Vinna hratt á næstu dögum? Hvar var hún í gær?

Fyrir nokkru var það eitt helsta útspil ríkisstjórnar Jóhönnu að efla skyldi atvinnu og hagvöxt í landinu með því til dæmis að rækta skóg sums staðar, en grisja skóginn annars staðar. Vonandi er Jóhanna búin að átta sig á því að einn plús mínus einn er núll, eða reyndar minna en núll í þessu tilviki vegna þess að slík leikfimi mun auðvitað kosta peninga.

Mikið finnst mér manneskjan vera mikið úr takti við það sem er að gerast að hún skuli yfirleitt þora að segja það sem hún sagði. 

"Að sögn Jóhönnu var farið yfir málin í stórum dráttum, en það sem spili m.a. inn í sé að meiri óvissa ríki nú um hagvöxtinn en áður var haldið. „Það er ljóst að það þarf að vinna mjög hratt á næstu dögum og það var ákveðið að setja mikinn kraft í þetta,“ segir Jóhanna."

Hún gæti alveg eins sagt: Ég er búin að vera í stjórnmálum áratugum saman og í ríkisstjórn um nokkurt skeið. Ég hef ekkert vitað í minn haus hingað til en NÚNA er ég loksins farin að sjá á það er óvissa um hagvöxtinn.... Mér er spurn, kunna sumir ekki að skammast sín?


mbl.is Forsætisráðherra: Erfiðleikarnir eru meiri en búist var við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband