Getur einhver hjálpað mér að skilja þetta?

Ef einhver ætlar að leigja jörð af einhverjum, af hverju gerir hann það þá ekki án þess að sveitarfélög séu að blanda sér í málið?

Til hvers er sveitarfélagið að kaupa jörðina?

Af hverju leigir eigandin hana ekki beint til Nubo?

Síðan hvenær er það hlutverk sveitarfélaga að stunda svona viðskipti?

Hver hefur mestan hag af þessu (umfram það að Nubo leigji beinta af núverandi eiganda), útsvarsgreiðendur á þessu svæði, núverandi eigandi jarðarinnar, og eða Nubo?

Er þessi díll hagstæðari fyrir eiganda jarðarinnar en ef hann leigði jörðina milliliðalaust út? 

Er ekki einhver skítafýla af þessu öllu saman?


mbl.is Bæjarstjórinn er bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Af hverju hefur þú svona miklar áhyggjur af þessu, hver er þín áhætta og hugsanlegur skaði í málinu?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.5.2012 kl. 21:22

2 identicon

Sá sem á jörðina hefur greinilega nógu mikinn áhuga á að selja það frá sér, fyrst hann vildi selja það til Nubo. Ekki kom þessi uppástunga frá jarðeigandanum þegar sölunni var svo bannað. Hvað er þá að því að sveitarfélagið kaupi það og leigi til Nubo? Jarðeigandinn fær peninginn sinn, og sveitarfélagið fær megnið af þeirri fjárfestingu endurgreiddann með leigufé. Nubo fær að leika sér þarna og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að einhver fáviti erfi það af honum sem hefur ekki rassgats áhuga á Íslandi.

Einar (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 01:40

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Staðreyendin er sú, Axel að ég á persónulega engra beinna hagsmuna að gæta. Hins vegar vill ég að á Íslandi ríki gangsæi og heiðarleiki og að peningar almennings séu notaðir í þágu almennings en ekki til að hygla vinum og gæðingum og eða að kaupa atkvæði. Ég trúi ekki öðru en að flestir íslendingar vilji það sama og sjá sér hag í slíku.

Ef það er rétt sem þú segir, Einar að sveitatfélagið fái "megnið" af fjárfestingu sinni endurgreitt, sérð þú ekkert bogið við það að sveitarfélagið fái ekki fjárfestingu sína endurgreidda að fullu? Er eitthvað réttlæti í því að hirða fé úr vasa fólks á þessu svæði til að greiða fyrir þessum kaupum?

Hörður Þórðarson, 3.5.2012 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband