Flokkakerfið er ónýtt.

Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá þetta var, að úr því að Sjálfstæðisflokkurinn fær mest fylgi, þá hljóta hinir flokkarnir að vera ömurlegir.

Mér finnst þetta benda til þess að bylting þurfi að koma til í íslenskum stjórnmálum því þessir flokkar og þetta flokkakerfi er handónýtt, mýglað og komið langt fram yfir síðasta söludag. Best væri að þetta lið færi í fiskvinnu eða eitthvað þess háttar og hleypti nýju blóði að. Þjóðstjórn sem inniheldur duglegt vel menntað fólk sem vill vel og er ekki með gamlar grýlur á bakinu er það sem ég held að þjóðin þurfi. 

Íslendingar eru ekki nema 300.000. Væri ekki rétt að gera úttekt á því hvað marga þurfi til og hve mikið það þurfi að kosta að stjórna svona fámenni? Ég yrði hissa ef niðurstaðan yrði 10% af þeirri upphæð sem nú er hennt í lið sem er ekki hæft til annars en að rífast um það hver gerði hvað árið nítjánhundruðogsúrkál.

Hvað kemur fyrir skip sem er með of þunga yfirbyggingu? Það snýr sér á hvolf og sekkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband