Hvað er ríkisstjórnin að gera til þess að halda uppi atvinnu?

Það hlýtur að vera eitt mesta forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að halda uppi atvinnu í landinu. Hefur hún sett saman einhverja heildstæða og skynsamlega stefnu í þessu skyni?

Hefur allt verið gert til þess að halda í þessi störf? Hefur kostnaður verið skorinn niður? Hefur mönnum verið gefinn kostur á að taka á sig launalækkun til að þeir geti haldið starfinu? 

Að segja fólki einfaldlega upp án þess að kanna alla aðra kosti fyrst er ábyrgðarleysi. Það er ekki ódýrara fyrir þjóðarbúið að borga atvinnuleysisbætir og bera kostnað við aukið álag á heilbrigðiskerfið sem hlýtur að myndast þegar mikill fjóldi fólks er atvinnulaus.

Nú á tímum niðurskurðar hjá flestum fyrirtækjum er erfitt að gera sér grein fyrir því hvert þeir sem nú missa störfin eiga að snúa sér. Er ætlast til þess að þeir flytji af landi brott?


mbl.is Uppsagnir hjá Gæslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband