24.3.2013 | 18:47
Vilja þeir höfn eða peninginn?
Er ekki kominn tími til að sjúkleikanum ljúki og þessum tilganslausa fjáraustri hætt? Ég legg til að kostnaðurinn við að halda þessari höfn opinni í 10 ár verði reiknaður út. Síðan fái eyjamenn að velja hvort þeir vilja að höfninni verði haldið í notkun eða að peningunum verði skipt á milli þeirra. Þannig kæmi í ljós hvort það er raunverulega þess virði að halda þessu áfram.
Nú á að fara að velja skip með tilliti til þessarar hafnar. Væri ekki nær að meta fyrist hvort það borgar sig yfirleitt að halda þessari höfn við? Það væri sorglegt að kaupa skip sem hentar sérstaklega fyrir þessa höfn ef næsta dag væri ákveðið að loka höfninni.
![]() |
Straumar valda Herjólfi erfiðleikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)