10.5.2013 | 01:17
Eru Talíbanar við stjórn í USA?
Getur einhver sagt mér hvenær Talíbanar náðu völdum í USA? Þeir hljóta að ráða lögum og lofum þarna úr því að konum sem dirfast að storka þeim með því að sýna líkamann er harðlega refsað.
"Sprauer var beðin, af skólastjóranum Alfred Fabrizio, að segja upp störfum sínum samstundis eftir að hún viðurkenndi að hafa tekið setið fyrir á fyrrnefndum glansmyndum."
Vonandi verður kona þessi ekki grýtt ef hún yfirgefur föðurhúsin aftur áður en hún er gift, eða sést á almannafæri án þess að vera í búrku sem hylur syndsamlegan líkamann. Vonandi fellur Fabrizio ekki aftur í þá gryfju að ráða konu sem hefur farið út fyrir hússins dyr í sundfötum.
Kennari rekin eftir glansmyndatöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta hljómar eins og ef að einhver kennari hefur farið út fyrir dyr á sundfötunum og einhver náð mynd af honum þá á hann von á því að vera rekinn. Hvernig getur þetta rugl verið löglegt?
Mofi, 10.5.2013 kl. 18:34
Ég skil það ekki, Mofi. Líklega gæti kennari þessi sótt skólann til saka fyrir ólögmætan brottrekstur, enda virðist hún ekki hafa gert annað an að láta taka myndir af sér í sundfötum. Gaman væri að fá nanari upplýsingar um þetta, til dæmis um það hver kvartaði yfir þessu. Getur verið að einhverjum öðrum konum hafi þótt kennari þessi of falleg og viljað setja stein í götu hennar þess vegna...
Hörður Þórðarson, 10.5.2013 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.