Hvílik dirfska....

Jæja... Ég verð að viðurkenna að þeim mun fleiri fréttir sem ég les um þessi fjármál, þeim mun meiri furðu er ég lostinn.

Ísland er lítið land og lítið samfélag. Mér er það spurn hvernig menn sem hafa orðið uppvísir að því athæfi sem segir frá í þessari frétt, og þjóðin er núna að borga fyrir, geta látið sjá sig á almannafæri? Það væri eins og að ganga um með kúk í buxunum og allir gætu fundið fýluna.

Hvernig datt þeim í hug að haga sér svona? Hvílík dirfska segji ég. Flestir Íslendingar þekkja þessi orð:

Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.

Þessir menn hljóta að vita þetta. Mér er alveg sama hvað ég á mikla peninga, ef ég get ekki látið sjá mig meða fólks vegna þess að af mér er skítalykt eru þeir einskis virði. Margur verður af aurum api eins og sagt er.

Fara þessir menn í útlegð eða láta þeir sig hafa það að vera þekktir af þessum gjörðum?


mbl.is Milljarðalán án áhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband