Hann henti þeim aftur í sjóinn

Úr Guðspjalli Tómasar:

Jesú sagði; "Maðurinn er eins og vitur veiðimaður sem varpar neti sínu í hafið. Hann dregur það upp, fullt af litlum fiskum. Meðal þeirra fann vitri veiðimaðurinn stóran og fallegan fisk. Hann henti öllum litlu fiskunum tilbaka í sjóinn og valdi án vandræða þann stóra. Hver sem hefur eyra, hlustið."


Spáði 65 hnútum, og fékk. Framhald frá fyrra bloggi um skilamyndun

Jæja, nú er atburðurinn að mestu genginn yfir og spárnar hafa staðist mjög vel, öllum þeim til ama sem halda því ennþá fram að tölvureiknuð módel séu lítið nothæf.

Staður nokkur, Mt Cook Village nálægt Mt Cook fjalli sem er hæsta fjall Nýja Sjálands fékk úrkomu upp á um 330mm á sólaring sem er meira en Íslandsmetið. Þessi staður er nálægt háum fjallahrygg en hafa ber í huga að staðurinn er hlé meginn við hryginn en ekki áveðurs þannig að búast má við að enn meiri úrkoma hafi fallið annars staðar, þar sem ekki eru mælar.

Það hefur einnig orðið mjög hvasst víða. Í gær gerði ég spá fyrir Cook Sundið sem skilur að Norður og Suður Eyju Nýja Sjálands. Eins og sjá má á þessu spákorti fyrir hádegi í dag setti ég 65 hnúta á sundið.

wxdepnz

 

 

 

 

Hérna er raunverulegt kort frá kl. 9 í morgun, morguninn sem spákortið gildir fyrir.

actualcoo

 

 

 

 

Eins og sjá má náði vindurinn 65 hnúta hraða. Eftir þetta fór heldur að draga úr honum.

Á hæðadragi nokkru hér í Wellington er vindmælir. Þar mældist hæsta hviðan í morgun 93 hnútar eða um 42 metrar á sekúndu. Hafa ber í huga að hér er hásumar, Desember sem samsvarar Júní á norðurhvelinu. Búist er við að lægðin sem olli þessu veðri stefni til suðausturs og dýpki niður í um 940hPa. Eru einhver dæmi um 940hPa lægð á Norður Atlandshafi í Júní?

Menn geta síðan í framhaldinu velt því fyrir sér hvers vegna slæm sumarveður eru oft miklu verri hér á suðurhvelinu en gengur og gerist fyrir norðan.


Takið ykkur föstu frá heiminum

Frá Guðspjalli Tómasar:

Jesú sagði; "Ef þér takið yður ekki föstu frá heiminum, munuð þér ekki finna Guðs ríki. Ef þér haldið ekki helgidaginn heilagan munuð þér ekki sjá föðurinn".


Mögnuð úrkoma og skilamyndun, framhald.

Ég bloggaði nýlega um skilamyndun og mikla úrkomu sem búist er við á vesturströnd suðureyju Nýja Sjálands.

Hér er viðvörun um þennan atburð frá Nýja Sjálenslu veðurstofunni.

"A strong moist northwesterly flow ahead of this front is forecast to bring very heavy rain to Fiordland on Sunday and Monday, and to Westland from Sunday night through to Tuesday. In Fiordland, rainfall totals could reach 150-200mm, while the Westland ranges could receive 300-450mm late Sunday and Monday and possibly a further 100-150mm on Tuesday. Heavy rain is also expected to spill over into the headwaters of the Canterbury and Otago lakes and rivers.

While these regions are no strangers to heavy rain, this is shaping up to be a particularly significant event. People in these areas should stay up to date with the latest forecasts and warnings. On the West Coast, rivers and streams are likely to rise very rapidly, and there may be slips and localised flooding which could make driving hazardous. In eastern areas, where little rain may fall, the main rivers that have their sources in the Southern Alps can be expected to rise significantly."

 

Þarna er verið að spá meiri sólarhrings úrkomu en nokkurn tíma hefur mælst á Íslandi.  Ég mun halda áfram að fylgjast með þessu og reyna að taka saman hversu mikil úrkoma féll þegar þetta er gengið yfir.

Fyrir þá sem skoða veðurkortin í fyrri færslu, þá vitið þið væntanlega að loft streymir réttsælis í kringum lægðir en rangsælis í kringum hæðir hér á suður hvelinu, öfugt við það sem gerist í norðrinu. Það getur verið svolítið erfitt að átta sig á veðurkortum héðan fyrir þá sem eru bara vanir að skoða kort frá norður hvelinu.

Fyrir þá sem vilja skoða síðu Nýja Sjálensku veðurstofunnar er url hennar:

http://www.metservice.com/national/index

 

 


Gleðileg Jól

Ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Megið þið finna samhljóm með meðbræðrum ykkar og umhverfi.

Megið þið vaxa í þroska og skilningi og færast nær ljósinu.

Megið þið vera laus við sjúkdóma og illa liðan, af hvaða toga sem hún kann að vera.

Megið þið kunna að meta allar þær dásamlegu gjafir sem ykkur eru gefnar, og deila þeim með öðrum.

 

Hérna er dálítið sem þið gætuð haft gaman af að skoða:

http://www.diamond-sutra.com/

"Subhuti, any person who awakens faith upon hearing the words or phrases of this Sutra will accumulate countless blessings and merit." 


Frontogenesis (skilamyndun) og mögnuð úrkoma

Af veðurkortunum að dæma er óskastaða fyrir mikla úrkomu í uppsiglingu hér á Nýja Sjálandi. Við vesturströnd suðureyjunna rignir oft gríðalega mikið í rakri norvestanátt. Hluti af skýringunni er sú að rakinn þettist við að lyftast upp yfir háan fjallagarð sem teygir sig frá norðri til suðurs eftir allri eyjunni og er að jafnaði um 2000m hár. Hinn hluti skýringarinnar er að svæðið nýtur stundum aðstreymis af mjög hlýju og röku lofti úr hitabeltinu sem síðan kólnar þegar það lyftist upp yfir kalt loft sem streymir að úr suðri.

Hér sýni ég fyrist greiningu fra 24 Des 06Z

Greining24_Des_06Z

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í suðri er Suðurskautslandið og þar er hitinn um frostmark. Fyrir norðan Nýja Sjáland er hins vegar hitabeltisloft, rakt og um 26 stiga heitt. Búast má við að loft nálægt Suðurskautslandinu suður af Ástralíu og loft ættað úr hitabeltinu berist inn á svæðið vestur af Nýja Sjálandi.

26 Des. kl 12Z ar búist við að staðan verði eitthvað á þessa lund:

prog1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hitaskil sækja að úr norðvestri og boða komu hlýja loftsins en kuldaskil koma úr suðvestri með kalt loft frá svæðinu nærri Suðurskautslandinu. Það má segja að fyrir vestan Nýja Sjáland sé sterk skilamyndun, "frontogenesis". ´

Hérna er staðan í háloftunum (250hPa) ögn seinna, 27 Des kl 00.

jet1

 

 

 

 

Þarna má sjá að mjög sterkur skotvindur liggur suðvestur af landinu. Hlýji ingangurinn í þennan skotvind liggur við vesturstönd nýja Sjálands (Hlýji ingangurinn í skotvind hefur með sér "divergence" í háloftunum og þar með uppstreymi). Auk þess er sterk aðstreymi af "cyclonic vorticity", man ekki alveg hvað það er á Íslensku þar sem skarpt trog nálgast úr suðvestri. Þar á ofan er sterkt aðstreymi af hlýju lofti sem hefur líka í för með sér uppstreymi.

Her verður þá niðurstaðan? Það er ekki hægt að búast við öðru en kröftugri tilfærslu af hlýju og röku lofti sem lyftist mjög sterklega. Ég læt hér fylgja spá fín skala módels (WRF) sem sýnir 24 stunda uppsafnaða úrkomu yfir suður Nýja Sjálandi.

Champ1

 

 

 

 

 

Módelið, sem hefur sýnt sig að vera frekar áreiðanlegt gerir ráð fyrir meira en 600mm úrkomu á 24 tímum sem enda kl. 12Z þann 27 Des. Mesta sólarhrings úrkoma sem mælst hefur á Íslandi eru 293mm. Meðal árs úrkoma í Reykjavík er um 799mm. Það þarf því engum að dyljast hversu heljar miklu úrfelli má búast við þegar svona margir þættir þeggjast á eitt.

Ef einhverjar spurningar vakna, þá látið þær bara flakka, annars getið þið bara kíkt í Holton Whistling

(Afsakið villur sem kunna að leynast í þessu og enskuslettur. Ég er í vinnunni og hef ekki mikinn tíma... Það væri gaman að geta útskýrt þetta allt betur.)


Myndir frá ríki rasista

Eitt er það land í heiminum þar sem foreldrar kenna ennþá börnum sínum hatur, kenna ofbeldi og kenna rasisma. Af einhverjum ástæðum er þetta látið viðgangast og önnur lönd eiga eðlileg samskipti við þetta ríki þó svo að það sé síst betra en Suður Afríka á tímum apartheid. Ef grannt er skoðað má sjá að ástandið er svipað og það var í Hitlers Þýskalandi áður en síðari heimstyrjöldin skall á.

Er von á að menn velti því fyrir sér hvað þarf að gerast til að þessu linni. Þarf þriðju heimstyrjöldina? Ég vona ekki.

Hérna eru myndir frá þessum ömurlega stað, ekki fyrir viðkvæma...

http://www.youtube.com/watch?v=M8KN7pwTb8o&feature=related

http://www.youtube.com/watch?v=QH0o_07BBk0


Um 300 milljón gæti verið sjálfbær fjöldi jarðarbúia

Ef við viljum jafnrétti meðal fólks, hvar sem það kann að búa á hnettinum og ef við viljum að allir búi við þau lífskjór sem tíðkast hjá flestum vesturlandabúum, þá ættu jarðarbúar að vera eitthvað í kringum 300 milljónir.

Við erum þessa stundina miklu fleirri. Enda búa flestir við lífskjór sem við á vesturlöndum myndum telja afleit, lélegt húsnæði, ónægur matur, slæmt eða ekkert heilbrigðiskerfi, ekkert tækifæri til ferðalaga, lítill tími til annars en að vinna sér inn fyrir lífsnauðsynjum, ekkert aflögu til að vernda umhverfið og svo framvegis...

Viljum við að jarðarbúum fjölgi áfram og dæma marga milljarða til að lifa ömurlegu fátæktarlífi og samtímis vinna stórfellt tjón á umhverfinu eða viljum við reyna að halda þessu innan einhverra skynsamlegra marka og skapa sjálfbært jafnvægi?

Ég sé enga skynsemi í öðru en að verðlauna og aðstoða fólk sem eignast fá börn og leggja hindranir í vegi þeirra sem eignast mörg.

Ég hef deilt um þetta mál við ýmsa og spurt hvað sé betra við það að vera með 7 milljarða manns eða fleirri sem lifa flestir ömurlegu fátæktar lífi eða miklu færri sem allir gætu haft það gott. Ég fæ aldrei betri rök en af því bara, eða einhverja útúrsnúninga um að það að fækka fólki sé einhvers konar nasista hugmynd um að drepa fólk í stórum stíl. Bæði rökin er jafn lítið marktæk eða uppbyggileg svo niðurstaða mín er sú að þeir sem vilja áfram stuðla að því að fólki á jörðinni fjölgi og vilji ekki gera neitt til að hvetja til minnkandi fjölskyldustærðar séu rökþrota.

(Ég get skilið að ýmsir trúar söfnuðir skuli hvetja meðlimi sína til að fjölga sér eins og kanínur og fjölga þannig í söfnuðinum og fá fleirri sem borga peninga í söfnunarkassan. Að skynsamt og vel menntað fólk skuli hins vegar kaupa slík rök ég erfitt með að fatta.)


mbl.is Barnaskari Friðriks krónprins er stöðutákn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átta vindar fá mig hvergi hreyft

Su, kínverkst skáld bjó eitt sinn á svæði nærri bústað meistara nokkurs, Foyin. Dag einn þegar Su taldi sig hafa öðlast nokkurn lærdóm skrifaði hann ljóð, og bað fylgarmann sinn að bera það til meistara Foyin svo að hann gæti metið það. Ljóðið var eitthvað á þessan veg:
 
 
Með dýpstu virðingu ég mig beygi
til Bhuddha allra Bhuddah
Hvers ljós lýsir alheiminn
 
Átta vindar fá mig hvergi hrært
því ég sit á hinum gullna lotus.
 
 
Meistari Foyin las ljóðið og að lestri loknum skrifaði hann í einu orði mat sitt.
 
Su beið spenntur eftir mati meistarans og bjóst við hóli. Þegar honum barst það loks opnaði hann blaðið í snatri og las. Það stóð ekkert annað á blaðinu en eitt orð, orðið "prump". Su reiddist þessu ákaflega. Samstundis ruddist hann á fund meistara Foyin. Þegar Su kom á fund Foyin sá hann að Foyin stóð fyrir utan hýbýli sitt og beið eftir honum. Su mælti þá, "við sem erum svo góðir vinir á hinu andlega sviði, það er í góði lagi þú skulir ekki gefa mér hól fyrir ljóðið en hvernig gast þú móðgað mig svona?"
 
Meistarinn sagði þá, fullur sakleysis, "hvernig hef ég móðgað yður?" Án þess að segja orð syndi Su honum orðið "prump". Meistarinn fékk þá hláturskast og sagði; "skrifaðir þú ekki að hinir átta vindar gætu ekki hreyft þig? Hvernig gat ég þá sent þig hingað með einu prumpi?"

Ef þetta er satt, þá eru Steingrímur og Jóhanna búin að vera

Íslensk stjórnvöld verða að gera nákvæma grein fyrir þessu. Þeir sem bera ábyrgð á að hafna þessari tillögu verða líka að teljast ábyrgir fyrir að finna aðra jafn góða eða betri lausn. Ef ekki hafa þeir gerst sekir um glæpsamlega vanrækslu.

Það hvarflar að manni sú hugsun að Steingrímur og félagar hafi ekki viljað taka þessu kostaboði vegna þess að það hefði í eitt skipti fyrir öll sannað af hve mikilli fljótfærni og fáviski hann hefur farið fram í þessu máli. Fljótfærni sem hefði getað, og getur greinilega ennþá kostað þjóðina mörg hundruð milljarða. Ef upp kemst að þetta lið tók ekki þessu tilboði vegna þess að það hefði misst við það andlitið, þá á að stinga þeim í steininn og henda lyklinum.

Hvað sem öðru líður, þá verður að rannsaka þetta mál og allur sannleikurinn verður að koma fram. 


mbl.is Vildu losa ríkið undan Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband