7.4.2016 | 19:54
Á nú fyrst að fara að rannsaka þetta?
Ég fagna þessum yfirlýsingum Sigmundar.
"Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segist vilja að allar upplýsingar í tengslum við Panamaskjölin verði gerð opinber svo hægt sé að komast að raun um hverjir hafi staðið skil á sköttum til samfélagsins og hverjir hafi eitthvað að fela."
Hann verður þá væntanlega fyrstur til, og birtir "svokallaðar CFC skýrslur við skattaframtöl sín og eiginkonu sinnar, sem sýna fram á hvort gefnar hafi verið upplýsingar um eign í félaginu Wintris til skattayfirvalda."
Er það ekki svolítið skítlegt eðli, að þræta fyrst fyrir að hafa verið með hendina í kökuboxinu en þegar hann sjálfur er gripinn glóðvolgur, þá fyrst á að fara að rannsaka alla hina sem hafa stundað það sama?
Vill láta birta öll Panamaskjölin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann ætti að sjálfsögðu að sýna af sér gott fordæmi með því að verða fyrstur til að birta upplýsingar sem sanna að hann hafi "hafi staðið skil á sköttum til samfélagsins" eins og hann orðar það.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.4.2016 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.