Vilja þeir höfn eða peninginn?

Er ekki kominn tími til að sjúkleikanum ljúki og þessum tilganslausa fjáraustri hætt? Ég legg til að kostnaðurinn við að halda þessari höfn opinni í 10 ár verði reiknaður út. Síðan fái eyjamenn að velja hvort þeir vilja að höfninni verði haldið í notkun eða að peningunum verði skipt á milli þeirra. Þannig kæmi í ljós hvort það er raunverulega þess virði að halda þessu áfram.

Nú á að fara að velja skip með tilliti til þessarar hafnar. Væri ekki nær að meta fyrist hvort það borgar sig yfirleitt að halda þessari höfn við? Það væri sorglegt að kaupa skip sem hentar sérstaklega fyrir þessa höfn ef næsta dag væri ákveðið að loka höfninni.


mbl.is Straumar valda Herjólfi erfiðleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Látum þeirra eigin bæjarsjóð reka þetta ef þetta er þeim svo mikið hjartans mál.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2013 kl. 19:04

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Samkvæmt bloggi Jóns Vals:

"Þetta yrði um 1,1 milljarður á hverjum fjórum árum framvegis. Sannkölluð Kleppsvinna! Hver á svo að bera ábyrgð á þessum ákvörðunum? Verkfræðingar? Alþingismenn? Hverjir réðu úrslitum um þetta óheppilega staðarval?"

Þetta myndi á 10 árum þýða að kostnaður á hvert mannsbarn í Vestmannaeyjum yrði um 650 þúsund krónur, eða 2.6 milljónir á fjögura manna fjölskyldu. Mér finnst að það ætti að leyfa eyjamönnum að velja hvort þeir vilja fá þessa peninga í vasann eða halda höfninni.

Hörður Þórðarson, 24.3.2013 kl. 19:11

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott færsla hjá þér, sérstaklega í ljósi þess að höfnin er og verður ónýtt mannvirki til framtíðar! Þeir sem ekki átta síg á því eru lítt tengdir landinu og hegðun þess.

Sigurður Haraldsson, 26.3.2013 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband