Það kostar víst þúsundkall að framleiða hann...

Það merkilega við þetta tæki er að þrælar í kína framleiða það fyrir um þúsund íslenskar krónur stykkið, 8USD en á einhvern undraverðan hátt er hægt að sannfæra fólk um að borga margfalda þá upphæð fyrir tækið. Jafnvel þó svo að erfitt sé að greina hvernig það er betra en þeir símar sem fólk er nú þegar með í vasanum. Sumir vilja halda því fra að þetta verði allsherjar flopp:

http://blog.kevinfream.com/2012/09/12/iphone-5-flop/

"So the iPhone 5 is slightly thinner and larger, but here are 20 reasons not to buy one:

  1. The connector is different for charging and communications. Apple can’t come up with anything compelling in new products so they will shamelessly push you into buying all new iPod and iPad and related products with new connectors.
  2. The adapter cables to connect old and new cabling with be $40 and won’t really work well.
  3. Remember the antenna problems of the last model. You better get ready to practice your Vulcan live long and prosper exercises while you use your new iPhone 5.
  4. How about the battery life? Bigger processor and more screen, there’s no way there will be another weak battery life problem.
  5. Bet you’re going to have screen tint issues just like the iPhone 4.
  6. It’s likely the slimmer and bigger screen will even easier to break when bumped or dropped.
  7. Don’t even think about getting near liquid of any kind. Moisture sensors are still by the connector ports so you’re moisture from the car drink tray will still invalidate the warranty even though your iPhone 5 didn’t get wet.
  8. What’s that Siri? You’re still in beta, don’t understand women or thick accents, and pretty much still can’t get it right? That’s what I figured.
  9. Will that infamously slow camera shutter keep you from capturing that important moment?
  10. That tin sound on a loud-speaker probably won’t change how you play music.
  11. Auto-correct is still terrible and the dictionary will continue refuse to learn new words.
  12. Get ready for another batch of really cheesy stock ring tones.
  13. Mail will still likely get archived instead of deleted.
  14. You won’t be able to reliably and effectively schedule meetings or know that you have all of your corporate mail for Exchange, because Apple insists on using their buggy ActiveSync from 2007.
  15. Google is a hated competitor so Google Maps will purposefully remain inaccurate and not close to your destination.
  16. Most of those billions of paid apps are still horrifically bad
  17. Your iPhone 5 will still operate slowly, especially when compared to Android or Windows Phone.
  18. iTunes randomly wipes all your data like before when you try to do an update.
  19. iCloud sync will reliably remove all of your Outlook contacts.
  20. iPhone 6 will be out next year and have the 5 things Apple already had developed and know people wan,t but of course aren’t features of iPhone 5."

Getur enhver sagt mér af hverju ég á að kaupa þennan síma þegar ég er þegar kominn með góðan snjallsíma?

 


mbl.is Hvað er svona merkilegt við iPhone 5?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó ég sé sammála þér að verðið sé hátt ætla ég að leiðrétta eitt í þessari færslu. Þessar þúsund krónur sem þú talar um er aðeins hluti af framleiðsluferlinu, þ.e.a.s. samsetningin sjálf. En framleiðslan á öllum íhlutunum í símanum, svo sem örgjörvi, minni, batterí, móðurborð, skjár, o.fl. o.fl. er engu ódýrari en hjá samkeppnisaðilunum. Fyrir utan að það liggur óbeinn kostnaður í rekstrinum á verksmiðjunum þar sem allir þessir hlutir eru framleiddir, allt frá viðhaldi á stórum vélum og tækjum til launum húsvarðarins sem slekkur ljósin á kvöldin.

Varðandi þessa upptalningu...

Atriði 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 og 13 eru hreinar getgátur. Atriði 16 er ég ekki sammála, ég er einmitt ánægður með úrvalið. Atriði 17 er einfaldlega rangt. Hef ekki lent í neinu í líkingu við atriði 18 og 19. Restin er debatable, eins og þeir segja í Ameríku.

En hvað sem öðru líður er ég sammála því að þessi tæki eru roooosalega dýr.

Jón Flón (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 09:17

2 identicon

Hvaða kjaftæði er þetta, þetta er stór hluti kolrangt, ætli manneskjan sem skrifaði þetta sé ekki bara einn af öfundsjúkum framleiðendum ?

Jóhann Helgi Ólafsson (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 15:39

3 identicon

Þú átt það ekki. Ef maður á snjallsíma góðan (snjall)síma fyrir er engin ástæða til að skipta.

Annars er þessi listi ekkert nema getgátur. Hvernig er hægt að skrifa þetta um síma sem ekki kemur í sölu fyrr en á morgun.

Í þriðja lagi verð ég að gera athugasemd við þetta með 8 dalina. "Chinese workers make $8 on each iPad Sale" er fyrirsögn sem ég fann á netinu. iPad er náttúrulega ekki það sama og iPhone, en líklegast er þóknunin svipuð. Þá er eftir ALLT annað:

1) Hugmyndin (uppskriftin) - hjá Apple starfa þúsundir hönnuða, tölvunarfæðinga og fleiri "fræðinga" sem vinna við að hanna símann. Það er ekki einfalt verk að hanna síma sem þarf að vera hraður og öflugur samhliða því að vera léttur og áferðarfagur.

2) Hráefnið - Það gefur auga leið að plast, járn, linsur og fleira í símanum kostar mun meira en þúsund kall í innkaupum.

3)Flutningur til Evrópu, tollar og vaskur.

Þannig að ég get ekki alveg tekið undir þetta með þúsndkallinn, þótt ljóst sé að fyrirtækið smyr vel á vöruna í lokin, eins og símabúðirnar reyndar líka.

Alexander (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 16:02

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk fyrir svörin. Ég skal ekki dæma um listann. Hins vegar verð ég að segja að ég minnist sögunnar um nýju fötin keisarans þegar ég les um þennan nýja síma. Apple virðist ekki geta benta á neinar framfarir en fólk á að kaupa símann, af því bara, bara af því hann er svona æðislegur. Ef fólk gengur um með hundraðúsunkall eða eitthvað álíka í vasanum sem það getur spreðað í hluti sem eru bara ný útgáfa af því sem það á nú þegar, þá er efnahagurinn í góðu lagi og ekkert við það að athuga.

Ég bý svo vel að eiga ágætan síma en ef ég væri að leita eð nýjum myndi topp síminn frá HTC vera efst á blaði hjá mér en næst á eftir Samsung. 

Ef reiknað er með öllum kostnaði býst ég við að það ætti að vera hægt að selja þennan síma fyrir um 20 þúsund krónur stykkið og þá ættu allir að geta verið sáttir, maðurinn sem slekkur ljósið í verksmiðjunni, hluthafar Apple og seljandinn á íslandi.

Apple hefur ekki blásið út í að verða stærsta fyrirtæki bandaríkjanna án þess að smyrja gríðarlega á vörurnar sem það framleiðir.

Hörður Þórðarson, 13.9.2012 kl. 18:39

5 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Skemmtilegar getgátur með galla síman þótt flestar séu byggðar á veikum forsendum.

Varðandi verði þá fann ég fyrir þig á netinnu áætlaðan íhlutakostnað fyir iPhone 4s (menn eru ekki komnir með iPhone 5 í hendurnar til að gera svipaða kostnaðaráæltlun) en íhlutirnir ósamsettir kosta um $188 sem er í kringum 23 þúsund krónur,en þá á eftir að hanna símann, flytja hann milli landa, borga sölufólki, hanna og framleiða umbúðir, borga fyrir hin ýmsu einkaleifi osfr.

Íhlutakostnaður Galaxy III er talin vera um $15 hærri og munar þar mest um skjáinn.

Sigurður Ingi Kjartansson, 14.9.2012 kl. 09:05

6 identicon

Hæ félagar þetta er frekar skemtileg umræða hjá ykkur en ef þú kaupir vöru segjum t.d. iPhone 5 sem þeir frá Apple eru búnir að segja að geta unnið allt að tvisvar sinnum hraðar og batteríið eigi að endast lengur o.s.f (upplisýngar er að fynna á heimasíðu apple.com ) ef þetta stenst ekki þegar þú kaupir vöruna og það kemst upp að þeir eru að ljúga. hvernig haldiði að það muni koma fram í hlutabrefum fyrirtækisins? jú ég er ekki að neita fyrir að flestir eða allavega margir eru til í að gleypa allt en það gengur í báðar áttir. það er mjög gott að fólk er að leita af göllum í öllu sem er búið til en þá vill allavega ég fá eitthver góð rök og góðann grunn fyrir gagnrýninu.

P.s.  ég er ekki iHluts eigandi bara til að hafa það ég hreinu ég á Sony Ericsson (Android)

Róbert Daði Helgason (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 03:59

7 identicon

þetta er fáránlegt. Ég mundi ALDREI kaupa þetta rusl. Ég á síma frá Nokia sem er þriggja ára. Hann kostaði 13 þúsund og virkar enn. þegar hann er búinn þá mun ég kaupa e h síma í svona 12 til 15 þúsund. 180 til 210þúsund fyrir síma? Nei takk. Enda á ég nóg af peningum sem fara í aðra vasa enn í vasa þrælahaldara í U S A.

óli (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 14:31

8 Smámynd: Einar Solheim

Þetta er nú meira ruglið. Hér er íhlutaverðið á iPhone 5:

http://www.idownloadblog.com/2012/09/14/16gb-iphone-b-bom-168-ubm-techinsights/

...samtals 168 USD.

Til viðbótar við þetta er samsetningarkostnaður, yfirstjórn, hönnunarkostnaður, markaðskostnaður, o.s.frv. Held því að verðið sé bara nokkuð sanngjarnt, sérstaklega annarsstaðar en á Íslandi. Apple getur sjálft stýrt verðinu á öðrum mörkuðum þar sem þeir selja símann í gegnum apple-vefsíðuna. Ekkert slíkt hindrar íslenska söluaðila í að okra á símanum. Þetta aðhald Apple tryggir reyndar að álagnin söluaðila er óvenju lág - sem reyndar verður til þess að þeir vilja frekar troða flestum öðrum símum upp á fólk.

Og gaman að benda Róberti Daða Helgasyni á að iPhone5 hefur verið metinn af Geekbench og reynist reyndar gott betur en tvöfalt öflugri:

http://www.macrumors.com

Sérlega skemtilegt líka að þessi ömurlegi sími skuli hafa selst jafn mikið á fyrstu 24 klst. og allir aðrir iPhone símar frá upphafi gerðu á fyrstu 24 klst.:

http://9to5mac.com/2012/09/17/apple-announces-iphone-5-preorders-hit-two-million-in-24-hours/#more-240815

Kanski ef ástæðurnar hér að ofan hefðu verið 21 - það hefði kanski gert gæfumuninn :)

Einar Solheim, 17.9.2012 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband