"Fínn" þjófnaður frá lífeyrrisjóðum?

"Lilja segir að jafnframt væri nauðsynlegt að nota upptöku Nýkrónunnar til að laga innra ójafnvægi hagkerfisins sem felist í því að sumir eigi alltof miklar eignir, t.d. fjármagnseigendur og lífeyrissjóðir, og aðrir séu of skuldsettir. „Við upptöku Nýkrónunnar þyrfti að skrifa húsnæðisskuldir þannig að 10 milljón kr. lán í núverandi krónum yrði 8 milljónir í Nýkrónu og lækka eignir fjármagnseigenda til samræmis.“"

Þetta er fín aðferð til að stela frá sumum en gefa öðrum. Ef ég er með þúsund krónur í vasanum og Lilja með 100 krónur, þá vill hún bara breyta peningunum mínum í 500 nýkrónur er hundraðkallinn hennar skal heita 600 nýkrónur. Hún vill sem sagt stela 500 krónum frá mér með því að finna upp einhverja nýkrónu. Af hverju rotar Lilja mig ekki bara og tekur 500 kall? Væri það kannski of hrein og bein aðferð fyrir manneskju af hennar toga? Er nauðsynlegt fyrir manneskju með hennar bakgrunn að finna upp einhverja fínni aðferð svo að hún geti rænt mig með bros á vör?

Ef hún vill taka fé fólks sem hefur sparað og nota það til að borga þeim sem reistu sér hurðarás um öxl með því að kaupa allt of mikið á bólutímanum, hús, sumarbústaði, jeppa, etc. etc. etc... ættu hún bara að segja það. Ef hún vill stela frá þeim sem spöruðu og treystu sér ekki til að kaupa húsnæði og nota peningana til að verðlauna þá sem gerðu það, þá ætti hún bara að koma til dyranna eins og hún er klædd (allsber eftir því sem ég fæ best séð) og segja að hún ætli að stela frá sumum til að gefa öðrum. 

Að lokum langar mig til að vita hvað þeim sem hafa á langri starfsævi lagt stórar fjárhæðir inn í lífeyrrisjóði finnst um fullyrðingu Lilju um að lífeyrrisjóðir eigi allt of miklar eignir? Finnst þeim sjálfsagt að Lilja hirði úr þeim það litla sem eftir er og gefi þeim sem tóku lán fyrir stórum einbýlishúsum og jeppum? 

 


mbl.is Samstaða vill taka upp Nýkrónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Af hverju rotar Lilja mig ekki bara og tekur 500 kall? Væri það kannski of hrein og bein aðferð fyrir manneskju af hennar toga? Er nauðsynlegt fyrir manneskju með hennar bakgrunn að finna upp einhverja fínni aðferð svo að hún geti rænt mig með bros á vör?

Ertu þú semsagt aflandskrónufroðufjárfestir.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.4.2012 kl. 21:54

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Nei, en ég hef borgað í lífeyrrisjóð í 10 ár og ég á einhverjar krónur á bankabók. Langar þig í þær, Guðmundur? Ef þú kallar mínar krónur froðu krónur og þínar krónur Lilju krónur, þá getur þú kannski stolið þeim af mér.

Ég vill bara að við köllum hlutina réttum nöfnum. Þjófur er þjófur.

Er einhver furða að vextir séu háir og að enginn vilji lána neinum í landi þar sem svona hugsunarháttur er landlægur?

Hörður Þórðarson, 30.4.2012 kl. 00:12

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hörður. Það er fjöldinn allur af fólki sem sér aldrei aftur þessar krónur sem hafa verið teknar af þeim, til að borga í lífeyrissjóðina. Það er enginn tryggður fyrir því að sjá aftur þessa réttmætu eign sína.

Nauðungarskatts-rányrkja er réttnefni á Íslensku lífeyrissjóðunum.

Þess vegna er lífeyrissjóðakerfið fallið lengra niður en gömlu bankarnir. Lífeyrissjóðs-kerfið er bara sýndarleikur, sem er löngu komið í undirheima-pólitíkina, og undir græna torfu til allrar framtíðar fyrir almenning í þessu landi.

Við skulum horfast í augu við staðreyndirnar í spilltri stjórnsýslunni á Íslandi, ef við ætlum að komast áfram á siðaðan og heiðarlegan hátt. Gjaldmiðillinn er ekki orsökin á hvernig komið er, heldur fórnarlamb siðspilltrar stjórnunar á honum og öllum öðrum málum.

Lífeyrissjóðskerfi sem hefur arðrænt stóran hluta þjóðarinnar í fjöldamörg ár, og gerir enn, á engan lagalegan né siðferðislegan rétt á sér.

Þessar krónur hafa verið og eru enn notaðar í gæluverkefni útvaldra spilltra klíkuverktaka, og verðbréfabraskara bæði hérlendis og erlendis. Lífeyrissjóðskrónurnar mínar eru notaðar í þetta, og einnig í rándýrt kerfisapparat sem kallað er Virk. Það virðist ekki skipta neinu máli þótt ég geti ekki nýtt mér þau úrræði sem þar er verið að búa til með mínum krónum.

Ég fæ hins vegar skerðingu á lífeyri sem ég á rétt á niður í 0.00 kr.

Ef einhver tekur uppá því að deyja, þá hirða þessar ræningjastofnanir lífeyriseign viðkomandi í heild sinni, í staðinn fyrir að að láta hana ganga til aðstandenda viðkomandi.

Tryggingarstofnun borgar í dag það litla sem fólk á rétt á frá lífeyrissjóðum þessa siðlausa stofnana-veldis (nema einhverra útvaldra oflaunaklíku-kónga), eða þannig líta raunverulegar staðreyndir út í dag. Tryggingarstofnun Íslands er bara partur af svikamyllu-batteríi fjármálakerfisins. Það mætti skrifa heila bók um hvernig tryggingastofnun ríkisins er í dag notuð til að knésetja gamalt og sjúkt fólk, og gera það gjaldþrota, til að bankar/lífeyrissjóðir geti rænt það enn meir en orðið er.

Lífeyrissjóðir!

Hvers konar svikamylla er það nú?

Er til of mikils ætlast, að fólk hafi siðferðis-kjark í sér til að taka þessa nauðsynlegu umræðu undanbragðalaust, ef það vill réttlæti fyrir alla á Íslandi, en ekki bara "réttlæti" fyrir suma, á kostnað annarra svikinna og rændra!!!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.4.2012 kl. 09:55

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Kærar þakkir, Anna.

Hörður Þórðarson, 30.4.2012 kl. 10:16

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem þú þarft að skilja er að verðfelling á froðukrónum jafngildir verðaukningu á alvörukrónum.

Þannig að ef þú átt bara alvörukrónur og engar froðukrónur, þá þarftu engar áhyggjur að hafa.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.5.2012 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband