Dýr atkvæði

Jæja, ríkissjóður á að borga leiðréttingu sem kemur fámennum hópi til góða. Af hverju? Þessu var lofað fyrir kosningar og það leiddi til þess að ákveðinn flokkur vann stórsigur. Hver borgar? Þú, lesandi góður (ríkissjóður).

Hvort vilt þú frekar að fámennur hópur fái ríkisstyrki eða vilt þú, eins og segir í fréttinni:

"Viðskiptaráð Íslands telur hagkvæmast að nota þá auknu fjármuni sem ríkissjóður kunni að afla á komandi árum til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, en ekki til að leiðrétta skuldir tiltekinna heimila, eins og fyrirhugað er.

„Með þeim hætti skapast sterkari þjóðhagslegar forsendur fyrir afnámi hafta, auknum fjárfestingum og bættum vaxtakjörum,” segir í umsögn Viðskiptaráðs um frumvar"

 

Væri ekki nær að kjósa fólk í ríkisstjórn sem hefur hag lands og þjóðar að leiðarljósi? Eru annars einhverjir á Íslandi sem bjóða sig fram til kosninga sem hafa einhver æðri markmið en að kaupa atkvæði handa sjálfum sér með almannafé? Þeir láta sennilega ekki sjá sig fyrr en almenningur hefur þróast af smábarnastiginu.

Að lokum, hver heldur almenningur að borgi þennan svokallaða bankaskatt? Jú, auðvitað borgar almenningur. Bankarnir verða að bjóða viðskiptavinum sínum, almenningi, lakari kjör vegna þess að þeir verða að standa straum af skattinum. Það væri betra fyrir almenning að ríkið setti strangari reglur um bankarekstur til þess að koma í veg fyrir bankarán eins og urðu þegar einhverjum vitringi datt í hug að gefa einka aðilum bankana sem var upphafið að allri þessari hringavitleysu.

 


mbl.is Greiði frekar niður skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Væri ekki nær að kjósa fólk í ríkisstjórn sem hefur hag lands og þjóðar að leiðarljósi?"

Áttu þá allir bara að skila auðu ?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 25.4.2014 kl. 19:07

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk, Birgir.

Hörður Þórðarson, 25.4.2014 kl. 19:21

3 identicon

Heill og sæll Hörður - sem og aðrir gestir þínir !

Þakka þér fyrir - beinskeytta og þarfa ádrepuna / til handa þessum rumpulýð: sem nú vélar hér með völd og áhrif í landinu - Hörður.

Á - sínum lognu forsendum / sem sviksemi allri.

Birgir Guðjónsson !

Aftur á móti - er hún heldur klén og visin / þín Heimsmynd ágæti drengur.

Með beztu kveðjum - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.4.2014 kl. 20:16

4 identicon

Undir venjulegum kringumstæðum væri það rétt hjá þér, að halda því fram, að bankarnir þurfi að sækja skattinn til viðskiptavina sinna til að geta staðið undir honum.

Hinsvegar þarft þú að átta þig á því að íslenskir bankar njóta ekki bara ríkisverndar frá erlendri samkeppni og allskonar reglugerða sem gera nýliðun erfiða, heldur hafa þeir líka rétt til að bjóða upp á verðtryggð lán. Þetta tvennt gerir það að verkum að íslensk bankaþjónusta er mun dýrari en hún gæti verið við eðlilegar markaðs aðstæður.

Þetta er vandamál íslensku þjóðarinnar í hnotskurn og það skiptir ekki máli hver situr við völdin ef allskonar hagsmuna samtök geta endalaust ginnt fólk útí að hrópa eftir meira eftirliti, ríkisaðstoð, tollvernd og fleira.

Að nota nýjann skatt til að borga niður skuldir ríkissjóðs gerir engum neitt gagn, af því að þá fá ríkis stofnanirnar sem koma í veg fyrir hagvöxt, nýliðun og fjárfestingar að lifa en þær þurfa að deyja til að við getum lifað sómasamlegu lífi.

Pollinn (IP-tala skráð) 25.4.2014 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband