Venjulegir ökumenn (tillitslausir fautar) þurfa þjálfun

Að mínum dómi er vandinn miklu frekar sá að venjulegir ökumenn vita ekki hvernig þeir eiga að bregðast við þegar þeir sjá blikkandi ljós og heyra sírenur. Þeir eiga að hægja á sér og fara eins langt út í kant og auðið er, helst nema staðar. Er það ekki brot á umferðalögum að gera slíkt ekki? Ef lögreglan vill meira öryggi í þessum forgangsakstri ætti hún að gera herferð til að kenna fólki hvernig það á að bregðst við honum. Mér fyndist rétta að láta þá sem ekki víkja fyrir lögreglu og sjúkrabílum fá háar sektir og missa ökuskírteinið um skeið meðan þeir læra hvernig ber að haga sér í umferðinni.

Satt að segja finnst mér það miklu alverlegri og hættulegri glæpur að víkja ekki fyrir sjúkra eða lögreglubíl í forgangsakstri en að keyra á 111 km hraða á Tvíbreiðum Keflavíkurveginum.

Ég las í annari frétt: "Ég kom tvisvar að biðskyldumerki og þar þurfti ég að stoppa sjúkrabílinn því þeir sem voru á aðalbrautinni gáfu ekki færi á að hleypa manni inn á."

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/08/10/fair_vikja_fyrir_sjukrabilum/

Þeir sem eru svona vitlausir eða tillitslausir fautar að þeir víkja ekki fyrir sjúkrabílum eiga ekki að vera með ökuskírteini. 

Hvenær ætlar lögreglan að fara að taka á akstri sem veldur raunverulega hættu og hætta að eltast við fólk sem keyrir með fullri athygli, keyrir miðað við aðstæður en fer ögn hraðar en uppsettur hámarkshraði?

Er mikilvægt að passa að fólk keyri ekki of hratt? Já, ef þú vilt fjölga dauðaslysum. Í Ástralíu og Bandaríkjunum er reynslan sú að ef sett voru hraðatamörk á vegi þar sem hraði var áður ótakmarkaður og lögregla fengin til að fylgja því eftir, þá stór fjölgaði dauðaslysum.

http://www.thetruthaboutcars.com/2009/07/australia-deaths-go-up-after-speed-limits-imposed/

"Up until 2007, rural freeways in the Northern Territory, Australia had no speed limit. Claiming that speed limits were essential to saving lives, the state government imposed a 130km/h (80 MPH) limit on the Stuart, Arnhem, Victoria and Barkly highways and a 110km/h (68 MPH) speed limit on all other roads, unless otherwise marked lower. Despite the best of intentions, however, the number of road deaths actually increased 70 percent after the change — despite worldwide drop in traffic levels"

Mig langaði bara til að koma þessu að, úr því ég er hérna á annað borð. Meiri hraðasektir og meiri peningar í kassann = fleirri líkkistur.


mbl.is Forgangsakstur bráðhættulegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Eg er buin ad taka trju bilprof um ævina a mymunandi økutæki og i 2 løndum,og tetta var nu hluti af kensluni i øll skiftin ad madur ekur til hlidar eda stopar tegar kemur bifreid i forgangsakstri,tad er ekki skilda ad vikja ut i kant en ækilegt ef møgulegt er,ef kki er møgulegt ad vikja ut i kantin ta ber manni skilda til ad stødva økutækid svo sa sem er i forgangsakstri geti keirt framhja an vandræda.

Tetta er bara enn eitt dæmid um hvernig frumskogaløgmalid gyldir i Islenskri umferd,einn skrifadi um dagin ad hann hefdi oft tekid hægri beygju a raudu ljosi,og ad hann yfirleitt ekki stopadi vid stoppmerki hann var svo brattur ad seigja ad hann væri godur økumadur af tvi ad hann aldrei hafdi keirt a neinn,ad visu hafdi hann bakad einn hjolreidamann nydur einusinni em tad taldi ekki med

Islendingar margir hverjir virdast lika hava afar alvarlegan sjukdom i stefnuljosahandlegnum,allavegna eru taug yfirleitt ekki notud

Sat i rød vid hringtorg med 8 bil fyrir framan mig ekki 1 einn gaf stefnuljos hvorki inn i hringtorgid eda ut ur tvi,eg hef keirt i mørgum løndum,en mikilmenskan og frekjan i mørgum Islenskum økumønnum er tad versta sem eg hef kinst,og umferdamenningin er eins og eithvad sem keift er i sjalfsala

Þorsteinn J Þorsteinsson, 20.11.2012 kl. 21:32

2 Smámynd: Gísli Sigurður

Því miður er það bara ekki svo að bifreiðar sem aka í forgangsakstri eigi rétt á einhverri sérmeðferð í umferðinni.

Öll umferðarlög gilda þó að blá blikkandi ljós og sírena sé í gangi. Með þeim búnaði er einfaldlega verið að biðja um forgang í umferðinni og ber fólki í rauninni meiri skylda samfélagslega heldur en lagalega að víkja og veita þann forgang sem beðið er um.

Svo eru bara sumir í umferðinni sem einfaldlega skilja ekki mikilvægi þess að hinkra í nokkrar sekúndur til að veita þann forgang.

Gísli Sigurður, 20.11.2012 kl. 22:03

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Virðum forganginn eins og okkur er best unnt, ætlum öðrum að gera það líka.

Sigurður Haraldsson, 21.11.2012 kl. 00:16

4 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Gisli Sigigurdur.tetta er ekki rett.

Umferdaløg  1987nr 5030.Toku gildi 1 Mars 1988

8 Gr.Neydarakstur(tad er Løgregla sjukrabilar og adrir sem eru i neydarakstri)

Nu notar økumadur økutækis serstøk hljod eda ljosmerki,til aksturs.SKULU ta vegfarendur vikja ur veigi i tæka tid,økumenn skulu nema stadar i tæka tid

Tetta getur nu varla verid skirara,audvitad ber mønnum skilda til ad stoppa eda vikja fyrir neydarakstri.tetta ættu allir ad vita sem hafa feingid økuskirteini

Nu fer eg ad skilja vøntun a td stefnuljosanotkun tad hefur liklega gleimst ad seigja fra til hvers taug væru tegar kent var til Bilprofs

Þorsteinn J Þorsteinsson, 21.11.2012 kl. 06:38

5 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Økumenn økutækis i neydarkeirslu eru undanteignir A fyrstu malsgrein 5 gr.ss.Økutæki i neydarakstri er einnig undanteigin,leidbeiningum sem gefin eru med umferdamerkjum ,umferdaljosum td vid  1mgr 5gr um ad fylgjaleidbeiningum sem gefnar eru med umferdaljosum umferda merkjum sem dæmi

B IV kafla. Umferdareglum fyrir økumenn

c V kafla um hrada økutækja

En audvitad ber teim ad syna varud tad er svo annad mal.

Þorsteinn J Þorsteinsson, 21.11.2012 kl. 07:01

6 Smámynd: Gísli Sigurður

Að sjálfsögðu skal fólk víkja, það er ekki það sem ég meinti. Vandamálið er einfaldlega það að það er ekki margt sem hægt er að gera ef fólk víkur ekki fyrir forgangsakstri í umferðinni.

Þetta með umferðarreglurnar sem þú nefnir í seinni athugasemd þinni er skv. minni þekkingu ekki rétt.

7. gr.

Umferðarreglur í neyðarakstri.

Við neyðarakstur getur ökumaður, við aðstæður þar sem hann telur það mjög brýnt, látið hjá líða að fylgja eftirfarandi ákvæðum umferðarlaga, enda gæti hann samtímis sérstakrar varúðar:

a. 1. mgr. 5. gr. um að fylgja leiðbeiningum fyrir umferð sem gefnar eru með umferðarmerkjum, umferðarljósum o.þ.h.,

b. IV. kafla um umferðarreglur fyrir ökumenn, og

c. V. kafla um ökuhraða.

Þú sérð vel á orðhætti þessarar greinar að allar umferðarreglur gilda þó að ökumaður bifreiðarinnar fari ekki eftir þeim.

Ökumaður í forgangsakstri sem kýs að brjóta umferðarreglur (biðskyldur, stöðvunarskyldur, rauð ljós o.þ.h.) er ekki í rétti ef eitthvað kemur uppá.

Forgangur og réttur er ekki það sama.

Gísli Sigurður, 21.11.2012 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband