Skattaáþján er engin lausn

Það að refsa fólki sem getur unnið og nennir að vinna er óhæfuverk. Ég man eftir því þegar ég var að koma mér þaki yfir höfuðið. Ef ég vann einhverja yfirvinnu lenti það alltaf í hæsta skattflokki og að lokum komst ég að þeirri niðurstöðu að það tæki því varla að leggja á mig aukavinnu því skatturinn hirti það mestallt hvort sem var.

Ef það er raunverulegur vilji fyrir því að efla hagkerfið og "slá skjaldborg um heimilin" ætti ekki að refsa þeim sem reyna að vinna sig upp úr vandanum.   Það verða engir peningar til, til þess að bjarga heimiliunum svo ekki sé talað um heilbrigðis og menntakerfinu ef enginn nennir að vinna. 

Það sem þyrfti að gera er að leggja af störf þeirra sem framleiða ekkert annað en froðusnakk, til dæmis með því að fækka þingmönnum niður í 20 og fá hinum 40 í hendur störf sem skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið.

Íslendingar eru ekki margir og miðað við fjólksfjölda er yfirbyggingin fáranlega þung. Allir góðir sjómenn vita hvað gerist þegar yfirbyggingin þyngist um of. Skipið fer á hvolf og það sekkur.


mbl.is Vill dreifa skattbyrðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er enginn að segja að þeir sem lægri hafa launin seu latir og nenni ekki að vinna! margur hver er mjög duglegur og vinnur eins og skepnur... svo þetta finnst mer mjög illa sagt!

Þar að auki hafa margir mjög há laun fyrir bara 8-16 vinnu og vel það að geta lifað a þvi og ættu þvi lettilega að geta borgað meiri skatta, bara góðir hlutir sem gætu komið frá þvi að hafa skattaþrepakerfi einvhersskonar, skoðaðu bara t.d. hvernig þetta er i danmörkunni! 

Hekla (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 19:38

2 identicon

gleymdi einu...

þekki til folks i dk sem er að borga hæstu skattana (sem er e-ð um 60%) og það er bara sátt við það, þar sem þeir hafa sammt sem áður nóg á milli handanna og vita það að þeir og börnin þeirra geta fengið fría læknisþjónustu og borgað fyrir að vera í námi sem er BARA jákvætt, annað en á íslandi þar sem námsmenn þurfa að taka lán til að geta menntað sig! 

Hekla (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 19:42

3 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

Allar rannsóknir sýna það að framleiðni aukist þegar vinnudagurinn er styttur niður í 8 klst, Starfsmenn fá meiri tíma með fjölskyldu, veikindi minnka og almenn starfsánægja eykst.
Þótt íslendingar séu með lengsta vinnudaginn þá eru við samt með lægstu framleiðni miðað við þær þjóðir sem við berum okkur saman við.
Það á að vera hægt að þrepaskipta skattinn þannig að maður borgi skatt af þeirri upphæð sem fer umfram X upphæð, þannig að maður borgi ekki hátekjuskatt af allri upphæðinni heldur á því sem er umfram þrepið.

Hans Jörgen Hansen, 2.2.2009 kl. 20:27

4 Smámynd: Gunnar Runólfsson

Ég get ekki skilið hvernig er hægt að kall fjölþrepa skattkerfi sanngjarnt og réttlátt. Hvernig getur verið sanngjarnt að einn eigi að borga hærra hlutfall af tekjum sínum í skatt en annar!?!

Og talandi um "góða" skattakerfið í danmörku sem byggir á fjölþrepa kerfi. Nú eru Danir að vinna að því að breyta skattalögunum hjá sér og lækka eða afnema hæstu þrepin. Einmitt vegna þess að kerfið virkar letjandi. Fólk sér að það getur ekki borgað sig að vinna yfirvinnu.

Það er búið að reikna það út að það kemur mun betur út fyrir danska þjóðarbúið að afnema fjölþrepa skattkerfi og hafa bara eitt þrep sem allir greiða eftir. Það hlýtur að liggja í augum uppi að eins þrepa skattkerfi þar sem allir bera hlutfallslega sömu byrðar er það eina sem hægt er að kalla sanngjarnt og réttlátt.

Gunnar Runólfsson, 2.2.2009 kl. 20:43

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Ég get ekki skilið hvernig er hægt að kall fjölþrepa skattkerfi sanngjarnt og réttlátt. Hvernig getur verið sanngjarnt að einn eigi að borga hærra hlutfall af tekjum sínum í skatt en annar!?!"

Takk fyrir þetta Gunnar, eg er alveg sammála.

Það er allt annað mál hvort það er sanngjarnt að Pétur hafi 900.000 í laun en Páll 300.000. Það er mál sem launagreiðendur þurfa að skoða. Íslenskur almenningur þarf að velta því fyrir sér hvort embættismenn og aðrir sem þeir eru með í vinnu (bankastjorar nýju bankanna til dæmis) eigi skilið launin sem þeir þiggja...

Hörður Þórðarson, 3.2.2009 kl. 06:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband