Lífið er þjáning...

Lífið er þjáning

Ástæða þjáningar er tenging "attachment" við tímabundna hluti og skortur á skilning um að varanleiki er ekki til. Allt er stöðugt að breytast og endurskapast.

Það er hægt að losna við þjáningu. Með því að rjúfa tengslin við það sem er ekki varanlegt er hægt að losna við þjáninguna.

Til er vegur sem leiðir til þess að þjáningum lýkur. Þetta kenndi Buddha fyrir 2500 árum síðan.

 

Guðrún. Sestu niður í ró og næði, andaðu, fylgdu andanum í huganum. Ef þú finnur reiði, taktu eftir því og segðu við sjálfa þig, þetta er reiði. Gefðu hana síðan frá þér og taktu eftir öðrum tilfinningum eða hugsunum sem koma upp. Kíktu hérna ef þig langar til að vita meira:

http://www.dhamma.org/

Og hér

http://www.thebigview.com/buddhism/fourtruths.html

Þú ert frjáls, og það hefur enginn vald yfir þér nema þú sjálf, allra síst einhver klúr kall sem sendi þér einhvern tíma bréf... Hann er ekki varanlegur, ekki bréfin, og ekki þú sjálf heldur. Þú hefur ekki tíma til að láta þetta skemma lífið þitt. Líttu í kringum þig. Er eitthvað hér og nú sem kemur í veg fyrir að þér líði vel?


mbl.is „Ég er komin með nóg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hörður. Þetta er mjög góður pistill hjá þér. Þetta var það sem Séð og Heyrt þurftu að fá á sinn óvandaða slúður-niðurrifs-kjaft! Takk fyrir þennan mjög svo vandaða pistil.

Það er öllum hollt að vinna úr sínum sárindum, og um fram allt á öllum öðrum og betri vígstöðvum en óvönduðu og óþörfu götudómstóla-slúðurblaði eins og Séð og Heyrt, sem hefur nú sannað sig í að vera sundrungar/ófriðarblaðið, sem gengur erinda ó-uppgerðra sárinda fólks á mjög ómerkilegan, aumingjalegan og óvandaðan hátt.

Hér eftir ætti ekki nokkur maður með mannúðar-hjarta, réttlætiskennd og velvild í garð illa staddra persóna, að leggjast svo lágt í foruga spillinguna, að lesa þetta sorprit sem Séð og Heyrt í raun er!!!

Hver stýrir þessu blaði eiginlega, og hvað er aðaláhugamál þess stjórnanda?

Nú ofbauð mér svo gjörsamlega siðleysið og viðbjóðs-blaðamennskan óvandaða og siðblindu-pólitíska!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.2.2012 kl. 22:15

2 Smámynd: Sólbjörg

Viðtalið birtist ekki í Séð og Heyrt, Sigríður leyfðu þeim að njóta sannmælis þettaviðtal er í Nýtt Líf.

Þú skrifar ekki orð um það að þér ofbjóði að fullorðinn maður sé að misnota sér það að sækja á 10 ára stúlkubarn í sárum sem er nýbúið að missa móður sína. Í gamla daga var talað um höfðingasleikjur þ.e. fólk sem sá aldrei neitt að athæfi höfðingjanna, þú ert nú ekki þannig Sigríður.

Sólbjörg, 23.2.2012 kl. 22:50

3 identicon

Ég er ritstjóri Séð og Heyrt. Anna Sigríður Guðmundsdóttir, kynntu þér málin áður en þú níðir blásaklausa einstaklinga. Endilega hringdu í mig ef þér misbýður eitthvað í Séð og Heyrt. Örugglega mjög gaman að spjalla við þig.

Kær kv.

Lilja Katrín

Lilja Katrín Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 09:18

4 identicon

LOL frábært,

Mikið væri nú ísland kúl ef helmingurinn af okkur lifði bara í sínum eigin hugarheimi og skeitti engu um það vonda í heiminum,

svona álíka og margir pólítíkusarnir okkar eru nú þegar.

Hvernig spáir þú annars hamingjunni í slíku "bliss" þjóðfélagi?

"einhverri stúlku nauðgað út í bæ"  -- bliss, nirvana ...

"einhver keyrði yfir barn og flúði svo landið"  -- bliss, nirvana ...

"einhver rak mig úr starfi fyrir að vera a röngum húðlit"  -- bliss, nirvana ...

Hey þetta virkar... ég er hættur að hugsa.

Jonsi (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 18:43

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Kærar þakkir fyrir athugasemdirnar.

Hörður Þórðarson, 25.2.2012 kl. 09:54

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er auðvelt að segja en í mínum augum virkar það sem enn ein ásökunin gegn stúlkunni. Krafa gerð um að hun eigi að vera á þroskaplani sem fáir eru.

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.2.2012 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband