09:41

3 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Það er ekki til sá máður á jörðinni sem er svo heimskur að koma með svona tilboð, nema eitthvað annað komi til.  Það er enhver óþefur af þessar frétt.  skyldi enhver vera að reyna að endurskrifa söguna?

Jóhann Hallgrímsson, 16.12.2010 kl. 09:49

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Jóhann og Óskar, vonandi er þetta rétt hjá ykkur, að þetta sé rugl frétt. Því meiri ástæða til að rannsaka málið!!

Ef þessi frétt er ekki á rökum reyst, munu stjórnvöld að sjálfsögðu sjá til þess að óháð rannsóknarnefnd verði skipuð hið snarasta til að sannleikurinn leiddur í ljós. Geri þau það ekki ber stjórnarandstöðunni að krefjast slíkrar rannsóknar. Í öllu falli getur enginn þingmaður, sem hefur minnsta snefil af sjálfsvirðingu, tekið afstöðu til þess lagafrumvarps er veitir fjármálaráðherra heimild til að skrifa undir icesave samninginn!!

Gunnar Heiðarsson, 16.12.2010 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband