25.4.2014 | 19:01
Dýr atkvæði
Jæja, ríkissjóður á að borga leiðréttingu sem kemur fámennum hópi til góða. Af hverju? Þessu var lofað fyrir kosningar og það leiddi til þess að ákveðinn flokkur vann stórsigur. Hver borgar? Þú, lesandi góður (ríkissjóður).
Hvort vilt þú frekar að fámennur hópur fái ríkisstyrki eða vilt þú, eins og segir í fréttinni:
"Viðskiptaráð Íslands telur hagkvæmast að nota þá auknu fjármuni sem ríkissjóður kunni að afla á komandi árum til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, en ekki til að leiðrétta skuldir tiltekinna heimila, eins og fyrirhugað er.
Með þeim hætti skapast sterkari þjóðhagslegar forsendur fyrir afnámi hafta, auknum fjárfestingum og bættum vaxtakjörum, segir í umsögn Viðskiptaráðs um frumvar"
Væri ekki nær að kjósa fólk í ríkisstjórn sem hefur hag lands og þjóðar að leiðarljósi? Eru annars einhverjir á Íslandi sem bjóða sig fram til kosninga sem hafa einhver æðri markmið en að kaupa atkvæði handa sjálfum sér með almannafé? Þeir láta sennilega ekki sjá sig fyrr en almenningur hefur þróast af smábarnastiginu.
Að lokum, hver heldur almenningur að borgi þennan svokallaða bankaskatt? Jú, auðvitað borgar almenningur. Bankarnir verða að bjóða viðskiptavinum sínum, almenningi, lakari kjör vegna þess að þeir verða að standa straum af skattinum. Það væri betra fyrir almenning að ríkið setti strangari reglur um bankarekstur til þess að koma í veg fyrir bankarán eins og urðu þegar einhverjum vitringi datt í hug að gefa einka aðilum bankana sem var upphafið að allri þessari hringavitleysu.
![]() |
Greiði frekar niður skuldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)