Hvernig væri að ráðast í verkefni sem skapa verðmæti en ekki atkvæði?

Að skapa störf er af hinu góða. Það verður samt að leggja áherslu á að þessi störf skapi verðmæti og að þeim peningum sem varið er til þessa verkefnis sé vel varið og skili hagnaði þegar til lengri tíma er litið. Ef ekki, þá erum við bara að grafa okkur dýpra í þessa skuldaholu sem við erum í.

Ég get séð að verkefni á borð við snjóflóðavarnir, gróðursetning og grisjun og tónlistarhús geti verið til þess fallin að auka við fylgi þingamanna í þeim kjördæmum sem um er að ræða. Þau eru hins vegar ekki góð fjarfesting og munu ekki skila neinum hagnaði til baka. 

Ég held að verkefni sem snúa að samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaðarframleiðslu séu best til þess fallin að skila einhverju af sér. Þó svo að menn kunni að vera vinstrisinnaðir hljóta þeir að geta séð að þjóðin þarf að hafa tekjur til að halda uppi velferðarkerfini.

Þjóðin hefur hvorki tíma né peninga til að ráðast í tapverkefni.


mbl.is Ætla að skapa 4000 ársverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Tek undir þetta, nú þarf að skapa störf sem stuðla að útflutningi og auknum gjaldeyri en ekki verkefni sem aðeins kosta gjaldeyri og skila engu til baka.

Það er svolítið spaugilegt að þeir nefna sérstaklega að það eigi að ráðast í gerð snjóflóðavarnargarðs í Bolungarvík. Það var byrjað á því verki í fyrra þannig að ekki skapar það ný störf núna.

Þetta er bara ómerkilegt kosningahjal.

Aðalsteinn Bjarnason, 7.3.2009 kl. 10:01

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Kærar þakkir fyrir þessa góðu athugasemd.

Hörður Þórðarson, 7.3.2009 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband