Færsluflokkur: Bloggar
21.2.2009 | 14:41
Á að gera fólk að þrælum?
80 ár! Það er nefninlega það. Hvað skyldi fólk borga oft fyrir kofann á 80 árum? Ég held að fólk verði ekki búið að borga fyrir eitt hús, heldur heilt hverfi þegar 80 ár eru liðin. Ef það er frjálslynd hugmynd að hneppa fólk, jafnvel margar kynslóðir í skuldafjötra af þessum toga, þá var Mao kapitalisti.
Kannski vilja þessar konur að bankastjórarnir geti áfram keyrt um á fínum bílum og verið á ofurlaunum meðan venjulegt fólk berst við að borga lánið. Svona aðgerðir bjarga engu nema illa reknum fjármálastofunum sem með bruðli sínu og skammsýni hafa nánast steypt þjóðinni í glötun.
![]() |
Vilja að lánstími verði tvöfaldaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.2.2009 | 12:16
Hvaðan eiga allir þessir bílar að koma?
Það verður víst að henda þessu mati í ruslið því það er byggt á úreltum forsendum. Það er ekkert að því að ráðast í framkvæmdir til að halda uppi atvinnu í landinu en það verður að skoða hagkvæmni og gagnsemi slíkra framkvæmda vandlega.
"Sú umferð verður fyrst og fremst til og frá fyrirhugaðri íbúðabyggð í Hamrahlíðarlöndum."
Hvaða íbúðabyggð? Fyrir hverja?
Um þessar mundir virðist sem fleiri bílar séu fluttir úr landi en inn. Nóg er af vegum fyrir þá sem eftir eru.
![]() |
Mikilvæg samgöngubót komin í matsferli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.2.2009 | 19:10
Skattaáþján er engin lausn
Það að refsa fólki sem getur unnið og nennir að vinna er óhæfuverk. Ég man eftir því þegar ég var að koma mér þaki yfir höfuðið. Ef ég vann einhverja yfirvinnu lenti það alltaf í hæsta skattflokki og að lokum komst ég að þeirri niðurstöðu að það tæki því varla að leggja á mig aukavinnu því skatturinn hirti það mestallt hvort sem var.
Ef það er raunverulegur vilji fyrir því að efla hagkerfið og "slá skjaldborg um heimilin" ætti ekki að refsa þeim sem reyna að vinna sig upp úr vandanum. Það verða engir peningar til, til þess að bjarga heimiliunum svo ekki sé talað um heilbrigðis og menntakerfinu ef enginn nennir að vinna.
Það sem þyrfti að gera er að leggja af störf þeirra sem framleiða ekkert annað en froðusnakk, til dæmis með því að fækka þingmönnum niður í 20 og fá hinum 40 í hendur störf sem skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið.
Íslendingar eru ekki margir og miðað við fjólksfjölda er yfirbyggingin fáranlega þung. Allir góðir sjómenn vita hvað gerist þegar yfirbyggingin þyngist um of. Skipið fer á hvolf og það sekkur.
![]() |
Vill dreifa skattbyrðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 3.2.2009 kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.1.2009 | 19:12
Dýrin þjáðust af gyðingahatri
Í réttmætri reiði vegna gyðingahaturs dýranna í dýragarði Gaza voru flest þeirra drepin. Enda báru þau mikla ábyrgð á baráttu Hamas gegn Ísrael. Alveg jafn mikla ábyrgð og konur, börn og gamalmenni sem voru drepin á Gazasvæðinu.
Vinir Ísraels geta glaðst yfir þessum fréttum. Búið er að drepa flest dýrin í garðinum, enda hötuðu þau augljóslega gyðinga...
"There was not a single person in this zoo. Just the animals. We all fled before they came. What purpose does it serve to walk around shooting animals and destroying the place?' Inside one cage lie three dead monkeys and another two in the cage beside them. Two more escaped and have yet to return. He points to a clay pot. 'They tried to hide', he says of a mother and baby half-tucked inside.
Qasim says that his main two priorities at the moment are rebuilding the zoo and taking the Israeli army to court."
http://story.chinanationalnews.com/index.php/ct/9/cid/9366300fc9319e9b/id/458766/cs/1/
![]() |
Hamas gagnrýnd fyrir að nota óbreytta borgara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2009 | 22:49
Óli er ábyrgðarlaus
Af öllu því furðulega sem ég hef lesið í fréttum upp á síðkastið er þetta það ótrúlegasta. Halda mætti að Ólafur geti lært af mistökum og sjái að þau afskipti sem hann hafði af stjórnmálum þegar hann stöðvaði fjölmiðlalögin voru afar óheppileg og settu skugga á hanns embætti.
Að halda áfram á sömu braut finnst mér jaðra við geðveiki. Er hann að reyna að bæta fyrir fyrri syndir? Ég held að það væri honum best að sinna HEFÐBUNDUM störfum síns embættis og láta þá sem þjóðin hefir kosið til að stjórna landinu um að gera vinnuna sína (hvað sem mönnum kann að finnast um frammistöðu þeirra).
Úr stjórnarskrá Íslands:13. grein
Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
11. grein
Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna.
http://www.snerpa.is/net/log/stjornar.htm
Stjórnarskráin segir þetta betur en ég gæti nokkurn tíma gert.
![]() |
Björn: Forsetinn gekk á svig við hlutleysi sitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.1.2009 | 11:06
Mörg mál af þessum toga á undanförnum árum?
Þetta mál er allt eins og furðulegur farsi. Sjeik frá Katar.... Það sem mér finnst þó vera furðulegast er að Ólafur hélt að hann myndi komast upp með þessar hundakúnstir.
"Jafnframt er óheimilt samkvæmt lögum að láta tengda aðila fá hagstæðari viðskiptakjör en almenna viðskiptavini bankans, segir lögmaðurinn."
Það getur varla verið ljósara. Hvort sem Ólafur fær að dúsa í steininum fyrir þetta eða ekki, þá fæ ég ekki séð að hann geti borið höfuðið átt í Íslensku samfélagi í framtíðinni.
Getur verið að hefð hafi skapast fyrir svona hundakúnstum á undanförnum árum? Fyrst Jón komst upp með þetta eitt árið, því skyldi ekki séra Jón komast upp með það næsta ár? Hver ber ábyrgð á því að svona viðskipahættir voru ekki upprættir með hörku þegar fyrst fór að bera á þeim? Það virðist næstum því hafa skapast hefð fyrir þessu og mörgum þessara peningamanna finnst að því er virðist ekkert athugavert við svona athæfi.
Gamla tuggan, "löglegt en siðlaust" á ekki við. Þetta virðist einfaldlega vera ólöglegt.
![]() |
Lánin mögulega lögbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2009 | 08:29
Lýðskrum og sýndarmennska
Lýðskrum og sýndarmennska eru þau orð sem fyrst koma upp í hugann þegar þessi frétt er lesin. Ef samfylkingin vill raunverulega kosninger getur hún slitið stjórnarsamstarfinu í dag.
Ríkisstjórnin þarf annað hvort að fara að taka á þeim vanda sem núna blasir við eða koma sér í burtu og leyfa þeim að taka við sem hafa að minnsta kosti vilja til að gera eitthvað.
Ef ríkisstjórnin gerir ekki eitthvað strax í dag til að tryggja atvinnu og auka á bjartsýni í landinu liggur ekkert annað fyrir en frekari vonleysi og landflótti. Að eyða tíma í svona útúrsnúninga og smámuni eins og bjór og léttvín í verslunum er glæpsamlegt.
![]() |
Meirihluti geti krafist kosninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.1.2009 | 07:45
Hefði verið nær að stela nokkrum milljörðum.
![]() |
Þrír handteknir með kókosbollur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2009 | 07:35
Hvílik dirfska....
Jæja... Ég verð að viðurkenna að þeim mun fleiri fréttir sem ég les um þessi fjármál, þeim mun meiri furðu er ég lostinn.
Ísland er lítið land og lítið samfélag. Mér er það spurn hvernig menn sem hafa orðið uppvísir að því athæfi sem segir frá í þessari frétt, og þjóðin er núna að borga fyrir, geta látið sjá sig á almannafæri? Það væri eins og að ganga um með kúk í buxunum og allir gætu fundið fýluna.
Hvernig datt þeim í hug að haga sér svona? Hvílík dirfska segji ég. Flestir Íslendingar þekkja þessi orð:
- Deyr fé,
- deyja frændur,
- deyr sjálfur ið sama.
- En orðstír
- deyr aldregi
- hveim er sér góðan getur.
Þessir menn hljóta að vita þetta. Mér er alveg sama hvað ég á mikla peninga, ef ég get ekki látið sjá mig meða fólks vegna þess að af mér er skítalykt eru þeir einskis virði. Margur verður af aurum api eins og sagt er.
Fara þessir menn í útlegð eða láta þeir sig hafa það að vera þekktir af þessum gjörðum?
![]() |
Milljarðalán án áhættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 04:06
Álver, virkjanir og ær.
Um þessar mundir berjast margir um á hæl og hnakka gegn virkjunum og álverum. Má ég biðja þá um að snúa sér að einhverju sem hefur enn meiri og skaðlegri áhrif á umhverfi landsins en það er lausaganga sauðfjár.
Þau spjöll sem sauðfé vinnur á landinu er stærri og augljósari en allar þær virkjanir og álver sem búið er að koma upp, þó fleiri væru.
Ég vil líka benda á að orka framleidd með fallvötnum er mun umhverfisvænni á hnattræna vísu en orka sem framleidd er með kolum og olíu. Skiptir það engu máli?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)