50 þúsund í súginn?

Hvað um þá sem eru ný búnir að asnast til að kaupa svona fón fyrir 159.900? Fá þeir 50 þúsund kallinn tilbaka? Er fólk ekki að fara að sjá hversu mikil heimska það er að borga svona mikið fyrir símtæki þegar hægt er að fá þau miklu ódýrara ef það er ekki æfónn?
mbl.is iPhone 50 þúsund kr. ódýrari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=FL7yD-0pqZg ennþá relevant, hehehe.

Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 29.11.2013 kl. 17:24

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

LoL, takk.

Hörður Þórðarson, 29.11.2013 kl. 17:44

3 identicon

Af hverju ættu þeir að fá peninginn til baka? Svona virkar bara markaðurinn. Ég hef alveg lent í að versla mér vöru sem fer á útsölu daginn eftir. Það er bara óheppni. Símafyrirtækin gátu ekki selt tækin á lægra verði þegar þau voru að kaupa þau í gegnu milliliði sem taka líka e-ð fyrir sinn snúð en nú kaupa þau beint frá apple og geta þ.a.l. boðið hagstæðara verð. Sambærilegir símar kosta svo líka bara mjög svipað eða það sama...

Magga (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 10:36

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Af hverju ferðu ekki tilbaka og borgar þeim bara 50 þúsund kall í viðbót, Magga?...

Kannski ættu þessir "milliliðir" að bæta skaða þeirra sem eru nýbúnír að borga 159.900.

Hörður Þórðarson, 30.11.2013 kl. 20:53

5 identicon

Hverjum á ég að borga 50 þús kall og í viðbót við hvað, um hvað ertu að tala?

Milliliðirnir eru aðilarnir sem að fyrirtækin hér heima versluðu af áður en samningar náðust við apple. Þau voru s.s. ekki að versla af apple, heldur öðrum fyrirtækjum sem hafa samning við apple og selja svo tækin áfram til þeirra sem ekki hafa fengið slíka samninga. Milliliðirnir borga þá grunnverðið og græða svo e-n pening á að selja þetta áfram. Fyrirtækin hér heima hafa lagt lítið sem ekkert á símtækin... Kynntu þér bara málið almennilega ef þú hefur svona miklar áhyggjur af þessu...

Magga (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 14:39

6 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég hef engar áhyggjur, enda dytti mér ekki í hug að borga svona mikið fyrir síma. Ég vorkenni bara þeim sem eyddu svona miklu í milliliðina. Það er gott a vita að "Fyrirtækin hér heima hafa lagt lítið sem ekkert á símtækin." Ég býst við því að stjórendur þeirra stundi góðgerðarstarfsemi grimmt og verði fljótt teknir í dyrlingatölu fyrir góðmennsku og fórnfýsi. Já, þeir eru á stalli með fólki á borð við móðir Teresu. Ég vökna.

Í raun finnst mér þeir þó hafa verið óttalegir aular. Íslendingar virðast upp til hópa vera þannig að þeir eru til í að borga hvað sem er fyrir að vera með flottari síma, bíl, flatskjá, etc., en Jón í næsta húsi. (Skítt með það þó að allar forsendur bresti og þeir þurfi að fara vælandi til alþingis og heimta leiðréttingu.) Þeir hefðu átt að semja beint við Apple og selja síman svo á 140.000 eða svo, láta kúnnana fá aðeins betra verð og stórgræða svo mikið sjálfir að þeir geti keypt sér flottari jeppling en nágraninn. Það er jú "the Icelandic dream".

Hörður Þórðarson, 11.12.2013 kl. 03:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband