Blóma predíkun Buddha

Lotus

Eittt sinn sem oftar tók Buddha lærisveina sína að tjörn þar sem hann var vanur að predíka. Venjulega talaði hann, en í þetta sinn stóð hann bara og sagði ekki orð. Eftir langa mæðu teygði hann sig í lotus blóm eitt sem óx í tjörninni. Hann tók blómið upp og sýndi lærisveinunum og þeir veltu fyrir sér merkingu þess.

Mahakashyapa, hló. Buddha sagði þá: "Ég hef sagt ykkur allt sem er hægt að segja. Það sem ekki er hægt að segja hef ég gefið Mahakashyapa". Upp frá þessu var ákveðið að Mahakashyapa skyldi verða arftaki Bhudda.

Þessi orðlausa predíkun var upphafið að Zen Buddhisma þar sem áhersla er lögð á að gefa fólki lykilinn að sannleikanum svo að það geti sjálft fundið hann en ekki segja fólki hver sannleikurinn er. Zen prestur kennir ekki staðreyndir, heldur kennir hann hvernig hver og einn getur á sinn hátt nálgast þær.

Sumt er einfaldlega ekki hægt að segja með orðum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband