30.11.2013 | 21:21
Ætti fólk ekki að leiðrétta sig sjálft?
Ég velti því fyrir mér hvað gerist ef einhver kaupir hús og fasteignin hækkar síðan í verði, þannig að verð hússins eykst í hlutfali við lánið og kaupandinn græðir. Verður kaupandinn þá að borga gróðann í sjóð sem verður notaður til að leiðrétta tapið þegar fasteignir lækkar í hlutfalli við lán?
Mér fyndist það sanngjarnt, úr því fólk fær bætur fyrir tapið þegar fasteignir lækka í hlutfalli við lán.
Kannski væri betra að láta fólk bera ábyrgð á eigin gjörningum. Best væri að fólk notaði góðæri til að spara til mögru árana. Þá gæti það leiðrétt sig sjálft.
Annars er þessi leiðrétting ekki upp á marga fiska. Fyrir fjórar milljónir er hægt að kaupa farsíma, flatskjá, tölvu, ferð til útlanda og partí, varla mikið meira. Ég hefði viljað minnst 40 milljónir, mér finst þeir ekki alveg vera að standa sig í atkvæðakaupunum...
Greiðslubyrði lána lækkar strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.