Steingrímur vill heldur taka lán hjá AGS en hjá þér og mér

Vel get ég skilið að stokka þurfi upp í skattkerfinu en ég verð að viðurkenna að það kemur mér á óvart að þar skuli vera liður sem stuðlar að fjármagnsflótta og vaxtahækkunum. Ég hélt að þetta tvennt væru ein þau stærstu vandamál sem nú er við að glíma, en hvað veit ég...

Ef þú ert með peninga á 7% vðxtum, verðbólgan er 10% og þú borgar 18% í "fjármagnstekuskatt", hvað verður þá mikið eftir eftir 20 ár eða svo? Kannski nóg til að kaupa tyggjó, ef þú varst þá búinn að safna þér einhverju sem máli skiptir.

Hvernig getur það verið að Steingrímur skuli vilja að fólk feli peninga, flytji þá úr landi, eða hreinlega eyði þeim í eitthvað áður en þeir brenna upp í þessu báli? Er hann að vinna skemmdarverk eða er maðurinn einfaldlega svona vitlaus?

Hvernig getur verið að hann vilja letja Íslendinga til fjarfestinga og frekar taka lán hjá AGS og okkar ömurlegu "norrænu frændþjóðum" (sem hrinntu okkur inn í ICESAVE)? Þessir aðilar vilja dágóða vexti reiknaða í erlendri mynt, og ekki fær Steingrímur neinn fjármagnstekjuskatt af þeim.


mbl.is Þriggja þrepa skattkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Norðmenn eru okkur vinveittir og tilbúnir til að lána okkur fé.

Sitjandi ríkisstjórn segir það vera bull og vitleysu en eitthvað segir mér hinsvegar að núverandi ríkisstjórn vilji ekki lán frá norðmönnum eftir þeirra skilyrðum.

Norðmenn myndu vera eina norðurlandið utan ESB ef íslend gengi inn sem væri afskaplega slæm staða fyrir norðmenn.  Norðmenn vilja því ekki lána núverandi ríkisstjórn sem hefur það númer 1, 2 og 3 á stefnuskrá sinni að afhenta yfirvaldið til brussels.  Þeir treysta ekki sjálfstæðismönnum og framsókn en ætla bara að treysta vinveittum krötum og þaðan af verri mannfjöndum fyrir yfirráðum okkar.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband