Færsluflokkur: Bloggar
19.1.2009 | 19:11
Fáránleg setning...
Orð Ólafs vekja margar spurningar.
"3. Viðræðurnar við Al Thani fjölskylduna leiddu til þess að fjölskyldan, í nafni Q Iceland Finance ehf., keypti 5% hlut í Kaupþingi. Kaupþing lánaði helming kaupverðsins beint til félags í eigu Al Thani og lagði Al Thani fram ábyrgðir að upphæð 200 milljónir evra vegna þessarra og annarra væntanlegra viðskipta. Ég samþykkti, og hefði betur aldrei gert, að vera eigandi að félagi sem lánaði síðan hinn helminginn af kaupverðinu án persónulegra ábyrgða. Það var gert að beiðni hlutaðeigandi og til þess að ábyrgð þeirra yrði með því móti takmörkuð við 50% kaupverðs hlutabréfanna."
Til hvers var verið að standa í þessu ef Al Thani thurfti að fá allt kaupverðið að láni?
"Kaupþing lánaði helming kaupverðsins beint til félags í eigu Al Thani"
"Ég samþykkti, og hefði betur aldrei gert, að vera eigandi að félagi sem lánaði síðan hinn helminginn af kaupverðinu"
Úr því AT þurfti að fá helminginn lánaðan hjá Kaupþingi og hinn helminginn frá öðrum, hver var þá raunverulegur tilgangur með þessu öllu saman? Ég get ekki betur séð en að Kaupþing hafi verið að kaupa í Kaupþingi í gegnum AT. Hvers vegna?
Og hvers vegna í ósköpunum lánaði félag í eigu Ólafs að hinn helminginn?
Ef AT gat eða vildi ekki kaupa í Kaupþingi án þess að taka allt að láni, hver var þá tilgangurinn?
Ég spyr hver það var hjá Kaupþingi sem heimilaði þessa æfingu og hvers vegna?
Ólafur segir enn fremur:
"Markmiðið með þátttöku minni í þeirri vegferð að fá Al Thani fjölskylduna sem hluthafa í Kaupþing var fyrst og fremst til að styrkja bankann í því umróti sem ríkti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum."
Er hægt að taka þessi orð trúanleg? Miðað við að AT þurfti að fá alla peningana lánaða finnast mér þessi orð Ólafs um markimiðið vera fáránleg.
![]() |
Ólafur segir engan hagnað hafa runnið til sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.1.2009 | 20:07
Hvað er ríkisstjórnin að gera til þess að halda uppi atvinnu?
Það hlýtur að vera eitt mesta forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að halda uppi atvinnu í landinu. Hefur hún sett saman einhverja heildstæða og skynsamlega stefnu í þessu skyni?
Hefur allt verið gert til þess að halda í þessi störf? Hefur kostnaður verið skorinn niður? Hefur mönnum verið gefinn kostur á að taka á sig launalækkun til að þeir geti haldið starfinu?
Að segja fólki einfaldlega upp án þess að kanna alla aðra kosti fyrst er ábyrgðarleysi. Það er ekki ódýrara fyrir þjóðarbúið að borga atvinnuleysisbætir og bera kostnað við aukið álag á heilbrigðiskerfið sem hlýtur að myndast þegar mikill fjóldi fólks er atvinnulaus.
Nú á tímum niðurskurðar hjá flestum fyrirtækjum er erfitt að gera sér grein fyrir því hvert þeir sem nú missa störfin eiga að snúa sér. Er ætlast til þess að þeir flytji af landi brott?
![]() |
Uppsagnir hjá Gæslunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 19:31
Bankahrunið reyndist vera blekking...
"embættismenn veltu því nú fyrir sér hvort umrædd kaup hafi í raun átt sér stað eða hvort þau hefðu verið blekking."
Er ekki kominn tími til að svona lið taki pokann sinn og snúi sér að einhverju sem það ræður við, eins og til dæmis að spila lúdó eða eitthvað þess háttar?
Getur verið að bankahrunið hafi verið blekking, og nægir peningar til að greiða skuldir bankanna leynist í plastpoka einhvers staðar?
![]() |
25 milljarða króna greiðsla týnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2009 | 19:35
Heimskulegt að selja núna
Væri ekki nær að halda í þessar eignir þangað til verð á fasteignum hækkar aftur? Varla getur verið mikið vit í að selja þessar eignir núna þegar verðið er í lágmarki. Skynsamlegra væri að leigja eignirnar út og bíða betri tíma með að selja þær.
Er ekki kominn til að sýna skynsemi í fjármálum? Svona "knee jerk reaction" er engum til góðs.
![]() |
Sendiráðsbústaðir seldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2009 | 18:55
Hvaða laun eru í boði, og hver á að borga?
Úr þvi að almenningur á þessa blessaða banka núna býst ég við að allir viti hvaða launkjör á að bjóða þessum nýju bankastjórum. Eða hvað?
Ég reikna með að það þurfi að borga nokkuð vel til að fá hæft fólk til að taka við þessum rústum. Væri ekki hægt að fá peningana sem þarf til þess úr vasa þeirra sem áður voru "ábyrgir" fyrir rekstri bankans og voru á ofurlaunum. Væri ekki upplagt að gömlu bankastjórnarnir borgi þessum nýju furir að moka skítinn eftir sig?
![]() |
Bankastjórastöður auglýstar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.1.2009 | 07:07
Fréttin missir marks
Það er bæði skiljanlegt og eðlilegt að fyrirtæki sem hafa tekið stöðu sem virðist ætla að leiða til þess að þau missi skyrtuna taki gangstæða stöðu til að stöðva tap. Annað væri oráð.
Það sem mér finnst vera ámælisvert í þessu samhengi er að lánum í erlendri mynt var haldið að einstaklingum, án þess að þeim væri gerð full grein fyrir áhætunni, og án þess að þau fyrirtæki sem veittu lánin hefði fullvissu fyrir því að þeir sem tóku lánin myndu geta greitt þau til baka, þó svo að íslenska krónan veiktist verulega. Fjármálafyrirtæki og STJÓRNKERFI sem lét það viðgangast að einstaklingar tefldu í tvísýnu með þessum hætti er ekki bara gallað, það er glæpsamlega spillt og rotið.
![]() |
Veittu fólki lán en veðjuðu á veikingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2009 | 06:51
Reglur fyrir þá sem fjalla um deiluna fyrir botni Miðjarðarhafs.
Ef einhver velkist ennþá í vafa um það hvernig fjalla ber um deiluna sem nú geisar fyrir botni Miðjarðarhafs, þá skal sá hinn sami lesa eftirfarandi reglur.
Mikilvægast er að muna að aldrei má segja að hér sé um ójafnan leik að ræða, að annar aðilinn drepi 70, fyrir hvern einn sem drepinn er af hinum. Það má heldur aldrei segja að einn aðilinn nýtur stuðnings stærsta herveldis í heimi, hefur kjarnavopn of meira en 300 orrustuþotur af fullkominni gerð, meðan hinn verður að láta sér nægja rakettur.
Aldrei má gleima að palestínskar konur, hvítvoðungar og farlama gamalmenni hafa öll þann staðfasta ásetning að eyða Ísraelsríki og eiga því allt skilið sem á þeim dynur.
Hafa ber þessar reglur í heiðri:
Media Rules of Engagement
[translated from original Spanish source]
NOTE the twelve golden and infallible truths that the media are obligated to adopt:
- In the Middle East, the Arabs always attack first and Israel always defends itself. This defense is called 'retaliation'.
- Neither Arabs, Palestinians nor Lebanese have the right to kill civilians. This is 'terrorism'.
- Israel has the right to kill civilians. This is called 'legitimate defense'.
- When Israel massively kills civilians, the Western Powers ask to her do it with courtesy or politeness. This is called 'reaction of the international community'.
- Neither Palestinians nor Lebanese have the right to capture Israeli soldiers inside military installations with sentry and combat positions. This has to be called 'kidnapping of defenceless civilians'.
- Israel has the right to kidnap as many Palestinians or Lebanese as they wish and at any time or place. Their present figures are about 10,000 imprisoned, 300 of whom are children and one thousand women. They do not need any evidence about their culpability. Israel has the right to detain such kidnapped prisoners indefinitely, even if they are people democratically elected by Palestinians. This is called 'imprisonment of terrorists'.
- Whenever the word 'Hizbollah' is mentioned, it is compulsory to add in the same phrase 'supported and financed by Syria and Iran'.
- When 'Israel' is mentioned it is absolutely forbidden to add 'supported and financed by the United States' This could give the impression that the conflict is uneven and that Israel's existence of is not after all at risk.
- In any statement about Israel, any mention of the following phrases is to be avoided: 'occupied territories', 'UN resolutions', 'Human Rights violations' or 'Geneva Convention'.
- Palestinians, as well as Lebanese, always are 'cowards' hiding behind a civil population that dislike them. If they sleep in military accommodation with their families, this has a name: 'cowardice'. Israel is entitled to annihilate with bombs and missiles such barracks where they sleep. This is to be called a 'surgical, high-precision action'.
- Israelis speak English, French, Spanish or Portuguese better than the Arabs. That is why they deserve to be interviewed more frequently and have better opportunities to explain to the audience at large the above rules, from 1 to 10. This is called 'media neutrality'.
- Any person in disagreement with the above rules is to be branded a "highly dangerous anti-Semitic terrorist'
http://www.fpp.co.uk/online/09/01/media_rules.html
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2009 | 19:45
Voru þeir ekki með öllum mjalla?
"Sjávarútvegsfyrirtækin myndu sum hver tapa milljörðum ef svokallaðir framvirkir gjaldeyrissamningar þeirra yrðu gerðir upp á markaðsgengi."
Hverjir voru það hjá þessum fyrirtækjum sem veðjuðu á að krónan, sem var í söguleg hámarki myndi hækka enn frekar? Voru þeir ekki með öllum mjalla? Á nú ríkið að taka á sig tapið af þessum mistökum? Ég held ekki.
![]() |
Mikivægt að miða við eitt gengi krónunnar í viðskiptum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2009 | 20:15
Uppruni deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs
Til að skilja það sem er að gerast núna verða menn að skilja söguna. Deilan sem nú geisar er afkvæmi eins þess andstyggilegasta og villimannlegasta stríðs sem mankyn hefur upplifað, fyrri heimstyrjaldarinnar. Sú stýrjöld gat síðan af sér síðari heimstyjöldina, og allir vita hvílíkar hörmungar það stríð hafði í för með sér, ekki síst fyrir gyðinga.
En tilbaka til fyrri heimstyrjaldarinnar:
"During the First World War, British policy gravitated towards the creation of a Jewish home in Palestine.
This was encouraged, in part, by a wish to motivate Jews in Russia towards the continuation of the Russian war effort, at that time endangered by engulfing revolution: in essence, that an Allied victory (which was taken to include Russia) would lead to the establishment of a Jewish state. Similarly, it was thought that the declaration would engage the sympathy of American Jews."
http://www.firstworldwar.com/source/balfour.htm
Tila að eiga möguleika á að halda áfram að berjast við Þjóðverja og vinna fyrri heimstyrjöldina vildu Bretar afla sér samúðar gyðinga í Rússlandi og í Bandaríkjunum. Til þess að afla slíkrar samúðar var eftirfarandi yfirlýsing gefin út:
" His Majesty's Government view with favour the establishment in Palestine of a national home for the Jewish people, and will use their best endeavours to facilitate the achievement of this object, it being clearly understood that nothing shall be done which may prejudice the civil and religious rights of existing non-Jewish communities in Palestine, or the rights and political status enjoyed by Jews in any other country."
Svonefnd Balfour yfirlýsing.
Þetta vekur ýmsar hugsanir.
Höfðu Bretar nokkurn rétt á því að "gefa" þetta land?
Hafa réttindi þeirra sem eru ekki gyðingar í Palestínu verið varðveitt eins og yfirlýsingin kveður á um?
Hvaða áhrif hefur þetta haft á almenning í Þýskalandi? Bretar fengu stuðning frá Bandríkjunum, unnu fyrri heimstyjöldina og kölluðu hrikalegar hörmungar yfir þýsku þjóðina ("war reparations"). Skyldi það hafa haft nokkurn þátt í uppgangi nasista, síðari heimstyrjöldinni og illu heilli þeim hörmungum sem gengu þá yfir gyðinga?
Ég varpa þessu fram til fróðleiks og umhugsunar án þess að leggja dóm á neitt. Ég hvet fólk til að kynna sér þessi mál frekar upp á eigin spýtur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2009 | 19:23
Þeir þjást af siðblindu
Þeir sem ekki geta skilið á milli framferði nasista og andspyrnuhreyfinga í hernumdum löndum í síðari heimstyrjöldinni þjást af siðblindu.
Þeir sem ekki geta skilið á milli framferði Palstínumanna og Ísraelelshers í Gaza þjást af sama kvilla.
Megi þjáningum þeirra ljúka sem allra fyrst...
![]() |
Fordæma Hamas og Ísraelsher |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)