Endalok frelsis

Notkun á reiðufé er lykill þess að fólk geti gert það sem það vill gera án afskipta annarra, til dæmis yfirvalda og án þess að aðrir hafi upplýsingar um það hvað fólk notaði peninga til að gera. Ef hætt verður að nota reiðufé merkir það endalok friðhelgi einkalífs fólks og endalok frelsis.

Hvers vegna endalok frelsis? Vegna þess að yfirvöld munu það geta með einu einu pennastriki tekið hluta eða alla þá rafrænu peninga sem þau vilja. Þú hefur ekki lengur frelsi til þess að gera neitt án þess að stóri bróðir vita hvað þú varst að gera. 

Ef fólk vill vera eins og rottur í búri sem fylgst er með allan sólarhringinn og eigandinn getur refsað eða umbunað þeim að vild, þá ætti fólk að styðja reiðufjárlaust samfélag.

Eftir að hafa búið nokkur ár í Noregi skil ég vel að svona hugmyndir skuli koma þaðan. Þeir eru margir þar sem eru hræddir við að vera sjálfstæðir og vilja vera undur stjórn æðra valds. Þeir óttast líka aðra, sem vilja ekki beygja sig undir þetta vald. Það verður að setja þá alla í hlekki.


mbl.is Vill hætta notkun á reiðufé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég tek undir þetta með undirlægjuháttinn í Noregi þar sem ég bý þar sjálfur og skynja þetta sama. En það setur mig enginn í hlekki.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.11.2013 kl. 20:16

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Norðmaðurinn Kjetil Staalesen, ráðgjafi hjá Samtökum fjármálamarkaðarins í Noregi, segir að... reiðufé hvetji til glæpa og rána og styðji undir svarta hagkerfið og skattsvik."

Þetta eru best rökin hingað til fyrir því að nota einmitt reiðufé! Allavega á Íslandi þar sem það er forgangsatriði að forða peningum frá bankakerfinu, því peningar sem þar eru geymdir gera nákvæmlega ekkert annað en að hvetja til glæpa og rána og styðja undir skipulögð glæpasamtök og til þess að fjármagna efnahagsleg hryðjuverk gegn landsmönnum.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2013 kl. 23:07

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég þakka innlitið og góðar athugasemdir.

Hörður Þórðarson, 19.11.2013 kl. 03:41

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Næst verður kannski að sína það á korti hvenær hjón njóta ásta, þá er frelsissviptingin algjör. Nei mér datt þetta svona í hug!!

Eyjólfur G Svavarsson, 22.11.2013 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband