Öfgafullir rökleysingjar

Þeir halda því fram að græn orka sé ekki til.

"Spellvirkjarnir mótmæla því og segja að hugtakið „græn orka“sé ekki til, sér í lagi ef hún er notuð til að knýja þungaiðnað."

Ég vorkenni þessu fólki. Til að vera sjálfu sér samkvæmt notar það líklega ekki neina orku til að hita húsin sín vegna þess að græn orka er "ekki til". Það hlýtur að vera köld vist á veturna, þarna í Danmörku. Eða skyldu þetta vera hræsnarar sem nota orku sér til hagsbóta þegar þeim sýnist og gagnrýna svo aðra fyrir það sama? Ég hallast að hinu síðarnefndu.

Telur þessi hópur sólarorku ekki vera græna orku? Það væri til lítils að þrasa ef sólarorkunnar nyti ekki við, þá væri jú ekkert okkar á lífi og hér væri nánast alkul.

Til þess að hægt sé að skapa viðunandi lífskjör fyrir allan þann fjólda fólks sem býr á jörðinni þarf stóriðju.  Þetta er staðreynd og það er líka staðreynd að stóriðja þarf orku. Að kvarta yfir því að stóriðja skuli knúin af endurnýjanlegri orku sem mengar ekki er vægast sagt undarlegt. Vilja þeir frekar brenna kolum og olíu og auka þar með á gróðurhúsaáhrifin? Kannski vilja þeir kjarnorku? Vilja þeir kannski fækka fólki á jörðinni og draga þannig úr mengun? Spyr sá sem ekki veit.

 


mbl.is Unnu spjöll á sendiráði Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Þvílíkir vitleysingar. Með öll þessi lönd í heiminum ... sem menga út í hið óendanlega með kolum og olíu .. tala nú ekki um þeir sem nota kjarnORKU......að þá er ráðist á sendiráð Íslands... hreinasta lands í heimi.. sem notar fallvatnsvirkjanir og endurnýjanlega orku... og spreyjaðar hótanir á sendiráð okkar.

Eru þessir menn heimskir .. eða vita þeir ekki betur.

ThoR-E, 16.12.2009 kl. 23:35

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er alltaf svo að vanþekking skapar fordóma. Þetta mál er ekki undanskilið, nema síður sé. Ég vil samt ekki taka svo djúpt í árinni eins og þið, en þetta segir mér að upplýsingaflæði er það sem þarf, í þessu sem öðru. Til dæmis þykir mér líklegt að þetta fólk viti ekkert um þær rannsóknir og tilraunir sem hér fara fram við að binda skaðlegann útblástur í jörðu eða að breyta honum í nýtanlega orku sem lítil mengun er af.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.12.2009 kl. 00:06

3 identicon

Helsta aukning í notkun á áli, undanfarin ár, er í allskyns óþarfa eins og einnota umbúðir. Núna notar fólk álbakka undir matinn þegar það grillar. Fyrir nokkrum árum voru þeir ekki til og enginn saknaði þeirra. Líklega er vandamálið að ál er of ódýrt vegna of mikils framboðs. Þarna má greinilega skera niður til að draga úr mengun. Mér bregður þegar fullyrt er að Ísland sé hreinasta land í heimi. Efast um að í nokkru öðru landi sé eins mikið fargan af jeppa, fjórhjóla og vélsleðaumferð í óbyggðum og hér. Fallvötn og jarðhiti finnast út um allan heim og það ber vott um fáfræði að halda að svoleiðis sé séríslenskt. Meira að segja tæknin til að nýta slíkt er upphaflega, nánast öll fengin erlendis frá. Í öðrum löndum tíðkast það að loka stórum svæðum fyrir vélknúinni umferð og ferðamenn fara þar um gangandi. Meira að segja tel ég víst að enginn jökull í heiminum sé orðinn eins mengaður og Vatnajökull, með öllum olíupollunum og úrgangi frá ferðamönnum. Þvagi, saur, grillkolaösku og hvers kyns sorpi. Það er allavega enginn jökull í heiminum eins mikið plagaður af bílaumferð. Það er orðið erfitt að komast á stað hérlendis þar sem hægt er að snúa sér í hring án þess að sjá bílaslóð eða aðrar skemmdir eftir fólk. Ég er sammála því að mesta vandamál jarðarinnar er, allt of mikill fólksfjöldi.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband