Jöfn afskrift hefur ekkert með björgun heimila að gera

Sú hugmynd að afskrifa húsnæðisskuldir jafnt hjá öllum hefur nákvæmlega ekkert með það að gera að bjarga heimilum sem eru í vanda stödd. Hún er sniðin til þess að kaupa atkvæði handa óprúttnum og óábyrgum lýðskrumurum sem ættu að skammast sín.

Það eru til heimili í landinu sem þurfa meira en 4 milljónir til að halda sér á floti. Þau eru sem betur fer í minnihluta. Meirihluti heimila hefur ekkert við þessar fjórar milljónir að gera, nema ef til vill til þess að ferðast til útlanda, kaupa stærri flatskjá eða nýjan bíl.

Það þarf að nota peningana til að hjálpa þeim sem eru raunverulega í vanda. Mikilvægast er að skapa störf handa þeim sem hafa misst atvinnuna og aðstoða þá sem eru komnir í þrot og eru að missa húsnæðið.

Hvaðan eiga þessir peningar að koma? Vonandi eru ekki margir eftir a Íslandi sem trúa því að peningar verði til úr engu. Það verður einhver að borga. Ef þessum fjármunum verður kastað á glæ með þeim hætti sem sumir vilja, þá dregur það úr líkum á að landið rétti efnahagslega úr kútnum um fyrirsjáanlega framtíð. Sá efnahagslegi skellur sem dunið hefur yfir er slæmur. Það má ekki gera hann verri með skammsýnum og vanhugsuðum aðgerðum. Ef það er gert er ekki langt í hrun á borð við það sem átti sér stað í Argentínu, alger upplausn og eyðilegging velferðarkerfisins.


mbl.is Ójöfn dreifing skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband