10.12.2010 | 19:16
Til hamingju
Ég vil óska þessu ágæta fólki hamingju með bónusinn. Ég hef hins vegar áhyggjur af því að lítið verði eftir af þessu þegar tillit hefur verið tekið til skatta, útsvars og skerðingum á bótum. Að lokum fara 25.5% af því sem eftir er í vaskinn.
Nota þarf sparnaðarhnífinn í ríksirekstrinum af miklu meiri hörku en hingað til hefur verið gert. Mér finst mikilvægara að greiða fólki sem skapar verðmæti fyrir land og þjóð sómasamleg laun en að halda úti sextíuogþremur þingmönnum, að halda stjórnlagaþing, að halda úti dýrri utanríkisþjónustu og að reka stofnanir sem framleiða ekkert annað en froðu.
![]() |
260 þúsund kr. jólabónus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.12.2010 | 09:39
Fúll útí Steingrím
Ég set hér og hlusta á alveg yndislegar etuder eftir Chopin og sötra te. Ég hef það fínnt en ég verð að viðurkenna að ég er fúll útí Steingrím þessa stundina. Ég trúði því virkilega að hann væri að gera góða hluti þegar hann barðist um á hæl og hnakka til að koma þjóðinni undir sinn ICESAVE samning. Ég taldi að Steingrímur þekkti málið í þaula og að hann segði satt þegar hann sagði að þetta væri besti samningur sem hægt væri að fá. Annað hefur komið í ljós.
Ástæðan fyrir þessum mistökum er sennilega sú að Steingrímur hafði ekki þá þekkingu og reynslu sem á þurfti að halda og honum láðist að leita ráða hjá aðilum sem þessa þekkingu hafa. Ég trúi því ekki að Steingrímur hafi vísvitandi gert þetta til að steypa þjóðinni inn í eitthvað kommahelvíti fátæktarinnar. Ég tel að þetta hafi verið vanræksla.
Ég verð að viðurkenna að ég hef löngum haft lítið álit á Ólafi Ragnarí Grímssyni. Hann var klappstýra útrásarinnar og hann neitaði að samþykkja fjölmiðlalögin. Að hann skyldi neita að samþykkja ICESAVE var hins vegar gott hjá honum og ég get ekki annað en sagt; takk fyrir það Herra Ólafur og hneygt mig.
Ég fæ ekki betur séð en að mistök og eða vanræksla Steingríms í þessu máli séu af þeirri stærðargráðu að hann hafi glatað þeirri tiltrú sem maður í hanns stöðu þarf á að halda. Af þessum sökum fyndist mér rétt að hann segi af sér og snúi snéri sér að öðrum störfum.
![]() |
Kostnaður 50 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2010 | 05:22
Dauð hönd
![]() |
Ferðalangar skattlagðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2010 | 20:07
Hvað erum við að borga fyrir?
Ef einhver skattgreiðandi telur að sendiskrifstofur hafi ekki veitt nógu góða þjónustu árið 1991, þá bið ég hann að gefa sig fram og útskýra mál sitt.
Stjórnvöld á Íslandi virðast enn lifa í fílabeinsturni og sjá ekki að margir hafa vart til hnífs og skeiðar. Hvað þarf að berja búsáhöld lengi til að koma því inn í hausinn á þessum tréhestum að íslendingar hafa ekki efni á flottræfilshætti?
Væri ekki nær að leggja niður allt þetta apparat, selja allar eignirnar, leggja peningana inn á bankareikning og nota síðan vextina til að reka untaríksþjónustu sem passar fyrir gjaldþrota 300.000 þúsund manna þjóð?
![]() |
Kostnaður nánast fjórfaldast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.12.2010 | 19:23
Gott, en Jóhanna er ekki alveg búin að fatta þetta.
Ég hef ekki fylgst mikið með fréttum frá Íslandi, en þetta er það besta sem ég hef séð frá Jóhönnu. Það er alltaf gott að reyna að draga lærdóm af fortíðinni. Mér finnst hins vegar að Jóhanna fatti þetta ekki alveg ennþá.
- Að taka ekki nægilegt mark á viðvörunarorðum um veika stöðu bankakerfisins.
- Að vinna ekki nægilega markvisst að því að greina stöðu bankanna og undirbúa aðgerðir til draga úr óhjákvæmilegu tjóni vegna veikrar stöðu þeirra.
////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
Hún hefði líka mátt segja:
- Að leyfa ekki fjársterkum aðilum að ná óeðlilega sterkum tökum á fjölmiðlum og skoðanamyndun í landinu.
