Getur það verið?

"Einnig skuldar fjórðungur heimila meira í bílalán en sem nemur árstekjum, um 8% þegar talað er um yfirdráttarlán."

Getur þetta verið rétt? Af hverju er fólk með bíla sem kosta meira en árstekjurnar? Hvers konar eðalvagnar og lúxusdrossíur eru þetta? Ég ek sjálfur á 19 ára gömlum bíl sem kostar minna en mánaðarlaunin, og tel hann bara ágætan.   Ef einhver getur útskýrt hvers vegna íslendingar hafa haft þörf fyrir að eyða svona miklum peningum í flotta bíla, þá getur sá sama líklega útskýrt hvers vegna "ástandið" er svona slæmt...


mbl.is Greiðslubyrði 77% viðráðanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ummm... flottheit og sýndarmennska er það sem mér dettur í hug.

:P

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 17:30

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta þykir mér með eindæmum. En það má að sjálfsögðu ekki ræða þetta. Skuldarar eru heilagar kýr í dag.

Finnur Bárðarson, 11.6.2009 kl. 17:31

3 identicon

3 milljónir lánaðar af einhverri fjármálastofnuninni á árinu 2007, gengistryggð í frönkum og jenum liggja væntanlega einhversstaðar fyrir ofan 6 milljónirnar í dag. Og fyrir c.a. 3 milljónir fékk fólk einhverja bíltík í millistærðarflokki en ekki nein flottheit.

19 ára gamall bíll segirðu. Það þarf nú "sérfræðing" til að keyra um á slíku tæki í dag  

kristinn (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 17:40

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Nú er áróðurinn byrjaður af alvöru. Þetta er allt í lagi hjá 7 af hverjum 10. Þið hin: Go fuck yourself!

Guðmundur St Ragnarsson, 11.6.2009 kl. 18:09

5 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Gæti trúað að þetta séu myntkörfulánin - margir eru með bílalán að hluta eða öllu leyti í erlendri mynt og þau hafa hækkað hressilega.

Svala Jónsdóttir, 11.6.2009 kl. 20:00

6 identicon

Það er einfaldlega rugl að vera að kaupa bíla á lánum, nema um atvinnutæki sé að ræða.  Ég á alla vegana óskaplega erfitt með að vorkenna fólki sem fékk sér lán til að kaupa sér nýjan og "fínan" bíl.  Ef að fólk á ekki pening til að kaupa sér nýjan bíl, þá kaupir það bara gamlan á viðráðanlegu verði.  Sjálfur hef ég staðgreitt alla mína bíla og aldrei keypt bíl fyrir meira en eina milljón og hef sparað ómældan pening á því að borga ekki lánastofnunum okurvexti fyrir vikið.

Steini (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 22:57

7 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ljótt er að heyra, Aðalheiður, en getur þetta verið rétt? Hefur gengið lækkað um meira en helming?

Það þarf engan sérfræðing, Kristinn. Hann er í fínu lagi og ég fer bara með hann á verkstæði á 6 mánaða fresti til að sinna eðlilegu viðhaldi. hann er reyndar lítið ekinn, bara 130.000km.

Það er auðvelt að vera vitur eftir á, og ég ætla ekki að dæma neinn fyrir að taka ákvarðanir sem virtust eðlilegar og skynsamlegar miðað við gefnar forsendur. Ég vil hins vegar benda á að bíll er neysluvara, ekki fjárfesting og forðast ætti að taka lán fyrir slíku. Mín heittelskað bannar mér alveg að gera slíkt og er ég sáttur við það.

Hörður Þórðarson, 11.6.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband