Ónýtt land? Ónýtt kerfi? Ónýt sendiráð? Hvar er Jóhanna?

Ef einhver dugur væri í stjórnvöldum þessa lands væri þetta dæmi nýtt til þess að taka til í kerfinu og búa til jarðveg sem er vinsamlegur íslenskum iðnaði og nýsköpun. Ef Ísland á að ekki að fara sömu leið og Grikkland þurfa íslendingar að skapa verðmæti. Það dæmi sem tekið er fyrir í þessari frétt er kannski ekki stórt í hinu víðara samhengi en það bendir á galla í kerfinu sem gætu staðið þjóðinni fyrir þrifum. 

Það þarf að fara í gegnum þetta lið fyrir lið, skoða hvað hefur brugðist og laga það. Ef sendiráð eru ekki fær um að gegna hlutverki sínu á að loka þeim og spara þannig stórfé. Ég hef aldrei skilið hvers vegna 300.000 manna þjóð er með sendiráð út um allt. Ég hélt að tilgangurinn væri að aðstoða íslendinga.

Ef ráðuneyti standa sig ekki í stykkinu á að taka þar til, jafnvel þó að það kosti að einhver möppudýr missi vinnuna. Hvers vegna hafa íslendingar ekki innleitt tilskipan Evrópusambandsins um alþjóðlegt flutningsnúmer?  Hver ber ábyrgð á þessum aulagangi? Er hann eða hún á kaupi hjá skattgreiðendum?

Af hverju þarf allt að vera svo öfugsnúið og vitlaust á Íslandi? Hvers vegna var fólki sem framleiddi ekkert annað en skýjaborgir og svikamyllur hampað og stutt með ráð og dáð en steinar eru lagðir í götu þeirra sem skapa raunveruleg verðmæti?

Jóhanna Sigurðardóttir er forsætisráðherra og þetta er að gerast á hennar vakt. Vonandi tekur hún til í þessu strax. Það sem heimilin í landinu þurfa eru vinna og tekjur. Velferðin verður ekki borguð með froðusnakki nema til skamms tíma. Það kemur að skuldadögum.  Þjóð sem þarfa að flytja jafn mikið inn og íslendingar af mat, iðnaðarvörum og lyfjum þarf að hafa sterkan iðnað og útflutning.


mbl.is Skóævintýri í tollinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Mikið er ég sammála þér.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 18.2.2012 kl. 14:53

2 identicon

Já ,en - Þetta fólk segir að staðan sé vonlaus á Íslandi, en ágæt í örum löndum! Þau gætu sparap sér ómældan tíma og fyrirhöfn ef þau væru með fyrirtækið í öðru landi.

Skórnir framleiddir á Spáni og fataefnið í Asíu og í ofanálag saumað þar!

Hvað er þetta fólk að gera á Íslani. Er þetta sjálfeyðingarhvöt?

Eftir viðtalinu að dæma, þá ættu þau að hafa margfallt betra líf bæði andlega og líkamlega í þróuðu samfélagi.

Ég óska þessu fólki til hamingju með árangurinn, en í Guðana bænum, komið ykkur úr þessum þrælabúðum sem fyrst.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband