13.12.2009 | 21:21
27 milljónir í húsaleigu?
Hvað þarf til að stjórnvöld fari að skilja að það þarf að spara peninga og draga úr útgjöldum? Á meðan geðveiki á borð við það að leigja hús fyrir 27 milljónir á ári viðgengst er lítil von til þess að ríkið nái sér nokkurn tíman upp úr þeirri skuldasúpu sem það er í. 300.000 manna þjóð hefur einfaldlega ekki efni á svona vitleysu.
Auðvitað er það hið besta mál að selja bústaðinn, en skynsamlegra væri að nota tölvupóst eða síma til að hafa samskipti við Bandaríkin frekar en að leigja húsnæði og hafa einhvern í vinnu þarna, sem væntanlega verður að borga með beinhörðum gjaldeyri sem ekki er mikið af um þessar mundir.
Bandaríkjamenn telja enga þörf fyrir að hafa sendiherra á Íslandi og þess vegna ættu þeir ekki að móðgast, að minnsta kosti ekki meira en orðið er þökk sé "sameiningartákni þjóðarinnar"...
Sendiherrabústaður seldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Hörður.
þú bendir réttilega á vitleysuna, allir græða á að leigja Ríkinu .
þeir sem semja fyrir Ríkið eru ekki á jörðunni, vegna þess að .............?
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 22:36
Tímasetning þessarar sölu er fáránleg, þetta er brunaútsala og við fáum hálfvirði fyrir íbúðina miðað ástandið eins og það er í dag. Það er dýrt að draga upp einhverja aðhaldsímynd fyrir ríkisstjórn Íslands og launþegar borga.
Ég tel auk þess hæpið að leggja niður fulltrúa hjá Sameinuðu Þjóðunum, það er áreiðanlega margt annað sem má frekar vera án í þessum geira.
Smjerjarmur, 13.12.2009 kl. 23:11
Nákvæmlega. Markaðurinn hér í New York er slappur og líklega mun meira hefði fengist ef menn hefðu haft vit á að bíða lengur með að selja.
Ólafur Þórðarson, 14.12.2009 kl. 03:51
Ég hef heyrt að þetta sé íbúð í fjölbýlishúsi, það er ekki eins og þetta sé einbýlishús við Hudson ána. Það kostar að vera með í samfélagi þjóða og við skulum ekki gleyma því að S.Þ. eru vettvangur allra þjóða.
Smjerjarmur, 14.12.2009 kl. 10:54
Það er líka augljóst að stjórnvöld átta sig á því hvað þau eru að gera. Málið er bara þetta: þau halda að svona lagað gangi í "lýðinn".
Smjerjarmur, 14.12.2009 kl. 10:55
Í New York eru fáir sem búa í einbýlishúsum. Og í fljótu bragði man ég ekki eftir einu einasta einbýlishúsi við Hudson ána!
Auðvitað er þetta "íbúð í fjölbýlishúsi." Hvað annað ætti það að vera? Ég get sent ykkur póstkort af Manhattan ef þið viljið, menn geta þá talið einbýlishúsin með títiprjóni og stækkunargleri ef ímyndunaraflið er sterkt.
En svona íbúð er ekki það sama og íbúð í úthverfi í Reykjavík vil ég nú vinsamlega benda á. :-)
Svo ef íslendingar vilja taka þátt í alþjóðastarfi, þá eru New York og Sameinuðu þjóðirnar einn lykillinn að slíku samstarfi. Og já það kostar svolítið meira en íbúð á Selfossi að reka samskiptatengla.Og hvað viðkemur því að agitera fyrir Íslenskri velgengni erlendis (selja vatn, mat, fisk, undirritun allsk. samninga etc.) þá þarf að vera til staðar eitthvað sterkara batterí en 45fm stúdíóíbúð á 300,000 á mánuði.
Ólafur Þórðarson, 14.12.2009 kl. 15:10
Veffari, ef við ætlum að vera þarna með fulltrúa þá erum annað hvort með leigu íbúð eða okkar eigin íbúð. Málið er það að við erum að selja ódýrt til þess að kaupa síðar. Þegar við kaupum verður íbúðarverðið heldur alls ekki það sama og á Selfossi. Við vorum með verðmæta eign og seldum á versta tíma. Hvers konar hagsýni er það? Ég tel að við megum ekki við því að glopra verðmætum út úr höndunum með svona heimsku.
Smjerjarmur, 15.12.2009 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.