Barnalegur fíflagangur

Hvað er eiginlega að þessu liði? Sér það ekki "the big picture"? Eru það einhver "mannréttindi" að fólk ný komið frá útlöndum fái að valsa um og leggja líf fólks í hættu með því að smita það og verða til þess að þörf er á aðgerðum sem hefta frelsi allra til að hafa hemil á veirunni? Þeir sem koma frá útlöndum ættu að þakka kærlega fyrir að vera settir í sótkví, því hver vill valda því að aðrir verði sjúkir, missi frelsi eða jafnvel glati lífinu?

Í Ástralíu hefur tekist að hafa hemil á þessari veiru of þar geta menn ferðast og haldið samkomur að vild, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af smiti. Hvernig fóru þeir að þessu? Jú, þegar fólk kemur frá útlöndum er það einfaldlega sett í stranga tveggja vikna sóttkví. Þeir sem koma eru færðir í gott hótel herbergi og þeir eru það eins lengi og þarf til að halda landinu öruggu. Ef þeir biðja um lykilinn að herberginu sínu fá þeir engan lykil vegna þess að þeir fara ekkert fyrr en þeim er hleypt út af yfirvöldum.

Ef einhverjir telja mannréttindum sínum ógnað vegna þess að þeir þurfi að vera í sóttkví til að vernda annað fólk, þá finnst mér að þeir eigi ekki að vera að ferðast til landsins, varla vilja Íslendingar fá svoleiðis eigingjarna asna til sín hvort sem er, eða hvað?

Auðvitað verður að setja lög sem vernda hagsmuni heildarinnar frá ábyrðarlausum og eigingjörnum einstaklingum, ef þau lög eru ekki nú þegar til staðar.


mbl.is Flokkarnir ekki á einu máli um sóttvarnahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband