Mikill léttir

Það er þungu fargi af mér létt þegar ég sé þessa góðu frétt. Það vita það allir að svona starfsemi fylgja talsverðar tekjur til handa þeim sem við hana vinna. Slíkt hefði í för með sér ójöfnuð milli þeirra sem ekki fá vinnu við verið og hinna sem fá slíka vinnu. Það er auðvitað alveg ólíðandi og betra að viðhalda sem mestum jöfnuði.

Það ber einnig að líta til þess að þeir sem fá svona störf eru síður líklegir til að þurfa að leita náðir velferðarkerfisins en þeir sem eru ekki með vel launaða vinnu. Betra er að hafa sem flesta upp á velferðina komna, því að þeir sjá sér þann kost vænstann að greiða þeim atkvæði sem vilja viðhalda núverandi ástandi en forðast að styðja þá sem gætu stuðlað að ójöfnuði.

Mér þykir vænt um að sjá að ríkisstjörnin hefur staðið sig í stykkinu og stoppað þetta af. Takk, Jógríma.


mbl.is Greenstone hættir við gagnaver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er gott innlegg hjá þér Hörður, það er spurning hvort ekki ætti að senda alla húsamiði í nám í byggingu moldarkofa hjá Tryggva Hansen svo við getum flutt í þá aftur.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 07:04

2 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Sælir

Það væri kanski áhugavert að vita hvað það var sem ekki fékkst í gegn ?

Áður en farið er að gjamma :-)

Það eru alltaf tvær hliðar á öllu ekki rétt.

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 19.4.2012 kl. 07:20

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þetta eru þau vinnubrögð sem Þjóðinni hefur verið boðið upp á alveg frá upphafi starfa þessara Ríkisstjórnar.

Loforð út um allt til þess eins að svíkja... 

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.4.2012 kl. 07:29

4 Smámynd: Magnús Ágústsson

Sveinn Óskar Sigurðsson, fv. talsmaður Greenstone á Íslandi, staðfesti þessa ákvörðun í samtali við Morgunblaðið. Margt hefði komið þar til, einna helst óviljug ríkisstjórn við að vinna með félaginu að þessum áformum

ydislegt 

Magnús Ágústsson, 19.4.2012 kl. 08:05

5 identicon

Sæll.

Ég tek undir með þér, þetta eru frábærar fréttir og í takt við annað frábært sem yfirvöld hafa gert eins og að stoppa þessa vitleysu við Bakka, það gengur ekki að fá hingað álver sem skapar gjaldeyristekjur og veitir tugum ef ekki hundruðum vinnu. Stjórnarliðar mega vera stoltir. Einnig er búið að svæfa Helguvík og ber sömuleiðis að fagna því, helst með skrúðgöngu.

Næsta verkefni stjórnarliða er einnig komið vel af stað og er það ekki síður mikilvægt, leggja þarf af arðbæran sjávarútveg og ganga milli bols og höfuðs á greininni. Einnig þarf að afnema  eignarréttinn og gaf Ögmundur tóninn varðandi það í nýlegu viðtali við vb. Það verður gaman að búa á Íslandi og fá að taka þátt í svona tilraun, mikil forréttindi.

Núverandi stjórn þarf sennilega ekki nema eitt kjörtímabil í viðbót og þá verður samfélag okkar loksins orðið frábært á alla kanta og velmegun almenn og mikil. Það er gott að búa á Íslandi í dag!!

Helgi (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 09:02

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skemmtileg kaldhæðni hjá þér, Hörður. Stefán Ólafsson hjá HÍ er glaður og ánægður yfir þeim "jöfnuði" sem náðsdt hefur. Kaupmáttur allra hefur minnkað talsvert frá árinu 2008, en mest hjá þeim tekjuhærri. Tilgangnum náð.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.4.2012 kl. 09:11

7 identicon

 ja en elskurnar minar ,látið ekki svona Kinverjarnir koma !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

rh (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 09:41

8 identicon

Dásamlegt að hafa svona veruleika fyrrta og sál skemmandi ríkisstjórn við völd. Já það er gott dæmi þetta með smiðina. Ég sagði í upphafi þessarar ríkistjórnar að sennilega yrði Lýsi arðvænlegasta fyrirtækið í framtíðinni og þegar það verður þá lendir það ugglaust í þjóðnýtingu. Það þarf jú einhver að framleiða elsdneyti á lampana þegar í kofana verður komið. Gs

Guðlaugur (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 09:54

9 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Daginn

Hvað fellst í orðunum óviljug ríkisstjórn ?

Held að hann skuldi okkur aðeins meira en þessi orð !

Átti að greiða með þeim að þeir kæmu til Íslands eða hvað ?

Er rafmagnið ekki nægilega ódýrt ?

Kæling hér á Íslandi er mjög heppileg fyrir gagnaver svo það er kostur.

Kanski gott að hlúa að þeim gagnaverum sem eru nú þegar hér og eru að skapa störf.

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 19.4.2012 kl. 10:12

10 identicon

Það eru mergar hliðar á öllum málum. Ein lausn af mörgum.

Samningar við ríki of sveitarfélög hljóma þannig - Allir launþegar fá húsaleigustyrki, bilastyrki, aukna barnastyrki, fjarlægðarstyrki, allir veikindadagar greiddir úr kerfinu m.m. og lækka þá launin í samræmi við styrkina frá ríkinu.

Þetta er sænska kerfið og gefst vel. Snar minkaður rekstrarkostnaður við fyrirtækið, sem að sjálfsögðu hefur miklar skattaívilnanir s.b. Volvo ó Svíþjóð, sem borga enga skatta. Til að fjármagna þetta, tökum við erlend lán.( eða smíðum vopn og seljum í laumi). Já, maður er ekki kommahagfræðingur fyrir ekki neitt!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 10:45

11 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

V.Jóhannsson 

Hummm...

Á nokkrum árum frá því að bankarnir voru einkavæddir var Ísland keyrt í þrot.

Hvað segir það okkur ?

Þarft þú að vera kommahagfræðingur til að útskýra það ?

Það voru ekki kommar við stjórn þá :-)

Fellur þetta ekki um sjálft sig það sem þið reynið að koma frá ykkur :-)

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 19.4.2012 kl. 11:06

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jóhannes.

Ríkisstjórnin fokkaði þessu verkefni upp.... staðreynd

Og benda á það að ríkisttjórnin á bara að hlúa á þeim (tvö stk) gagnvarerum sem eru þegar komið upp...... það eru bara lélegustu rök sem ég hef heyrt.   Og alveg í skjön sem þú hefur verið að segja.

þetta er sorgardagur og þá sérstaklega fyrir landsbyggðina og fólkið á Blönduósi.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.4.2012 kl. 11:30

13 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Sleggjan

Já já líklegt er að þarna hefur eitthvað mikið komið uppá, það er nokkuð ljóst.

En óviljug ríkisstjórn segir mér nákvæmlega ekki neitt.

Það væri betra að fá þá rökin á borðið til að geta gert mat úr þessu og þá læra af þessum mistökum.

Gæti verið að útlendingarnir hafi verið hræddir við gengishöftin sem eru eins og dragbítur á allt sem hér er ?

Notað þetta sem afsökun ?

Spyr sá sem ekki veit.

Erfitt að gera mat úr neinu ef þú hefur ekki allar staðreyndir á borðinu ekki rétt ?

Já það er rétt hjá þér að þetta eru vondar fréttir fyrir Blöndós.

En hvað er að því að hlúa að því sem þegar er komið.

Veit líka að það þarf að laga til varðandi skatta umhverfi þessara gagnaveitu fyrirtækja til að sækja fl. verkefni erlendis.

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 19.4.2012 kl. 12:03

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er best að veita fyrirtækjunum stöðug og hagkvæm skilirði. Með öðrum orðum.  VG á að hætta að pönkast í hverju einasta erlenda fyrirtæki sem hugsanlega vill skjóta rótum á Íslandi.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.4.2012 kl. 13:45

15 Smámynd: Theódór Norðkvist

Menn mega nú alveg hugsa og kynna sér málin (ef það er hægt) áður en heykvíslirnar eru sóttar. Það sem er nefnilega ekki sagt í "fréttinni" æpir miklu meira á mig, heldur en það litla sem er sagt.

Á hvaða hátt var ríkisstjórnin "óviljug"? Hvað gerðist á bak við tjöldin? Getur verið að það sem talsmaður fyrirtækisins kallar óviljuglegheit geti skýrst af því að ríkið vildi ekki gangast í ábyrgð fyrir mögulegu tapi?

Það virðist nefnilega vera mjög oft tilfellið, að ríkið á að hjálpa þetta og hitt - greiða götu peningaaflanna - með skattpeningunum mínum og þínum - síðan komi belgingslegir peningamennirnir og segja Nú getum við - þegar búið er að vinna mestu vinnuna.

Hirða síðan allan gróðann og ríkið situr uppi með ekkert nema kostnað. Munum að þessi pilsfaldakapítalismi olli efnahagshruni, eða eru þeir sem hér tjá sig allir yngri en fjögurra ára?

Theódór Norðkvist, 19.4.2012 kl. 18:06

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hey Teddi

Þú byrjar á því að gera ráð fyrir og upplýsa okkur um að ástæaðn fyrir að fyrirtækið vill ekki koma hingar er vegna þess að ríkið vill ekki taka á sig tap.

Það er ekki rétt. Það er engin ríkisábyrðg á gagnaverum (einsog á bönkum) svo er þetta þeirra fjármunir sem fer í uppbygginguna og þeirra áhættu. Ekki króna frá ríkinu.

 Svo má geta þess... víst þú minnist á hrunið. Þá sáu Íslendingar alfarið um að setja landið á hausinn.... ekki útlendingar.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.4.2012 kl. 18:16

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Með öðrum orðum. Þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að tala.

Mér leiðist svona rugl.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.4.2012 kl. 18:17

18 Smámynd: Theódór Norðkvist

Alltaf jafn uppbyggilegur karlinn. Ég var einfaldlega að spyrja hvað þeim fór á milli, Greenstone og ríkinu. Ég fullyrti ekkert um hvaða umræður fóru þarna fram, var aðeins að velta því fyrir mér hvort Greenstone hefði verið að fara fram á einhverja óeðlilega fyrirgreiðslu.

Ekki endilega ríkisábyrgð, kannski hefði ég átt að vera skýrari með það, nefndi það bara sem dæmi.

Við höfum séð ýmisskonar heimtufrekju úr hófi fram, hjá þeim sem eru í startholunum (eða þykjast vera það) með einhvers konar rekstur. Allt frá kröfum um sérstaka vegi til og frá starfsstöð, til allskyns undanþága með skattgreiðslur. Fái þessir svokölluðu athafnamenn ekki sitt fram, segjast þeir vera hættir við og ætla að flytja starfsemi sína til útlanda, alveg eins og þeir hafi alltaf skipulagt sinn rekstur sem einhverja góðgerðastarfsemi eða ölmusu við almenning. Mjög líklegt eða þannig.

Af hverju annars á ríkið alltaf að vera milligönguaðili í hverri einustu atvinnusköpun? Ég er farinn að halda að það sé ekki einn einasti maður tilbúinn að fara út í rekstur, nema Steingrímur J. Sigfússon ábyrgist að koma í eigin persónu með seðlabúntin inn á skrifstofu framkvæmdastjórans.

Theódór Norðkvist, 19.4.2012 kl. 18:56

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rikið þarf að vera milligönguaðili í svona stórri framkvæmd. T.d að gefa út leyfi.

Þú getur ekki farið og reist heilt gagnaver í ókunnugu landi án þess að spyrja kóng né prest.

En fyrirtæki eru stofnuð til þess að græða. Það er nú þannig. Erlend fjárfesting skapar atvinnu og gjaldeyristekjur. Svo styrkja flest öll erlend fyrirtæki sitt nærsamfélag t.d íþróttahreyfingar. 

En nú fær Bandaríkin þessar tekjur og störf.  Þú og fleiri getað fagnað því. 

Ég er viss um að landsbyggðin og þá sérstaklega íbúar Blönduós séu ekki sammála þér.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.4.2012 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband