Windows 8 eitt stærsta flopp sögunnar.

Það er með ólíkindum að fyrirtæki á borð við microsoft skuli hafa látið frá sér fara vöru á borð vil Windows 8. Hvað voru þeir eiginlega að hugsa? Ég held að þeir ættu ekki að reyna að laga þetta, heldur halda áfram að þróa nothæft stýrikerfi fyrir tölvur, til dæmis Windows 7, og henda Windows 8 í ruslið. Sagt er, "you can´t polish a turd".

"WARNING!!!!! Do not install Windows 8. If you are still using Windows 7, STOP. Continue using it. Windows 8 is a PC breaker. If you want a frustrating experience, then install Windows 8. If you want to break your PC just through it out a second story window. It will be less stressful."

https://www.facebook.com/IHateWindows8

 

Til skemmtunar;

http://www.youtube.com/watch?v=69RllXjCL6o&feature=related

http://www.youtube.com/watch?v=mNVsn1P4GlM


mbl.is Windows 8,1 væntanlegt í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meiri þvælan í þér maður, ég kann alveg ágætlega við win 8, er að keyra win 8.1 í dag sem er enn betra. Vinnufélagarnir eru allir komnir í win 8 líka, meira að segja þeir sem voru eitthvað að þverhausast í byrjun.
Ekki séns að við förum til baka í fyrri útgáfur, þetta keyrir allt sem sett er á það og td með leiki þá eru þeir oftar en ekki meira "smooth".
Þeir sem vilja halda í desktop og það geta það hérumbil, tölvan keyrir upp á desktop,  start takki með helstu aðgerðum er í þessu svo geta menn fengið sér "classic" start takka ef menn vilja

Hlægilega hallærislegur pistill hjá þér :)

DoctorE (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 08:39

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk fyrir innlitið.

Hörður Þórðarson, 21.8.2013 kl. 19:38

3 Smámynd: Einar Steinsson

Windows 8 er grjótstabílt kerfi með mörgum góðum nýungum og endurbótum frá sjöunni. Ég hef ekki áður komist í kynni við stýrikerfi sem er jafn stabílt og vandræðalaust frá fyrsta degi. Það sem fer í taugarnar á mörgum er blessað "Metro" kerfið sem er hannað fyrir tæki með snertiskjái og mistökin hjá MS er að reyna að troða því upp á fólk sem vinnur við hefðbundnar vinnustöðvar. En það er lítið mál að komast framhjá því og eftir stendur mjög gott stýrikerfi. 8.1 sem kemur opinberlega út í haust bætir úr mörgum þeim ágöllum sem kvartað hefur verið yfir þar á meðal skorti á "START" takka.

Þú kallar eftir að MS þrói áfram Windows 7 en það er akkúrat það sem Windows 8 er, ekki láta gluggakerfið og sölunafnið plata þig, þróunin sérst ef raunverulega útgáfunúmerið er skoðað:

Windows 2000 er Windows útgáfa 5.0

Windows XP er Windows útgáfa 5.1

Windows Vista er Windows útgáfa 6.0

Windows 7 er Windows útgáfa 6.1

Windows 8 er Windows útgáfa 6.2

Einar Steinsson, 22.8.2013 kl. 21:39

4 identicon

Þeir sem amast mest yfir þessu hafa ekki einu sinni gefið þessu neinn séns, maður sér menn skrifa: Ég setti upp windows 8 og tók það út eftir hálftíma.
Ég var smá WTF fyrst eftir að ég setti það inn en það var fljótt að breytast, ég taldi mig líka þurfa "Start" takkann en það hefur líka breyst, ég er fljótari að nota "Windows" lykilinn og skrifa til að finna það sem ég þarf.
Í dag er ekki smuga að ég fari á win 7 aftur, ekki ein einasta smuga, ég er með Desktop og svo "metroið" líka þegar hentar, bara vitleysa að vera svona mikið á móti þessu :)

DoctorE (IP-tala skráð) 23.8.2013 kl. 11:44

5 identicon

Mér hefur sýnst það sameiginlegt hjá þeim sem hallmæla Win8, að þeir hafa aldrei prófað það.

Þeim hefur bara verið sagt að það sem ómögulegt.

Keyri Win 8 í dag og hef gert frá því það var gefið út. Besta stýrikerfi MS hingað til !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 26.8.2013 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband