10.12.2010 | 19:16
Til hamingju
Ég vil óska þessu ágæta fólki hamingju með bónusinn. Ég hef hins vegar áhyggjur af því að lítið verði eftir af þessu þegar tillit hefur verið tekið til skatta, útsvars og skerðingum á bótum. Að lokum fara 25.5% af því sem eftir er í vaskinn.
Nota þarf sparnaðarhnífinn í ríksirekstrinum af miklu meiri hörku en hingað til hefur verið gert. Mér finst mikilvægara að greiða fólki sem skapar verðmæti fyrir land og þjóð sómasamleg laun en að halda úti sextíuogþremur þingmönnum, að halda stjórnlagaþing, að halda úti dýrri utanríkisþjónustu og að reka stofnanir sem framleiða ekkert annað en froðu.
260 þúsund kr. jólabónus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Hörður Útgerðarfyrirtæki hafa verið að borga góða jólabónusa, því ber að fagna, ég held að stjórnlagaþing sé þarfaþing þegar fram líða stundir,það þarf að endurskoða utanríkisþjónustu okkar
við erum ekki lengur nafli alheimsins sem við héldum eða talin trú um, ekki í bráð.
Bernharð Hjaltalín, 11.12.2010 kl. 11:56
Takk fyrir innlitið, Bernharð.
Hörður Þórðarson, 12.12.2010 kl. 06:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.