Færsluflokkur: Bloggar

Hækkum skatta og leiðréttum kjörin!

Það er varla að ég trúi eigin augum þegar ég les þessa frétt. Forstöðumenn ríkisstofnana voru lækkaðir í launum! Ég verð að segja að mér finnst þetta alveg makalaust, sérstaklega ef litið er til afkasta þessa fólks og þeirra gæða sem það skilar til samfélagsins. Vanþakklætið, já beinlínis vanvirðingin er þyngri en tárum taki.

Undanfarin ár hefur sá árangur náðst hjá mörgun ríkistofnum að það sem áður rúmast í einni skúffu er orðið að deild(um) með starfsliði og deildarstjóra. Til að halda utan um þetta og brýn verkefni sem skapast hafa myndast nýjar deildir, jafnvel heilar nýar stofnarnir með nýjum forstöðumönnum. Verðmætin sem þetta fólk skilar í þjóðarbúið, bæði þegar litið er til tekna og til þekkingarauka fer ekki fram hjá einu einasta mannsbarni á landinu og þakklætið lýsir úr hverju andliti.

Það er þess vegna bjargföst trú mín að landsmenn rísi upp, allir sem einn og segji: "Vér mótmælum allir, og krefjumst þess að vaskurinn hækki í 30% og lagður verði sérstakur 5% aukaskattur á öll laun sem renni síðan beint til forstöðumannana." Þá aðeins verður tryggt að haldið verði áfram á sömu braut, stofnanirnar efldar og margfaldaðar, landsmönnum til ævarandi sóma.

Að lokum, dettur nokkru mannsbarni í hug að þessir forstöðumenn geti dregið fram lífið af þeim lúsarlaunum sem þeim eru ætluð? Eiga þeir að lifa á kartöflum og aka um á 20 ára gömlum bíldruslum? Ekki aldeilis, Benz skulu þeir fa og herramannsmat í hvert mál.

Þegar ég hugsa um þetta líður mér svipað og sú tilfinning sem fram kemur á þessu myndbandi:

http://www.youtube.com/watch?v=iaB40TLQE8M


mbl.is Launalækkanir verði afturkallaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóta bullið

Í mínum huga hafa stjórnvöld Bandríkjanna fyrir löngu síðan glatað sínum trúverðugleika. Þessi sorglegi farsi verður vafalaust til þess að augu fleirri opnast.

Vinnubrögðin voru ömurleg. Getur ekki ríkasta land í heim gert betur en að photshoppa gamla mynd af karlinum?!? Það bætir ekki úr skák að þeir segja síðan að þeir hafi sökt líkinu í sæ. Hvað skyldu þeir hafa eitt miklum peningum í þetta rugl?

Þó að þetta sé auljóslega lýgi, þá vekur þetta til umhugsunar. Viljum við lifa í heimi þar sem drápsveitir geta ferðast um og skotið fólk án dóms og laga, í hvaða landi sem er? Eru þetta ekki morðingjar sem ættu að eyða afgang ævinnar í fangelsi? Hvað með stríðsglæpamenn eins og Bush og Blair? Er í góðu lagi að einhver fari heim til þeirra og skjóti þá nokkrum sinnum í hausinn? Ekki finnst mér það og mér finnst að jafnt eigi að ganga yfir alla slíka. Það á að draga þá fyrir dóm, dæma þá og úthluta síðan viðeigandi refsingu.


mbl.is Sýndu bin Laden látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmigerður fíflagangur

Meðan margir á Íslandi hafa ekki til hnífs og skeyðar eru Íslendingar ennþá allt of góðir til þess að veita erlendum "auðmönnum" ríkisborgararétt. Er einhver glóra í þessu, þegar Íslendingar hafa samþykkt að veita hverjum sem er frá Evrópu leyfi til að koma til Íslands, búa þar og vinna?

Ef einhver hefur ekki efni á mat á Íslandi, ekki efni á að klæða sig, ekki efni á að fara til tannlæknis, ekki efni á að keyra bíl, og svo framvegis, þá legg ég til að sá hinn sami bugti sig og beygi og þakki stjórnvöldum fyrir greiðann því þau bera svo sannarlega ábyrgð á því ömurlega ástandi sem nú ríkir.

