Skrýtnar aðgerðir

Ég á satt að segja erfitt með að sjá tilganginn með þessum aðgerðum. Eins metra fjarlægðarregla er algerlega gangslaus. 200 manna samkomutakmörkun virðist einnig vera furðuleg og tilgangslaus. Smitast Covid ekki ef færri en 200 eru á staðnum? Vonandi fara yfirvöld að haga sér af einhverri skynsemi og gera hluti sem hafa gang og tilgang. Til dæmis:

1. Bólusetja eins marga og hægt er.

2. Banna samkomur þeirra sem eru varnalausir gegn Covid, vegna þess að þeir hafa ekki fengið Covid eða eru ekki bólusettir. Aðrir geta gert það sem þeir vilja, enda er áhættan þá lítil.

3. Vernda þá sem vegna undirliggjandi þátta eru í hættu ef þeir smitast af Covid.

Bann við samkomum ungs bólusetts fólks virðist vera óþörf skemmdarverkastarfsemi.

Að lokum, tveggja metra regla hefur nákvæmlega engan tilgang. Engin rannsókn er til sem sýnir að tveir metrar séu næg fjarlægð til að koma í veg fyrir smit. Það er hægt að setja svona reglu en heldur einhver að fólk muni fara eftir henni? Ekki held ég það. 

Flakk um landið með flugvélum er góð leið til að dreifa veirum og eyða peningum... 


mbl.is 200 manna fjöldatakmarkanir og styttur afgreiðslutími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Bann við samkomum ungs bólusetts fólks virðist vera óþörf skemmdarverkastarfsemi."

Alls ekki, því frá þeim stafar mesta hættan, það eru þau sem standa fyrir hinni raunverulega skemmdarverkastarfsemi með því að flytja veirur inn í landið og dreifa smitum.

Það sem er lang skrýtnast við þessar aðgerðir er að þær skuli ekki vera afmakaðar við uppsprettur hættunnar og íþyngi þar með öllum öðrum að óþörfu.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.7.2021 kl. 22:25

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Það er auðvelt að verjast hættunni frá bólsettu fólki. Það er einfaldlega gert með því að bólusetja sig líka. Það er ekki lengur hægt að verja sig á annan hátt vegna þess að þessi veira er komin og það er búið að dreifa henni. Fólk mun smitast og þessar aðgerðir eru einungis hannaðar til að hægja á smitum, ekki koma í veg fyrir þau. 

Ef þú ert ekki bólusettur, Guðmundur, þá mæli ég með því að þú látir gera það, svo að þú þurfir ekki að hafa hyggjur af "hættu" frá bólusettu fólki.

Hörður Þórðarson, 24.7.2021 kl. 02:08

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einnig er hægt að verjast smithættu með því að hegða sér skynsamlega, svo sem með því að halda fjarlægð við aðra á almannfæri, forðast sameiginlega snertifleti, nota olnbogann frekar en hendina alltaf þegar það er hægt, temja sér snertilaus viðskipti, iðka handþvott og spritta hendur inn á milli, ásamt fleiru. Þeir sem hafa lagt það á sig í næstum eitt og hálft ár og hafa þannig ekki stuðlað að neinni dreifngu veirunnar hljóta nú að eiga réttmæta kröfu til samfélagsins um vernd frá þeim sem mesta hættan stafar nú frá, hinum bólusettu.

Heilsufarsupplýsingar mínar koma ekki öðrum við. Ég reyni sjálfur að taka upplýstar ákvarðanir en engin þeirra getur breytt því sem þegar er orðið.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.7.2021 kl. 02:29

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk fyrir svarið, Guðmundur. Þessar aðferðir sem þú nefnir eru ágætar, en því miður er delta afbrigðið af Covid meira smitandi en fyrri afbrigði. Ég óska þér alls hins besta.

"“In an indoor space where the ventilation isn’t adequate, somebody with the infection could have come and gone, but the virus is still lingering in the air. So if you walk through that area and you breathe that air, you could get infected.”

 

The Covid Delta variant: how effective are the vaccines?

Read more

Both Macintyre and Baxter point to the need for more focus on airborne transmission – particularly in the winter months.

“People are still kind of stuck in that mindset of hand sanitiser and washing your hands, when actually the message we need to be getting out there is it’s the air you breathe,” Macintyre said.

“Ventilation makes a difference. If you’re having people over, open the window. If you’re driving in a car with people, open the window, even a little bit. Wear masks. It’s the shared air that matters the most.”'

https://www.theguardian.com/australia-news/2021/jun/24/its-in-the-air-you-breathe-what-you-need-to-know-about-sydneys-delta-covid-variant

Hörður Þórðarson, 24.7.2021 kl. 04:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband