29.4.2012 | 19:15
"Fínn" þjófnaður frá lífeyrrisjóðum?
"Lilja segir að jafnframt væri nauðsynlegt að nota upptöku Nýkrónunnar til að laga innra ójafnvægi hagkerfisins sem felist í því að sumir eigi alltof miklar eignir, t.d. fjármagnseigendur og lífeyrissjóðir, og aðrir séu of skuldsettir. Við upptöku Nýkrónunnar þyrfti að skrifa húsnæðisskuldir þannig að 10 milljón kr. lán í núverandi krónum yrði 8 milljónir í Nýkrónu og lækka eignir fjármagnseigenda til samræmis."
Þetta er fín aðferð til að stela frá sumum en gefa öðrum. Ef ég er með þúsund krónur í vasanum og Lilja með 100 krónur, þá vill hún bara breyta peningunum mínum í 500 nýkrónur er hundraðkallinn hennar skal heita 600 nýkrónur. Hún vill sem sagt stela 500 krónum frá mér með því að finna upp einhverja nýkrónu. Af hverju rotar Lilja mig ekki bara og tekur 500 kall? Væri það kannski of hrein og bein aðferð fyrir manneskju af hennar toga? Er nauðsynlegt fyrir manneskju með hennar bakgrunn að finna upp einhverja fínni aðferð svo að hún geti rænt mig með bros á vör?
Ef hún vill taka fé fólks sem hefur sparað og nota það til að borga þeim sem reistu sér hurðarás um öxl með því að kaupa allt of mikið á bólutímanum, hús, sumarbústaði, jeppa, etc. etc. etc... ættu hún bara að segja það. Ef hún vill stela frá þeim sem spöruðu og treystu sér ekki til að kaupa húsnæði og nota peningana til að verðlauna þá sem gerðu það, þá ætti hún bara að koma til dyranna eins og hún er klædd (allsber eftir því sem ég fæ best séð) og segja að hún ætli að stela frá sumum til að gefa öðrum.
Að lokum langar mig til að vita hvað þeim sem hafa á langri starfsævi lagt stórar fjárhæðir inn í lífeyrrisjóði finnst um fullyrðingu Lilju um að lífeyrrisjóðir eigi allt of miklar eignir? Finnst þeim sjálfsagt að Lilja hirði úr þeim það litla sem eftir er og gefi þeim sem tóku lán fyrir stórum einbýlishúsum og jeppum?
![]() |
Samstaða vill taka upp Nýkrónu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.4.2012 | 06:56
Mikill léttir
Það er þungu fargi af mér létt þegar ég sé þessa góðu frétt. Það vita það allir að svona starfsemi fylgja talsverðar tekjur til handa þeim sem við hana vinna. Slíkt hefði í för með sér ójöfnuð milli þeirra sem ekki fá vinnu við verið og hinna sem fá slíka vinnu. Það er auðvitað alveg ólíðandi og betra að viðhalda sem mestum jöfnuði.
Það ber einnig að líta til þess að þeir sem fá svona störf eru síður líklegir til að þurfa að leita náðir velferðarkerfisins en þeir sem eru ekki með vel launaða vinnu. Betra er að hafa sem flesta upp á velferðina komna, því að þeir sjá sér þann kost vænstann að greiða þeim atkvæði sem vilja viðhalda núverandi ástandi en forðast að styðja þá sem gætu stuðlað að ójöfnuði.
Mér þykir vænt um að sjá að ríkisstjörnin hefur staðið sig í stykkinu og stoppað þetta af. Takk, Jógríma.
![]() |
Greenstone hættir við gagnaver |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
17.4.2012 | 19:56
Menntað fólk flýr lág laun, skattalega áþján og höft.
![]() |
Æpandi eftirspurn eftir starfsfólki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)