27.3.2009 | 19:35
Íslenskur efnahagur stendur vel.
Mikið er gaman að lesa svona fréttir. Eftir alla svartsýnina og rausið um að efnahagur íslands væri hruninn kemur í ljós að nóg er til af peningum. Meira að segja nóg til að hægt sé að gefa öllum sem skulda eitthvað í húsæðinu sínu fjórar milljónir eða svo, hvort sem þeir þurfa á því að halda eða ekki! Fréttir af hruninu eru greinilega stórlega ýktar.
(Hvað á að gefa þeim sem skulda ekki neitt? Sennilega spark í afturendann fyrir að vera svo heimskir að hafa greitt upp lánin sín og rukkun fyrir greiðsluna sem allir hinir fá...)
Hvaðan eiga svo þessir peningar að koma í raun og veru? Jú, þeir eiga að koma úr hægri vasa almennings. Og hvert eiga þeir svo að fara? Jú auðvitað, í hinn vasann. Og hver á að hagnast á þessari leikfimi? Stjórnmálamenn auðvitað!
Ef keyra á ísland endanlega í þrot, koma af stað óðaverðbólgu og rýja landið fullkomlega því trausti sem það hefur eftir í útlöndum, þá er það snilldarbragð að gefa 4 milljónir á línuna, alveg tilvalið...
Eru ekki að koma kosningar annars?
Niðurfelling skulda óhagkvæm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.