Ertu ennþá með hana?

Zen munkarnir Tanzan and Ekido voru eitt sinn á ferð um forugan veg.

Þegar þeir höfðu gengið um stund í grenjandi rigningu blasti við þeim íðilfögur unglingsstulka í skrautfatnaði. Stúlkuna langaði til að fara yfir veginn en vildi ekki óhreinka fötin svo hún beið eftir aðstoð.

"Komdu upp á mig" sagði þá Tanzan. Hann tók stúlkuna á háhest og bar hana yfir forina.

Ekido mælti ekki orð af vörum fyrr en þeir komu að hofi þar sem þeir hugðust gista um nóttina. Þá gat hann ekki lengur haldi aftur af sér. "Við munkar eigum ekki að koma nálægt kvennfólki", sagði hann við Tanzan, "og sérstaklega ekki ungum og yndisfögrum! Það er mjög hættulegt, hvers vegna gerðir þú þetta"?

"Ég skildi stúlkuna eftir við veginn" sagði þá Tanzan. "Ert þú ennþá með hana?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ari (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 00:57

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk.

Hörður Þórðarson, 16.12.2010 kl. 03:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband