23.2.2012 | 18:52
Lífið er þjáning...
Lífið er þjáning
Ástæða þjáningar er tenging "attachment" við tímabundna hluti og skortur á skilning um að varanleiki er ekki til. Allt er stöðugt að breytast og endurskapast.
Það er hægt að losna við þjáningu. Með því að rjúfa tengslin við það sem er ekki varanlegt er hægt að losna við þjáninguna.
Til er vegur sem leiðir til þess að þjáningum lýkur. Þetta kenndi Buddha fyrir 2500 árum síðan.
Guðrún. Sestu niður í ró og næði, andaðu, fylgdu andanum í huganum. Ef þú finnur reiði, taktu eftir því og segðu við sjálfa þig, þetta er reiði. Gefðu hana síðan frá þér og taktu eftir öðrum tilfinningum eða hugsunum sem koma upp. Kíktu hérna ef þig langar til að vita meira:
http://www.dhamma.org/
Og hér
http://www.thebigview.com/buddhism/fourtruths.html
Þú ert frjáls, og það hefur enginn vald yfir þér nema þú sjálf, allra síst einhver klúr kall sem sendi þér einhvern tíma bréf... Hann er ekki varanlegur, ekki bréfin, og ekki þú sjálf heldur. Þú hefur ekki tíma til að láta þetta skemma lífið þitt. Líttu í kringum þig. Er eitthvað hér og nú sem kemur í veg fyrir að þér líði vel?
![]() |
Ég er komin með nóg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)