- Að leyfa ekki fjársterkum aðilum að ná of miklum áhrifum á flokkinn.
Og að lokum, það allra mikilvægasta:
- Að leggja megin áherslu á að sjónarmið góðrar siðfræði fái að ríkja í landinu. Að stöðva siðlaust athæfi manna sem hafa það eitt að leiðarljósi að soga til sín sem mest verðmæti sem á engan hátt geta talist réttmæt eign þeirra, heldur eign almennings og þess fólks sem vinnur hjá þeim fyrirtækjum sem þeir stela frá.
![]() |
Samfylkingin biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2010 | 18:39
Kennsla í fjármálum
Íslendingar hafa því miður lært slæma siði í fjámálum undanfarna áratugi.
Það er betra að eyða en spara.
Það er ekkert að því að skulda mikið.
Ef eitthvað bjátar á, þá reddast það.
Fyrir ekki ýkja löngu var það verðbólgubálið sem sá um að halda þessum hugsunarhætti gangandi. Ef þú áttir einhverja peninga, þá skruppu þeir bara saman og hurfu. Bankainnistæður báru háa neikvæða raunvexti. Betra var að eyða þeim strax, í skemmtanir, utanlandsferðir og nýja bíla. Auðvitað var líka þjóðráð að fjárfesta í steinsteypu.
Núna hefur íslendingum aftur verið kennd þessi lexía en þó með öðrum hætti. Þeir sem spöruðu fyrir útborgun í húsnæði geta nú litið á þann sparnað sem tapað fé. Enginn virðist ætla að leiðrétta það tap sem orðið hefur vegna þess að húsnæðisverð hrundi og að ævisparnaðurinn sem notaður var í útborgunina er nú glataður. Hins vegar er þeim reddað sem spöruðu ekki neitt og tóku 100% lán. Í raun og veru eru það þeir sem ekki voru á sífelldum ferðalögum til útlanda, keyptu ser ekki dýra bíla og stunduðu ekki veitingastaði og skemmtanlíf grimmt að borga brúsann fyrir þá sem gerðu það.
Vonandi skilja allir lærdóminn. Það er betra að eyða en spara. Sóun og sukk er betri en sparnaður og hófsemi. Ef einhver rugludallur heldur öðru fram má benda á reynslu undanfarinna áratuga á Íslandi. Hún sýnir ótvírætt hvor kosturinn er betri.
![]() |
Skuldir færðar niður í 110% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2010 | 01:06
Sárt að heyra.
Ég á varla orð. Ástandið hlýtur að vera hrikalegt ef ekki er hægt að sjá af þessari smá upphæð í vasa þeirra sem hætta lífi sínu í þágu annara. Þegar búið er að taka skatta og gjöld af þessari fjárhæð dugar hún varla fyrir kvöldmat handa einum á góðum veitingastað....
Ég skil ekki hvernig íslendingar hafa efni á að borga 63 þingmönnum laun og seinna eftirlaun, halda stjórnlagaþing, vera með dýran forseta og dýra utanríkissþjónustu en geta ekki borgað sómasamlega heilsugæslu fyrir börn, eða álag handa þeim sem hætta lífi sínu. Er ekki kominn tími til að einhver með dug og heildayfirsýn fari að taka til í þessu?
![]() |
Óheimilt að greiða áhættuálag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2010 | 14:32
Fánýtt þras um Guð eða Guðleysi
Þeir sem eyða tíma í að þrasa um Guð eða Guðleysi fara villur vega. Um þetta efni hafa verið skrifaðar margar skræður og margt tínt til til að afsanna eða sanna tilveru Guðs. Tímasóun. Lesið þennan gamla texta úr Demants Sútrunni (prentuð árið 868). Hann segir allt sem segja þarf:
""Subhuti, any person who awakens faith upon hearing the words or phrases of this Sutra will accumulate countless blessings and merit."
"How do I know this? Because this person must have discarded all arbitrary notions of the existence of a personal self, of other people, or of a universal self. Otherwise their minds would still grasp after such relative conceptions. Furthermore, these people must have already discarded all arbitrary notions of the non-existence of a personal self, other people, or a universal self. Otherwise, their minds would still be grasping at such notions. Therefore anyone who seeks total Enlightenment should discard not only all conceptions of their own selfhood, of other selves, or of a universal self, but they should also discard all notions of the non-existence of such concepts."
http://www.diamond-sutra.com/diamond_sutra_text/page6.html
http://www.silk-road.com/artl/diamondsutra.shtml
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)