Ég velti því fyrir mér hversu lengi almenningur á Íslandi mun sætta sig við að vera í þrældómi fyrir fólk sem hefur sambönd, vini, stundar pólitík en framleiðir ekkert annað en heitt loft og froðu meðan það leggur stein í götu þeirra sem vilja fjárfesta og byggja upp.

 


mbl.is Fá ekki ríkisborgararétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríki Guðs er eins og...

Úr Guðspjalli Tómasar:

(97) Jesus said, "The kingdom of the father is like a certain woman who was carrying a jar full of meal. While she was walking on the road, still some distance from home, the handle of the jar broke and the meal emptied out behind her on the road. She did not realize it; she had noticed no accident. When she reached her house, she set the jar down and found it empty."

Ef þú getur skilið hvað Jesú á við með þessu opnast þér margar dyr. 

 

Úr demants sútrunni:

Chapter 32.

Buddha continued:

"Subhuti, if anyone gave to the Buddha an immeasurable quantity of the seven treasures sufficient to fill the whole universe; and if another person, whether a man or woman, in seeking to attain complete Enlightenment were to earnestly and faithfully observe and study even a single section of this Sutra and explain it to others, the accumulated blessing and merit of that latter person would be far greater."

"Subhuti, how can one explain this Sutra to others without holding in mind any arbitrary conception of forms or phenomena or spiritual truths? It can only be done, Subhuti, by keeping the mind in perfect tranquility and free from any attachment to appearances."

"So I say to you -
This is how to contemplate our conditioned existence in this fleeting world:"

"Like a tiny drop of dew, or a bubble floating in a stream;
Like a flash of lightning in a summer cloud,
Or a flickering lamp, an illusion, a phantom, or a dream."

"So is all conditioned existence to be seen."

Thus spoke Buddha.


Væri nær að banna fáfræði og heimsku

Þessu ágæta fólki væri nær að banna fáfræði og heimsku. Hemska brenglar sýnina miklu meira en sundgleraugu geta nokkurn tíma gert, eins og þessi furðulega frétt sannar.
mbl.is Banna sundgleraugu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjötti leiðtoginn

Gleðilegt ár öllsömul, og kærar þakkir til allra sem nennt hafa að lesa þetta ómerkilega blogg.

 

Mig langar til að segja ykkur frá sjötta leiðtoganum.

Dag nokkurn sagði Hong, fimmti leiðtoginn við lærisveina sína: "Kominn er tími til að velja eftirmann minn. Semjið texta fyrir mig og ef textinn sýnir að höfundurinn hafi náð fullum skilningi mun ég veita honum skikkju mína og gera hann að sjötta leiðtoganum, fljýtið ykkur nú!"

Lærisveinarnir ákváðu að Shen nokkur sem var talinn standa fremstur skyldi semja textann. Eftir mikla umhugsun skrifaði hann:

    Líkaminn líkist visku tré

    Hugurinn sem tær spegill

    Hreinsaðu hann stöðugt

    og láttu ekki ryk safnast.

 

Meistari Hong las ljóðið en var ekki hrifinn. Lærisveinarnir töldu ljóðið snilldarverk en Hong kallaði Shen á sinn fund og mælti: "Það sem þú skrifar sýnir að þú hefur ekki náð fullum skilningi. Þú stendur við dyrnar en þér hefur ekki tekist að koma inn. Haltu áfram að reyna."

Hui, ungur lærlingur sá ljóðið og skildi strax að það sýndi ekki fullan skilning. Hann skrifaði nýtt:

    

   Í raun er ekkert visku tré

   né tær spegill

   Síðan allt er frá upphafi tómt,

   Hvar á þá rykið að safnast?

 

 Hong gerði Hui samstundis að eftirmanni sínum.


Bréf fyrir bjartsýnismenn

Ég verð að viðurkenna að ég svæfi ekki mjög vel ef ég ætti svona bréf. Hvaðan ætlar Gríska ríkið að fá peninga til að borga þessa háu vexti? Ekki geta grikkirnir prentað þá, því þeir eru með evru. Sennilega segir Gríska ríkið einhvern daginn; "Sorrý, við eru gjaldþrota svo að þeir sem eiga þessi bréf geta bara notað þau sem skeinipappír". Ekki væri ég hissa þó að ríkissbréf ýmissra annara landa fari sömu leið...
mbl.is Metávöxtunarkrafa á grískum skuldabréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóma predíkun Buddha

Lotus

Eittt sinn sem oftar tók Buddha lærisveina sína að tjörn þar sem hann var vanur að predíka. Venjulega talaði hann, en í þetta sinn stóð hann bara og sagði ekki orð. Eftir langa mæðu teygði hann sig í lotus blóm eitt sem óx í tjörninni. Hann tók blómið upp og sýndi lærisveinunum og þeir veltu fyrir sér merkingu þess.

Mahakashyapa, hló. Buddha sagði þá: "Ég hef sagt ykkur allt sem er hægt að segja. Það sem ekki er hægt að segja hef ég gefið Mahakashyapa". Upp frá þessu var ákveðið að Mahakashyapa skyldi verða arftaki Bhudda.

Þessi orðlausa predíkun var upphafið að Zen Buddhisma þar sem áhersla er lögð á að gefa fólki lykilinn að sannleikanum svo að það geti sjálft fundið hann en ekki segja fólki hver sannleikurinn er. Zen prestur kennir ekki staðreyndir, heldur kennir hann hvernig hver og einn getur á sinn hátt nálgast þær.

Sumt er einfaldlega ekki hægt að segja með orðum...


Spáði 65 hnútum, og fékk. Framhald frá fyrra bloggi um skilamyndun

Jæja, nú er atburðurinn að mestu genginn yfir og spárnar hafa staðist mjög vel, öllum þeim til ama sem halda því ennþá fram að tölvureiknuð módel séu lítið nothæf.

Staður nokkur, Mt Cook Village nálægt Mt Cook fjalli sem er hæsta fjall Nýja Sjálands fékk úrkomu upp á um 330mm á sólaring sem er meira en Íslandsmetið. Þessi staður er nálægt háum fjallahrygg en hafa ber í huga að staðurinn er hlé meginn við hryginn en ekki áveðurs þannig að búast má við að enn meiri úrkoma hafi fallið annars staðar, þar sem ekki eru mælar.

Það hefur einnig orðið mjög hvasst víða. Í gær gerði ég spá fyrir Cook Sundið sem skilur að Norður og Suður Eyju Nýja Sjálands. Eins og sjá má á þessu spákorti fyrir hádegi í dag setti ég 65 hnúta á sundið.

wxdepnz

 

 

 

 

Hérna er raunverulegt kort frá kl. 9 í morgun, morguninn sem spákortið gildir fyrir.

actualcoo

 

 

 

 

Eins og sjá má náði vindurinn 65 hnúta hraða. Eftir þetta fór heldur að draga úr honum.

Á hæðadragi nokkru hér í Wellington er vindmælir. Þar mældist hæsta hviðan í morgun 93 hnútar eða um 42 metrar á sekúndu. Hafa ber í huga að hér er hásumar, Desember sem samsvarar Júní á norðurhvelinu. Búist er við að lægðin sem olli þessu veðri stefni til suðausturs og dýpki niður í um 940hPa. Eru einhver dæmi um 940hPa lægð á Norður Atlandshafi í Júní?

Menn geta síðan í framhaldinu velt því fyrir sér hvers vegna slæm sumarveður eru oft miklu verri hér á suðurhvelinu en gengur og gerist fyrir norðan.


Gleðileg Jól

Ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Megið þið finna samhljóm með meðbræðrum ykkar og umhverfi.

Megið þið vaxa í þroska og skilningi og færast nær ljósinu.

Megið þið vera laus við sjúkdóma og illa liðan, af hvaða toga sem hún kann að vera.

Megið þið kunna að meta allar þær dásamlegu gjafir sem ykkur eru gefnar, og deila þeim með öðrum.

 

Hérna er dálítið sem þið gætuð haft gaman af að skoða:

http://www.diamond-sutra.com/

"Subhuti, any person who awakens faith upon hearing the words or phrases of this Sutra will accumulate countless blessings and merit." 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband